Ertu búin/n að skila skattframtali í ár?
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
08.03.2024
kl. 09.59
Framtalsskilin eru í blússandi gangi og framtalsgleði mikil víðsvegar um landið segir á Facebook-síðunni Skatturinn og eru nú 21% landsmanna búin að skila framtali. Áhugavert er að rýna í tölurnar og skoða út frá sveitarfélögum hver eru duglegust að skila. Þar sést að Reykjanesið er leiðandi í framtalsskilunum með gull, silfur og brons, langt yfir landsmeðaltali og Sveitarfélagið Skagaströnd er í fjórða sæti. Eigum við ekki að koma öllum sveitarfélögunum hér á Norðurlandi vestra í topp 10 listann? Skilafrestur er til 14. mars.
Meira