Eldur í hænsnakofa á Króknum
feykir.is
Skagafjörður
16.11.2022
kl. 09.48
Eldur kom upp í hænsnakofa í Túnahverfinu á Sauðárkróki laust eftir miðnætti í nótt. Í frétt á Facebook-síðu Brunavarnar Skagafjarðar segir að snör viðbrögð vegfarenda og húseiganda hafi orðið til þess að tjónið varð ekki meira en orðið var en timburpallur og íbúðarhús liggja samhliða hænsnakofanum.
Slökkviliðið slökkti eldinn og gekk úr skugga um að frekari glæður leyndust ekki í kofanum. Átta hænur voru í hænsnakofanum og drápust fjórar í eldinum. Fram kemur að ástæðu brunans má að líkindum rekja til bilunar í ljósabúnaði.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.