Skagafjörður

Tap gegn Aþenu í fyrsta leik

Stólastúlkur spiluðu sinn fyrsta leik í Bónus deildinni í gærkvöldi og mættu þá áköfu liði Aþenu í Austurbergi í Breiðholti. Heimaliðið reyndist sterkara að þessu sinni en leikurinn var ansi kaflaskiptur. Lokatölur voru 86-66 fyrir lið Aþenu.
Meira

Bónusdeild karla hefst í kvöld

Bónusdeild karla hefst í kvöld þegar Tindastóll tekur á móti KR í Síkinu. Á Facebooksíðu Tindastóls segir að fyrir leik gefst árskorthöfum tækifæri til að hittast í þjálfaraspjalli frá kl 17.45, í nýrri aðstöðu körfuknattleiksdeildarinnar í norðurhlutanum á Ábæ. Allir árskorthafar eru hvattir til að mæta þangað, spjalla og skiptast á hugmyndum. Leikurinn hefst á slaginu 19:15, hamborgararnir verða á grillinu frá 18:30.
Meira

HSN á Sauðárkróki fékk rausnarlega gjöf frá KS

Bjarni Maronsson stjórnarformaður KS afhenti nú síðastliðinn mánudag formlega, fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga, Heilbrigðisstofnun Norðulands á Sauðárkróki rausnarlega gjöf. Um var að ræða nýtt og mjög fullkomið ómtæki sem kostar u.þ.b. 10 milljónir króna. Gjöfin var vel rúmlega fyrir því og hægt að bæta við tíu nýjum sjúkrarúmum á stofnunina sem kemur sér sérstaklega vel.
Meira

Myrkrið nálgast

Nú er haustið að ganga í garð, dagarnir að styttast og næturmyrkrið
Meira

Af blautu sumri | Hjalti Þórðarson skrifar

Sumarið (júní-ágúst) 2024 var sérstakt og einkenndist fyrst og fremst af bleytu, sólarleysi og kulda, meiri bleytu og að lokum enn meiri bleytu. En hvernig er samanburðurinn við önnur sumur á okkar svæði? Taka skal fram að úrkoma á Norðurlandi vestra er almennt mjög lítil og á ársgrundvelli víða á láglendi um og undir 500mm og undir 400mm þar sem þurrast er og með því þurrasta hér á landi. Nokkuð meiri úrkoma er í útsveitum og svo víða mun meiri á hálendinu.
Meira

Hljómar kunnuglega ekki satt? | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Mjög langur vegur er frá því að helztu lögspekingar landsins séu einróma í þeirri afstöðu að rétt sé að frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra og varaformanns Sjálfstæðisflokksins, sem kennt hefur verið við bókun 35 við EES-samninginn, verði að lögum þrátt fyrir fullyrðingar stjórnvalda um annað. Frumvarpið felur sem kunnugt er í sér að bundið verði í lög að regluverk frá Evrópusambandinu sem innleitt er hér á landi í gegnum samninginn hafi forgang gagnvart innlendri lagasetningu.
Meira

Stefnt að opnun nýja laugarsvæðisins um áramótin

„Stefnt er að því að nýja laugarsvæðið verði opnað um næstu áramót,“ sagði Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, þegar Feykir forvitnaðist um gang framkvæmda við Sundlaug Sauðárkróks.
Meira

Rafmagnslaust frá Vestfjörðum til Húsavíkur

Rafmagnslaust varð allt frá Vestfjörðum til Húsavíkur um hádegisbilið. Óhappið má rekja til Norðuráls en svo virðist sem óhapp þar hafi aukið þannig álagið á rafkerfi Landsnets að rafmagnið sló út óvenju víða.
Meira

Fullt hús með ráðningu Sigríðar Ingu

Sigríði Ingu Viggósdóttur hefur verið ráðin í starf svæðisfulltrúa á svæðisstöð íþróttahreyfingarinnar á Norðurlandi vestra. Þetta er ein af átta svæðisstöðvum íþróttahreyfingarinnar um allt land.
Meira

Byggðastofnun eykur fjárframlög til Brothættra byggða verulega

Stjórn Byggðastofnunar samþykkti á fundi sínum þann 26. september sl. að veita 135 m.kr. viðbótarfjárframlagi inn í verkefnið Brothættar byggðir til að auka viðspyrnu í byggðarlögum sem eru í vörn. Framlagið skiptist á þrjú ár, 2025-2027.
Meira