Skagafjörður

Vertu – Silla og fjölskylda í syngjandi sveiflu – Myndband

Það er kominn fössari, lokahelgi Sæluviku og framundan stórleikur í úrslitarimmu Tindastóls og Vals. Þá er tilvalið að koma einni skagfirskri sveiflu í loftið með snillingunum á Öldustígnum, Sigurlaugu Vordísi, Sigfúsi Arnari, Emelíönu Lillý og Eysteini Ívari, sem fluttu m.a. lagið Vertu á setningu Sæluviku Skagfirðinga 2023.
Meira

Konni aðstoðarþjálfari hjá Donna og Stólastúlkum

Konráð Freyr Sigurðsson, Konni, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna. Fram kemur í frétt á síðu Tindastóls að Konni hefur verið í kringum liðið í nokkur ár og var í þjálfarateyminu þegar liðið spilaði síðast í efstu deild. Konni er mjög reynslumikill sem leikmaður og hefur fengið góða reynslu sem þjálfari.
Meira

Straumhvörf fyrir sauðfjárbændur

Í lok liðins mánaðar voru staðfest þau gleðilegu tíðindi að Íslensk Erfðagreining muni taka þátt í því að rannsaka riðu í íslensku sauðfé, en riða er langvinnur og ólæknandi smitsjúkdómur sem leggst á sauðfé og veldur svampkenndum hrörnunarskemmdum í heila og mænu. Sjúkdómurinn er erfiður viðureignar og ekki hefur verið fundið upp bóluefni til þess að verjast honum. Sú aðferð sem hefur verið notuð hér á landi, þegar upp hefur komið riða á bæ, hefur verið að slátra öllu fé á bænum, fara í jarðvegsskipti, hreinsa, brenna og sótthreinsa. Hér er um er að ræða verulega íþyngjandi aðgerð með tilheyrandi áfalli fyrir alla sem málið snertir.
Meira

Nýtt vín á gömlum belgjum :: Leiðari Feykis

Sæluvika Skagfirðinga stendur nú sem hæst og er ýmislegt þar að finna af alls kyns afþreyingu og listviðburðum eins og lesa má um hér í blaðinu. Söngur, leikur, tónlist, bíó, myndlist, íþróttakappleikir og fjörugt mannlíf.
Meira

Menningarstarf Alþýðuhússins á Siglufirði hlýtur Eyrarrósina 2023

Menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði hlaut Eyrarrósina, viðurkenningu fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins, sem afhent var í átjánda sinn í gær við hátíðlega athöfn á Hvammstanga. Frú Eliza Reid forsetafrú og verndari Eyrarrósarinnar veitti verðlaunin.
Meira

Hvet alla til að gera sér glaðan dag og eiga stund í Bifröst :: Jóhanna S. Ingólfsdóttir skrifar

Leikfélag Sauðárkróks frumsýndi verkið Á svið eftir Rick Abbot í þýðingu Guðjóns Ólafssonar og í leikstjórn Ingrid Jónsdóttur þann 30. apríl og fékk ég þann heiður að sitja frumsýningu.
Meira

Eva Rún mjög spennt fyrir sumrinu með U20

U20 landslið kvenna í körfubolta tekur þátt í tveimur mótum í sumar, fyrst Norðurlandamótinu í lok júní og Evrópumóti í lok júlí. Sautján stúlkur voru í gær valdar í leikmannahópinn íslenska og tvær þeirra hafa komið upp í gegnum unglingastarf Tindastóls. Það eru þær Eva Rún Dagsdóttir og Marín Lind Ágústsdóttir sem voru valdar í æfingahópinn en síðan verða 12 leikmenn valdir úr til að keppa á NM og EM. Þær sem ekki komast í lokahópinn verða þó áfram í æfingahópnum og klárar í slaginn ef upp koma meiðsli.
Meira

Rakel Sif og Ómar urðu aftur norskir meistarar

Feykir sagði frá því í fyrra að Króksarinn og fyrrum leikstjórnandi Tindastóls í körfunni, Ómar Sigmarsson, hefði gert liðið sem hann þjálfar í Noregi, Kjelsås, að norskum meisturum. Ekki var það til að skemma fyrir að dóttir hans og hinnar siglfirsku Báru Pálínu, Rakel Sif, spilar með liðinu. Þau gerðu sér lítið fyrir og endurtóku leikinn nú um helgina.
Meira

Litbrigði samfélagsins í Gúttó

Í elsta menningarhúsi Skagafarðar, Gúttó á Sauðárkróki, stendur yfir samsýning myndlistarfólks í Sólon, félagi myndlistarfólks í Skagafirði og nágrenni. Opnaði hún laugardaginn 29. apríl og stendur til 14. maí.
Meira

Þjóðskjalasafnið í Skagafjörð :: Einar E. Einarsson skrifar

Þjóðskjalasafn Íslands hefur nýlega stigið fram til að fullvissa stjórnmálamenn, fræðimenn og almenning um að safnið sé fullfært um að taka við öllum gögnum sveitarfélaga. Reyndar kemur líka fram að safnið þurfi aukið fjármagn, meiri mannskap, hækkun gjaldskráa og töluvert stærra húsnæði til að sinna þessu verkefni. Það hefur einnig komið fram að safnið telji að það geti þjónustað alla borgara landsins með aðstoð stafrænna lausna, staðsetning skipti þar engu máli.
Meira