Skagafjörður

Minnisplattar til minningar um vesturfarana

Fulltrúar frá Icelandic Roots samtökunum voru á ferð um Norðurland vestra í síðustu viku og afhentu minnisplatta bæði á Borðeyri og á Sauðárkróki til minningar um forfeður sína sem fóru vestur um haf í kringum aldamótin 1900. Sjálfboðaliðar Icelandic Roots, sem koma frá Norður-Ameríku, ferðast nú um Ísland til að fagna tíu ára afmæli samtakanna. Þeir heimsækja mikilvæga sögustaði, hitta félaga sem búsettir eru á Íslandi og setja upp minnisvarða um vesturfarana.
Meira

Stefán Pedersen látinn

Stefán Pedersen ljósmyndari og listamaður lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki laugardaginn 9. september. Eftir hann liggur fjöldi frábærra ljósmynda sem skrásetja lista- og mannlífið á Sauðárkróki og í Skagafirði í rúma hálfa öld. Ekki síst voru myndir hans fyrir Leikfélag Sauðárkróks hrein listaverk.
Meira

Nýr varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Skagafjarðar

Yngvi Jósef Yngvason hefur verið ráðinn í starf varaslökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Skagafjarðar og mun hann hefja störf í desember. Yngvi tekur við stöðunni af Sigurði Bjarna Rafnssyni sem mun láta af störfum í október.
Meira

Álborg SK88 mótið í körfu verður í Borgarnesi

Dagana 15.-16. september fer Álborg SK 88 körfuboltamótið fram í Borgarnesi í fyrsta skipti. „Stefnan er að með tímanum verði þetta helsta og virtasta æfiingamót íslensks körfubolta,“ segir Dagur Þór Baldvinsson, formaður kkd. Tindastóls og hafnarstjóri Skagafjarðarhafna. Fjögur lið mæta til leiks í ár; Íslandsmeistarar Tindastóls, Stjarnan, KR og Höttur. Dráttur í undanúrslit fór fram við hátíðilega athöfn við Sauðárkrókshöfn.
Meira

Allir togarar FISK Seafood hafa landað í vikunni

Það er allt fullt af fiski á Króknum þessa vikuna en allir þrír togarar FISK Seafood hafa landað ágætum afla. Frystitogarinn Arnar HU1 kom til hafnar á Sauðárkróki á mánudag eftir 30 daga túr með 810 tonn upp úr sjó. Sama dag landaði Drangey SK2 156 tonnum þar sem uppistaðan var þorskur og loks landaði Málmey SK1 145 tonnum þar sem uppistaðan var þorskur, ýsa og karfi.
Meira

Álft og gæs ágeng í kornökrum

Áhættan við kornrækt getur verið þó nokkur og ekki bara sökum misjafnra veðurskila á Fróninu, heldur blasir það nú við bændum að kornið er orðið að hlaðborði villibráðarinnar.
Meira

Ólíðandi að skammtímahagsmunir ráði för

Á fundi í sveitarstjórn Húnabyggðar sem fram fór í gær, lýsti sveitarstjórn Húnabyggðar yfir þungum áhyggjum af þeirri staðreynd að nú séu að veiðast eldislaxar í mörgum ám í sveitarfélaginu og á Norðurlandi vestra. „Alls hafa veiðst um 50 eldislaxar í ám á Norðurlandi vestra á síðustu tveimur vikum og í fæstum ám er einhver möguleiki til staðar að fylgjast með mögulegri gengd eldislaxa,“ segir í fundargerð sveitarstjórnar en þar er þess krafist að sett verði í lög að eldislax sé ekki frjór og að tryggt sé að laxar geti ekki sloppið.
Meira

Strákagöng við Siglufjörð lokuð í kvöld

Strákagöng norðan við Siglufjörð verða lokuð milli klukkan 20 og 23 í kvöld, þriðjudaginn 12. September. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Vegagerðarinnar verður Slökkvilið Fjallabyggðar með reykæfingu í göngunum. Umferð verður beint um Lágheiði á meðan lokun stendur.
Meira

Hvort má bjóða yður rostung eða rollu?

Útburðarkona Morgunblaðsins á Króknum gekk fram á góða gesti á Kirkjutorginu í morgun. Semsagt rollur. Í dag komu fleiri gestir í heimsókn á Krókinn því skemmtiferðaskip lagðist að bryggju. Fyrr í sumar var það rostungur sem tók á móti gestum skemmtiferðaskipa og nú er kannski spurning hvort þetta rollutrikk sé liður í móttöku ferðamanna hjá sveitarfélaginu – semsagt að í stað rostungs geti ferðamenn notið kynna af íslenskum rollum.
Meira

Alþingi verður sett í dag

Alþingi verður sett í dag, þriðjudaginn 12. september, og hefst þingsetningarathöfnin kl. 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sveini Valgeirssyni, sóknarpresti Dómkirkjunnar. Guðmundur Sigurðsson dómorganisti stjórnar Kammerkór Dómkirkjunnar og leikur á orgelið en Sigurður Flosason saxófónleikari leikur með í forspili og eftirspili.
Meira