Skagafjörður

Myndlistarsýning opnuð í Miðgarði í dag

Myndlistarsýning Varmahlíðarskóla verður opnuð í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð kl. 14:30 í dag. Til sýnis verða verk eftir nemendur í 1.-10. bekk skólans en um er að ræða málverk, teikningar, klippiverk og ljósmyndir sem sendar voru í ljósmyndakeppni nemenda á unglingastigi. Sýningin stendur yfir Sæluviku og lýkur 7. maí. Sýningarstjóri er Íris Olga Lúðvíksdóttir myndlistarkennari skólans.
Meira

Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir Á svið við upphaf Sæluviku

Næstkomandi sunnudag hefst Sæluvika Skagfirðinga með allri sinni dýrð og samkvæmt hefð frumsýnir Leikfélag Sauðárkróks sitt leikrit um kvöldið. Að þessu sinni varð gamanleikurinn Á svið fyrir valinu eftir Rick Abbot í þýðingu Guðjóns Ólafssonar. Feykir sendi Sigurlaugu Dóru Ingimundardóttur, formanns félagsins, nokkrar spurningar og forvitnaðist um verkið.
Meira

Fljótagöng og samgöngur í Fljótum og til Siglufjarðar :: Stefán Vagn Stefánsson skrifar

Nú í vikunni var birt sláandi mynd af ástandi Siglufjarðarvegar. Þar sést greinilega hversu mikið hefur hrunið úr hlíðinni, en það er stutt í að vegurinn verði í raun ófær eða honum lokað sem öryggisráðstöfun. Öllum ætti að vera ljóst að núverandi veglína er ekki framtíðarlausn og að horfa verði til annarra leiða hvað varðar samgöngur milli Fljóta og Siglufjarðar. Að þessu sögðu er ljóst að framkvæmdir við Fljótagöng þola enga bið og hefja þarf undirbúning þeirra strax. Göng á milli Fljóta og Siglufjarðar yrðu gríðarleg samgöngubót fyrir vegfarendur á þessari leið en ekki síður myndi slík framkvæmd auka umferðaröryggi verulega.
Meira

Njarðvíkingar hnykluðu vöðvana í Ljónagryfjunni

Þriðji leikur í rimmu Njarðvíkur og Tindastóls fór fram í gær. Stólarnir voru 2-0 yfir í einvíginu og hefðu með sigri getað sópað Loga og félögum í sumarfrí en fengu í staðinn á baukinn. Njarðvíkingar höfðu tögl og haldir nánast frá fyrstu til síðustu mínútu en það var aðeins í upphafi annars leikhluta sem Stólarnir klóruðu í bakkann áður en heimamenn tóku yfir á ný. Lokatölur 109-78 og næsti leikur verður í Síkinu á laugardag.
Meira

Yfirleitt mjög góð stemning fyrir keppni í Skólahreysti

Skólahreysti fer af stað í dag en þá mætast fulltrúar skólanna á Norðurlandi í mikilli keppni í íþróttahöllinni á Akureyri. Fulltrúar grunnskólanna á Norðurlandi vestra hafa staðið sig með miklum sóma í gegnum tíðina og þeir munu væntanlega ekki gefa þumlung eftir í dag. Keppnin hefst kl. 17 og hægt verður að fylgjast með í beinni útsendingu í Sjónvarpi allra landsmanna. Grunnskólinn austan Vatna lætur ekki sitt eftir liggja og Feykir sendi nokkrar spurningar á Jóhann Bjarnason skólastjóra.
Meira

Sveitarstjóri lengi verið tilbúinn með skófluna

Í grein sem Sigurjón Þórðarson, Flokki fólksins, birti á Feyki.is í gær kom fram að hann hafði á Alþingi lagt fram fyrirspurn um stöðu endurbóta og viðbyggingar við Safnahúsið á Sauðárkróki. Svör ráðherra, Lilju Alfreðsdóttur, voru á þá leið að Sigurjón taldi líklegt að Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, gæti farið að gera klárt fyrir skóflustungu. Feykir hafði samband við Sigfús Inga og spurði hvort hann væri farinn að leita að skóflunni.
Meira

Sæluvikan heldur menningunni á tánum

Árleg Sæluvika Skagfirðinga verður sett sunnudaginn 30. apríl í Safnahúsi Skagfirðinga við Faxatorg á Sauðárkróki. Það er Heba Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá sveitarfélaginu Skagafirði, sem ber hitann og þungann af að koma saman dagskrá Sæluvikunnar. Feykir hafði samband við Hebu.
Meira

Einar leitar að Króksaranum í sér

Það eru ekki alltaf allir jafn ánægðir með efnistök Feykis. Hreinn Eðvaldsson hringir ítrekað í ritstjórn úr Hjaltadalnum og kvartar undan hinu og þessu en oftar en ekki til að nöldra undan efni Dreifarans. „Þetta er bara svo ósniðugt hjá ykkur greyin mín, það hlær enginn með ykkur að þessari vitleysu, já og þvælu. Það kemur varla eitt like á þetta. Segir ekki máltækið einmitt, héddnahéddna, heimskur hlær að eigins fyndni?!? Hahaha, já, þið eruð ekki svo sniðug greyin. Og ég skal segja þér það að ég er búinn að sanna mál mitt. Ég fékk nefnilega hérna þessa nýustu gervi... héddna já, gervigreind til að semja Dreifara fyrir ykkur. Já, chatGTP kallast þetta og það er svoleiðis helmingi fyndnara en það sem þið eruð að gera... sem er ekkert fyndið, hahaha.“
Meira

Arnar Geir fór með sigur af hólmi í Kaffi Króks mótaröðinni

Kaffi Króks-mótaröð Pílukastfélags Skagafjarðar lauk í gærkvöld en pílum var kastað af miklum móð ein átta þriðjudagskvöld en fyrsta mótið fór fram um miðjan febrúar. Fyrsta sætið á mótinu hreppti Arnar Geir Hjartarson með 118 stig, Þórður Ingi Pálmarsson varð annar með 115 stig og þriðji Pálmar Ingi Gunnarsson en hann náði í 77 stig. Þeir fengu allir vegleg verðlaun í boði Kaffi Króks.
Meira

„Pínu skrekkur í báðum liðum en frábær barátta,“ segir Donni

Jafntefli var niðurstaðan í fyrsta leik Tindastóls í Bestu deildinni þetta árið. Stigi var fagnað vel í fyrsta leik í Pepsi Max sumarið 2021 en nú var niðurstaðan hálfgert svekkelsi. Svona er nú heimtufrekjan í manni en stig er stig sem er betra en ekkert stig. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Donna, þjálfara Tindastóls, að leik loknum og fyrst var hann spurðu hvað honum fannst um leikinn og úrslitin.
Meira