Skagafjörður

Á svið - Tvær leiksýningar falla niður

Stjórn Leikfélags Sauðárkróks hefur ákveðið að fella niður leiksýningar 9. og 12. maí vegna úrslitarviðureignar Tindastóls og Vals í Subway-deildinni í körfuboltanum. Einungis eru því fjórar sýningar eftir að hinni frábæru leiksýningu Á svið.
Meira

Sauðárkrókur hopphjólavæðist

Hopphjólin, sem allir þekkja, eru loksins komin á Sauðárkrók, síðasta vígi þeirra bæjarkjarna sem telja um og yfir 1000 íbúa. Fyrr í dag var skrifað undir samning milli fyrirtækisins Hopp og sveitarfélagsins Skagafjarðar hvað starfsleyfi varðar og geta því bæjarbúar tekið þessi vinsælu hjól í sína þjónustu nú þegar. „Þetta er grænn lífsstíll og hvetur minni bílnotkun og hentar Sauðárkróki mjög vel þar sem hann teygist í tvær áttir,“ segir Rúnar Þór Brynjarsson, einn úr Hopp-teyminu.
Meira

Umhverfisdagur FISK Seafood er laugardaginn 6. maí

Umhverfisdagur FISK Seafood verður haldinn á morgun, laugardaginn 6. maí, og verða hendur látnar standa fram úr ermum frá klukkan 10 og fram að hádegi en eftir það verður boðið upp á hressingu; fiskisúpu, grillaðar pylsur og fleira í húsnæði Fiskmarkaðar Sauðárkróks. Á netsíðu FISK Seafood segir að umhverfisdagurinn sé samverustund fjölskyldunnar sem hefur það að markmiði að fegra nærumhverfið og um leið að styðja við íþróttafélögin í Skagafirði.
Meira

„Það er vont að vera í óvissu“ segir Unnur Valborg

Það var þungt högg fyrir samfélagið í Húnaþingi vestra þegar riða kom upp á Bergsstöðum í Miðfirði á vordögum og fella þurfti allt fé á bænum. Ekki leið á löngu þar til riða uppgötvaðist á bænum Syðri-Urriðá sem einnig er í Miðfjarðarhólfi og þar þurfti einnig að fella allt fé. Í kjölfarið hafa vaknað miklar umræður um hvað er til ráða gegn riðunni en bændur hafa fengið sig fullsadda á þeim reglum sem fylgt er í dag þar sem allur fjárstofninn er skorinn.
Meira

Kaflaskil hjá Helgu Bjarnadóttur

Það voru sannarlega kaflaskil á dögunum þegar Helga Bjarnadóttir í Varmahlíð kvaddi sér hljóðs á síðustu samkomu félagsstarfs aldraðra á Löngumýri í vetur og tilkynnti þátttakendum að nú léti hún staðar numið eftir 25 ár sem forstöðukona þessa fjölbreytta og vinsæla félagsstarfs.
Meira

Verðlaun fyrir áhugaverðustu nýsköpunina

Á heimasíðu Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra segir að nú á vorönn 2023 fór skólinn af stað með áfanga sem kenndur er á landsvísu í samstarfi við Unga frumkvöðla. Ungir frumkvöðlar er metnaðarfullt verkefni sem snýst um að nemendur í framhaldsskólum landsins stofni eigið fyrirtæki utan um viðskiptahugmynd og miðar að því að efla skilning þeirra á fyrirtækjarekstri.
Meira

Vertu – Silla og fjölskylda í syngjandi sveiflu – Myndband

Það er kominn fössari, lokahelgi Sæluviku og framundan stórleikur í úrslitarimmu Tindastóls og Vals. Þá er tilvalið að koma einni skagfirskri sveiflu í loftið með snillingunum á Öldustígnum, Sigurlaugu Vordísi, Sigfúsi Arnari, Emelíönu Lillý og Eysteini Ívari, sem fluttu m.a. lagið Vertu á setningu Sæluviku Skagfirðinga 2023.
Meira

Konni aðstoðarþjálfari hjá Donna og Stólastúlkum

Konráð Freyr Sigurðsson, Konni, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna. Fram kemur í frétt á síðu Tindastóls að Konni hefur verið í kringum liðið í nokkur ár og var í þjálfarateyminu þegar liðið spilaði síðast í efstu deild. Konni er mjög reynslumikill sem leikmaður og hefur fengið góða reynslu sem þjálfari.
Meira

Straumhvörf fyrir sauðfjárbændur

Í lok liðins mánaðar voru staðfest þau gleðilegu tíðindi að Íslensk Erfðagreining muni taka þátt í því að rannsaka riðu í íslensku sauðfé, en riða er langvinnur og ólæknandi smitsjúkdómur sem leggst á sauðfé og veldur svampkenndum hrörnunarskemmdum í heila og mænu. Sjúkdómurinn er erfiður viðureignar og ekki hefur verið fundið upp bóluefni til þess að verjast honum. Sú aðferð sem hefur verið notuð hér á landi, þegar upp hefur komið riða á bæ, hefur verið að slátra öllu fé á bænum, fara í jarðvegsskipti, hreinsa, brenna og sótthreinsa. Hér er um er að ræða verulega íþyngjandi aðgerð með tilheyrandi áfalli fyrir alla sem málið snertir.
Meira

Nýtt vín á gömlum belgjum :: Leiðari Feykis

Sæluvika Skagfirðinga stendur nú sem hæst og er ýmislegt þar að finna af alls kyns afþreyingu og listviðburðum eins og lesa má um hér í blaðinu. Söngur, leikur, tónlist, bíó, myndlist, íþróttakappleikir og fjörugt mannlíf.
Meira