Kosið um jólalegasta húsið og jólalegustu götuna á Skagaströnd

Ránarbraut 15. Mynd tekin af heimasíðu Sveitarfélags Skagastrandar.
Ránarbraut 15. Mynd tekin af heimasíðu Sveitarfélags Skagastrandar.

Föstudaginn 15. desember byrjaði kosning um jólalegasta húsið og jólalegustu götuna í Sveitarfélaginu Skagaströnd og er þetta í annað sinn sem þessi kosning fer fram. Í ár verður hins vegar sú breyting á að íbúum gefst kostur á að senda inn tilnefningar en í fyrra var dómnefnd sem stóð fyrir valinu. Hægt er að senda inn tilnefningar til miðnættis 26. desember 2023 og munu úrslitin birtast á heimasíðu sveitarfélagsins. íbúar á Skagaströnd eru hvattir til að skella sér á rúntinn og hlusta á ljúfa jólatóna á meðan ekið er um götur bæjarins til að meta hvað er jólalegasta húsið og mest skreytta gatan.

Hér er hægt að senda inn tillögur. 

Í fyrra var valin dómnefnd sem horfði ekki einungis til magns skreytinga eða ljósa heldur einnig til samsetningar og jafnvægis jólaskrauts. Nokkur hús voru mjög metnaðarfull en eitt var framar en önnur þegar kemur að fallegasta skreytta jólahúsinu en það var Ránarbraut 15 sem varð fyrir valinu. Þá valdi dómnefndin einnig Ránarbraut sem jólalegustu götuna árið 2022. En nú er spurning hvaða hús og hvaða gata verður fyrir valin hjá íbúum Skagastrandar í ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir