Skagafjörður

Þrjár stúlkur frá júdódeild Tindastóls á Íslandsmeistaramóti JSÍ

Þann 29. apríl síðastliðinn fór fram Íslandsmeistaramót fyrir aldursflokkana 11 til 20 ára, sem haldið var hjá Ármanni í Reykjavík. Alls mættu 56 keppendur, 46 strákar og 10 stelpur, frá sjö félögum til leiks – þar af þrjár stelpur frá júdódeild Tindastóls.
Meira

Elín og Jóhannes á Torfalæk fengu Landstólpa Byggðastofnunar

Á ársfundi Byggðastofnunar, sem haldinn var á Fosshótel Húsavík á dögunum, var hjónunum Elínu S. Sigurðardóttur og Jóhannesi Torfasyni, á Torfalæk í Austur-Húnavatnssýslu, afhentur Landstólpinn, samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar fyrir árið 2023.
Meira

Mikil og góð stemning á lokatónleikum Sóldísar

Kvennakórinn Sóldís bauð upp á skínandi góða Júróvisjónupphitun sl. laugardagskvöld í Höfðaborg á Hofsósi með söngprógrammi sínu sem einnig setti endapunktinn á vetrarstarfið. Kórinn hafði haldið fimm tónleika fyrir þetta kvöld bæði innan héraðs og utan.
Meira

Allt upp á tíu og rúmlega það :: Upplifun í leikhúsi – Á svið

Undirritaðar brugðu undir sig betri fætinum í gær, renndu í næstu sýslu á frumsýningu Sæluvikuleikrits Leikfélags Sauðárkróks Á svið og urðu ekki fyrir vonbrigðum, allt upp á tíu og rúmlega það.
Meira

Úrslit Vísnasamkeppni Safnahússins á Sæluviku 2023

Við setningu Sæluviku Skagfirðinga þann 30. apríl voru úrslit í vísnasamkeppni Sæluvikunnar gerð heyrinkunnug en höfundar glímdu við að botna nokkra fyrriparta og einnig yrkja um tíðar sólalandaferðir íslendinga, skoðun Seðlabankastjóra á þeim og afleiðingar að hans mati. Þátttaka var mikil og góð en alls sendu 16 höfundar inn vísur, sumir botnuðu allt, aðrir sumt, og einhverjir sendu inn marga botna við sama fyrripartinn.
Meira

Samstaða býður til kaffisamsætis í tilefni 1. maí

Dagur verkalýðsins er í dag 1. maí og er haldinn hátíðlegur víða á jarðarkringlunni. Í ár eru 100 ár frá því að íslenskt launafólk fagnaði 1. maí og hvetur Alþýðusamband Íslands, á Facebooksíðu sinni, fólk að sameinast um að standa vörð um unna sigra og halda baráttunni ótrauð áfram. Réttlæti - jöfnuður – velferð, er yfirskrift 1. maí hátíðarhaldanna í ár.
Meira

Hljómsveitin Herramenn rigga upp tónleikum :: „Vonumst til þess að okkar fólk mæti“

Í ár eru 35 ár síðan safnplatan Bongóblíða kom út en þar átti hin fornfræga hljómsveit af Króknum, Herramenn, fjögur lög, þau fyrstu sem þeir tóku upp og gáfu út. Bandið var ekki í slæmum félagsskap því aðrar landsþekktar hljómsveitir áttu lög á plötunni líkt og Greifarnir, Stuðkompaníið, Sálin hans Jóns míns, hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar, hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar og Jójó frá Skagaströnd.
Meira

Rögnvaldur Valbergsson handhafi Samfélagsverðlauna Skagafjarðar 2023

Sæluvika Skagfirðinga var formlega sett í Safnahúsinu á Sauðárkróki fyrr í dag að viðstöddu fjölmenni. Sólborg S. Borgarsdóttir, forseti sveitarstjórnar, setti hátíðina og í kjölfarið veitti Sigurður Bjarni Rafnsson, varaformaður atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar Rögnvaldi Valbergssyni Samfélagsverðlaun sveitarfélagsins. Þá var tilkynnt um úrslit vísnakeppninnar og að endingu opnaði Sólborg Una Pálsdóttir, héraðsskjalavörður, myndlistarsýningu Maríu Carmelu Torrini sem einnig var viðstödd og fékk blómvönd að launum.
Meira

„Ef amma kæmi í partýið þá myndi ég setja á Geirmund“ / INGUNN MARÍN

Í Austurgötunni á Hofsósi býr ung snót, Ingunn Marín Bergland Ingvarsdóttir, fædd 2008 og því 15 ára á árinu, en hún tók á dögunum þátt í Norðurorgi sem er söngkeppni félagsmiðstöðvanna á Norðurlandi. Ingunn hefur áhuga á leiklist, söng og tísku. „Ég er að læra á rafmagnsgítar hjá Einari Þorvaldssyni en tel mig vera þúsundþjalasmið í þjálfun og spila líka á píanó, blokkflautu og ukulele. Þegar ég var mjög ung prófaði ég að læra á fiðlu,“ segir hún.
Meira

Stólarnir áfram í úrslitarimmuna eftir ótrúlegan leik í Síkinu : UPPFÆRT

Lið Tindastóls og Njarðvíkur mættust í fjórða leiknum í undanúrslitaeinvígi liðanna í troðfullu Síki í kvöld. Einhverjir hafa kannski átt von á spennuleik eftir að Njarðvíkingar unnu öruggan sigur í síðasta leik en leikurinn varð aldrei spennandi. Stólarnir voru yfir frá fyrstu körfu og voru þegar 20 stigum yfir að loknum fyrsta leikhluta og voru búnir að skora 68 stig þegar fyrri hálfleik lauk. Þá voru Stólarnir búnir að gera helmingi fleiri stig en gestirnir og síðari hálfleikurinn bara til skrauts. Lokatölur 107-76.
Meira