Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga 2024
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
09.04.2024
kl. 09.56
Nú, sem áðurgengin ár, stendur Safnahús Skagfirðinga fyrir vísnakeppni. Má segja að hún sé mörgum árviss upphitun fyrir Sæluviku. Reglur eru sem fyrr skýrar og einfaldar; í fyrsta lagi að botna fyrirfram gefna fyrriparta og í öðru lagi að semja vísu um tiltekið efni. Ekki er nauðsynlegt að botna alla fyrripartana og allsendis í lagi að senda inn einungis eina vísu. Nauðsynlegt er þó að þáttakendur haldi sig við ferskeytluformið.
Meira