Sigurvegarar í eldvarnargetraun
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Fréttir
29.02.2024
kl. 13.10
Yngvi Jósef Yngvason varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Skagafjarðar fór á dögunum og afhenti tveim börnum verðlaun í eldvarnargetrauninni sem er liður í eldvarnarátaki Landsambands skökkviliðis og sjúkrafluttningamanna.
Átakið er á landsvísu og er haldið í nóvember ár hvert. Getraunin er á þá leið að börnin svara nokkrum spurningum og eru svörin sett í pott og dregið úr réttum svörum. Sigrún Ása Atladóttir úr Árskóla var önnur til að hljóta verðlaun og Thor Kofi Essien hjá Grunnskóla austan Vatna voru þau heppnu. Í verðlaun í ár var 15.000 króna gjafabréf í Spilavinum og viðurkenningarskjal.
Feykir óskar krökkunum innilega til hamingju.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.