Skagafjörður

Körfuknattleiksdeild Tindastóls segir upp samningi við Stephen Domingo

Í tilkynningu á Facebook-síðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að samningnum við Stephen Domingo hafi verið sagt upp. Samið var við Domingo í september og spilaði því aðeins nokkra leiki með Tindastól. Sem áhorfandi sýndist mér Domingo ekki alveg ná að smella inn í það hlutverk sem honum var ætlað. Þá þakkar Körfuknattleiksdeild Tindastóls Stephen Domingo fyrir veru sína hjà félaginu og óskar honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur. 
Meira

Við leggjum niður störf í heilan dag

Á vefnum kvennafri.is segir að þrátt fyrir áratugalanga baráttu búum við enn í samfélagi þar sem langlífasti og útbreiddasti faraldurinn sem við eigum við að etja er kynbundið ofbeldi, ásamt því að framlag kvenna til samfélagsins er gróflega vanmetið. Hver rannsóknin á fætur annarri sýnir fram á sláandi tölur um misrétti og ofbeldi, en viðbrögðin eru lítil sem engin. Við sem samfélag virðumst orðin samdauna stöðunni og teljum að jafnrétti komi með tímanum — jafnvel þó vitað sé að það muni a.m.k. taka heila ævi.
Meira

Laun fyrir lífi – ungra bænda og íslenskra sveita

Næstkomandi fimmtudag kl. 13:00 efna Samtök ungra bænda til baráttufundar fyrir lífi sínu og sveitanna í Salnum í Kópavogi. Átta ungir bændur munu taka til máls auk þriggja gestafyrirlesara auk þess sem málin verða rædd í pallborði með þátttöku gesta í sal. Vonast er eftir troðfullu húsi og góðri mætingu ráðherra og þingmanna sem halda á fjöreggi þjóðarinnar í matvælaframleiðslu, landbúnaðinum, sem fjöldi ungs fólks er um þessar mundir að flýja eða forðast. Þeir sem ekki eiga heimangegnt geta fylgst með fundinum í streymi.
Meira

Tveir sigrar sömu helgi

Meistaraflokkur karla í körfubolta lék leik í Subway-deildinni föstudaginn 20. október þegar Tindastóll sótti Grindavík heim. Frábær leikur sem endaði með sigri Tindastóls eftir að leikurinn fór í framlengingu. Lokatölur í leiknum voru 96 stig Grindvíkinga á móti 106 stigum hjá Tindastól.
Meira

„Átti fyrirmynd í mömmu og ömmu minni sem voru síprjónandi og saumandi,,

Guðbjörg Árnadóttir er fædd og uppalin í Reykjavík og Garðabæ. Hún fluttist á Krókinn árið 1992 og hefur unnið á Dvalarheimilinu á Sauðárkróki í næstum tuttugu ár.
Meira

Pestó kjúklingaréttur og meðlæti

Sigrún Elva Benediktsdóttir var matgæðingur í tbl 5 á þess ári og er Sigrún fædd og uppalin á Sauðárkróki en flutti heim í fyrra sumar eftir að hafa búið síðustu tíu ár í Svíþjóð þar sem hún kynntist barnsföður sínum, Shaher, sem kemur frá Sýrlandi og eiga þau saman tvo stráka.
Meira

Sagnamaðurinn Einar Kárason í Kakalaskála í kvöld, 21. október

Sagnamaðurinn Einar Kárason fjallar um fólk og atburði frá Njálsbrennusögu ásamt Flugumýrartvisti eins og honum einum er lagið í Kakalaskála í kvöld, 21. október, kl. 20:00. Miðaverð á sýninguna er 3.900 kr. Opið á barnum og húsið er opnað kl. 18:30. Boðið verður upp á fiskisúpu eða grænmetissúpu að hætti Edu og Ingu Dóru fyrir sýninguna og kostar fiskisúpan 3.000 kr. og grænmetissúpan 2.500 kr á mann. Pantanir í síma 865-8227 eða á kakalaskali@gmail.com Verið Velkomin!
Meira

Fyrsti leikur Tindastóls í VÍS bikarnum á morgun, 22. október

Já nú er lag því ekki nóg með að strákarnir í mfl. hafi verið að spila í gær í deildinni þá byrjar VÍS bikarinn á morgun, 22. október, stuðningsmönnum Tindastóls til mikillar gleði. Leikurinn fer fram í Breiðholtinu á móti ÍR kl. 19:15 og hvetjum við enn og aftur alla þá sem halda með Tindastól að mæta á heimavöll ÍR og láta í sér heyra. Eins og Tindastóll hefur ÍR unnið alla sína leiki en þeir eru að spila í 1. deildinni þetta tímabilið en ég efast um að þeir ætli sér að leyfa Stólunum að valta yfir sig í þessum leik og má því búast við skemmtilegum körfubolta annaðkvöld. Áfram Tindastóll!
Meira

Skíðasamband Íslands heiðrar fimm aðila innan Skíðadeildar Umf. Tindastóls

Á þingi Skíðasambands Íslands sem haldið var á Króknum í gær, föstudaginn 20. október, voru fimm einstaklingar sem hafa unnið óeigingjarnt sjálfboðaliðastarf fyrir hönd Skíðadeildar Umf. Tindastóls heiðraðir fyrir sitt framlag til deildarinnar. Þeir voru; Sigurður Bjarni Rafnsson, Magnús Hafsteinn Hinriksson, Helga Daníelsdóttir, Hildur Haraldsdóttir og Sigurður Hauksson.
Meira

Grindavík tekur á móti Stólunum í kvöld

Þeir sem ekki vita það vita það þá núna að Tindastóll á leik á móti Grindavík í HS orku höllinni kl. 19:15 í kvöld. Við hvetjum alla stuðningsmenn Tindastóls á stór Reykjavíkursvæðinu að bruna í Grindavík og styðja við strákana. Við hin þurfum bara að öskra á imbakassann eða fylgjast með stattinu og tökum svo við keflinu í næsta heimaleik sem verður ekki á verri endanum því Valur mætir á Krókinn 27. október. Sá leikur verður eflaust erfiðari fyrir okkar menn en leikurinn í kvöld því Grindavík hefur ekki unnið neinn leik, tapaði bæði á móti Álftanesi og Hetti. Það verður því alvöru stemning á Króknum eftir viku. Áfram Tindastóll!
Meira