Frá Verslunarmannafélagi Skagafjarðar
feykir.is
Skagafjörður
16.12.2022
kl. 10.47
Kjarasamningar á milli Landssambands íslenskra verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins voru undirritaðir 12. desember sl. Félagsfundur til kynningar fyrir félagsfólk var haldinn í gærkvöldi. Helstu breytingar eru þessar:
- Gildistími samningsins er afturvirkur frá 1. nóvember 2022 og gildir til 31. janúar.
- Almennar launahækkanir verða 6.75%, þó að hámarki 66.000 kr. og taka gildi 1. nóvember 2022.
- Hækkunin felur í sér flýtingu og fullar efndir hagvaxtarauka sem koma átti til greiðslu þann 1. maí 2023.
- Nýjar launatöflur taka gildi strax með taxtabreytingum sem nema um 11% hækkun
- Samkvæmt samningum verður orlofsuppbót árið 2023 56.000 kr. og desemberuppbót fyrir sama ár 103.000 kr.
Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu félagsins www.vmf.is
Rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn hófst á hádegi 14. desember og lýkur á hádegi 21. desember. Hægt er að kjósa á heimasíðu félagsins www.vmf.is og einnig er hægt að smella á auglýsingarkassa á www.feykir.is um kosninguna. Rafræn skilríki þarf að nota við kosninguna.
Við viljum hvetja allt félagsfólk að nýta kosningarétt sinn.
Bestu óskir um gleðilega jólahátíð!
Stjórn félagsins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.