Skagafjörður

Menningarstarf Alþýðuhússins á Siglufirði hlýtur Eyrarrósina 2023

Menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði hlaut Eyrarrósina, viðurkenningu fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins, sem afhent var í átjánda sinn í gær við hátíðlega athöfn á Hvammstanga. Frú Eliza Reid forsetafrú og verndari Eyrarrósarinnar veitti verðlaunin.
Meira

Hvet alla til að gera sér glaðan dag og eiga stund í Bifröst :: Jóhanna S. Ingólfsdóttir skrifar

Leikfélag Sauðárkróks frumsýndi verkið Á svið eftir Rick Abbot í þýðingu Guðjóns Ólafssonar og í leikstjórn Ingrid Jónsdóttur þann 30. apríl og fékk ég þann heiður að sitja frumsýningu.
Meira

Eva Rún mjög spennt fyrir sumrinu með U20

U20 landslið kvenna í körfubolta tekur þátt í tveimur mótum í sumar, fyrst Norðurlandamótinu í lok júní og Evrópumóti í lok júlí. Sautján stúlkur voru í gær valdar í leikmannahópinn íslenska og tvær þeirra hafa komið upp í gegnum unglingastarf Tindastóls. Það eru þær Eva Rún Dagsdóttir og Marín Lind Ágústsdóttir sem voru valdar í æfingahópinn en síðan verða 12 leikmenn valdir úr til að keppa á NM og EM. Þær sem ekki komast í lokahópinn verða þó áfram í æfingahópnum og klárar í slaginn ef upp koma meiðsli.
Meira

Rakel Sif og Ómar urðu aftur norskir meistarar

Feykir sagði frá því í fyrra að Króksarinn og fyrrum leikstjórnandi Tindastóls í körfunni, Ómar Sigmarsson, hefði gert liðið sem hann þjálfar í Noregi, Kjelsås, að norskum meisturum. Ekki var það til að skemma fyrir að dóttir hans og hinnar siglfirsku Báru Pálínu, Rakel Sif, spilar með liðinu. Þau gerðu sér lítið fyrir og endurtóku leikinn nú um helgina.
Meira

Litbrigði samfélagsins í Gúttó

Í elsta menningarhúsi Skagafarðar, Gúttó á Sauðárkróki, stendur yfir samsýning myndlistarfólks í Sólon, félagi myndlistarfólks í Skagafirði og nágrenni. Opnaði hún laugardaginn 29. apríl og stendur til 14. maí.
Meira

Þjóðskjalasafnið í Skagafjörð :: Einar E. Einarsson skrifar

Þjóðskjalasafn Íslands hefur nýlega stigið fram til að fullvissa stjórnmálamenn, fræðimenn og almenning um að safnið sé fullfært um að taka við öllum gögnum sveitarfélaga. Reyndar kemur líka fram að safnið þurfi aukið fjármagn, meiri mannskap, hækkun gjaldskráa og töluvert stærra húsnæði til að sinna þessu verkefni. Það hefur einnig komið fram að safnið telji að það geti þjónustað alla borgara landsins með aðstoð stafrænna lausna, staðsetning skipti þar engu máli.
Meira

„Góður leikur af okkar hálfu,“ segir Donni þjálfari þrátt fyrir tap Stólastúlkna

„Eftir versta tímabil sitt í áratug mætir Breiðablik með glorhungrað og öflugt lið til leiks í sumar sem ætlar sér að komast aftur á toppinn í íslenskum fótbolta,“ segir í frétt íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports sem spáir liðinu 3. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Stólastúlkum er hins vegar spáð 9. sæti og þar með falli niður Lengjudeildina eftir sumarið. Liðið sýndi í gær að það er á annarri skoðun og mættar til að vera.
Meira

Sandra, Jón Daníel og Alda taka við Sauðá

Þegar leið á aprílmánuð fór að kvisast út að veitingastaðurinn Sauðá í Sauðárhlíð á Sauðárkróki hefði skipt um eigendur. Ekki er langt síðan húsinu, sem oftast hefur gengið undir nafninu Gamla hlaðan, var gjörbylt og byggt við það en það opnaði sem nýr og forvitnilegur veitingastaður þann 22. júlí 2021. Nú hafa semsagt nýir eigendur tekið við keflinu en það eru reynsluboltarnir Sandra Björk Jónsdóttir, Jón Daníel Jónasson og Alda Kristinsdóttir, sem síðast ráku Gránu Bistro og þar á undan Kaffi Krók um árabil.
Meira

Fyrsti leikurinn að Hlíðarenda á laugardag

Þá er ljóst að Valsmenn verða andstæðingar Tindastóls í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Valsmenn gerðu sér lítið fyrir og snéru einvígi sínu við Þór Þorlákshöfn við eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum. Meiðsli settu sannarlega strik í reikninginn hjá liðunum en Valsmenn voru án Acox til að byrja með en veikindi og meiðsli nokkurra lykilmanna Þórs urðu þeim erfið í síðustu leikjunum. Liðin spiluðu oddaleik að Hlíðarenda í gærkvöldi og Valsmenn unnu leikinn, 102-95.
Meira

„Fæddist á enda regnbogans,“ segir María Carmela Torrini sem sýnir litrík verk sín í Safnahúsi Skagfirðinga

Á setningu Sæluvikunnar sl. sunnudag var opnuð litrík myndlistarsýning hinnar ungu listakonu Maríu Carmelu Torrini. Fallegar myndir og frumlegar sem efalaust hreyfa við áhorfandanum.
Meira