Skagafjörður

Rithöfundakvöld í Skagafirði

Fjórir rithöfundar heimsækja Skagafjörð miðvikudagskvöldið 15.nóvember klukkan 20:00. Það er sennilega mest viðeigandi að taka á móti þessum flottu höfundum á Héraðsbókasafni okkar Skagfirðinga við Faxatorg.
Meira

Forystufé og fólkið í landinu

Forystufé og fólkið í landinu er ný bók þeirra Guðjóns Ragnars Jónassonar og Daníels Hansen. Útgáfuhóf bókarinnar verður í Kakalaskála í Skagafirði, næstkomandi sunnudag, 12. nóvember klukkan 15:00. Boðið verður upp á upplestur úr nýútkominni bókinni, spjall og sýndar verða myndir úr forystufjárræktinni á Laufhóli svo fátt eitt sé nefnt.
Meira

Dagur umburðarlyndis

Á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra segir að í dag gengu nemendur og starfsfólk Höfðaskóla á Skagströnd eina mílu, í tilefni dags umburðarlyndis.
Meira

Tindastóll tekur á móti Stjörnunni

Meistaraflokkur karla í körfubolta tekur á móti Stjörnunni úr Garðabæ í Síkinu í kvöld og hefst leikurinn klukkan 19:15. Hamborgararnir á sínum stað frá 18:15 eins og fram kemur á Facebooksíðu deildarinnar. Tindastólsbúðin verður að sjálfsögðu opin og hægt að nálgast árskortin. Fjölmennum í Síkið. Áfram Tindastóll 
Meira

Stólastúlkur unnu Hamar/Þór Þ. með minnsta mögulega mun

Það var fínasta mæting í Síkið í gær þegar Stólastúlkur tóku á móti Hamar/Þór Þ., miðvikudaginn 8. nóvember. Hammararnir seldust upp og mikil spenna fyrir leiknum því gestirnir sátu í 2. sæti í deildinni og Stólastúlkur hafa verið að sækja í sig veðrið í síðustu leikjum og því von á kröftugum leik.
Meira

Lokað á skrifstofum sýslumanns á Norðurlandi vestra

Skrifstofur sýslumannsins á Norðurlandi vestra á Blönduósi og á Sauðárkróki verða lokaðar föstudaginn 17. nóvember og mánudaginn 20. nóvember. Erindum má beina á nordurlandvestra@syslumenn.is eða innheimta@syslumenn.is en þeim verður svarað þriðjudaginn 21. nóvember. Bendum einnig á stafrænar umsóknir á vef ef við á.
Meira

Riða og bætur til bænda

Fyrir skömmu undirritaði matvælaráðherra breytingu á reglugerð um útrýmingu á riðuveiki í sauðfé. Breytingin kveður á um að yfirdýralæknir geti framvegis lagt til við ráðherra niðurskurð á hluta þar sem riða greinist en ekki allrar hjarðarinnar líkt og reglugerðin hefur kveðið á um fram til þessa. Það er afar ánægjulegt að þessi breyting hafi loksins gengið í gegn og mikilvægt að vel takist til í framhaldinu.
Meira

Skýrslu um aðgerðir gegn riðuveiki skilað til matvælaráðherra

Í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu segir að sérfræðingahópur sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra skipaði 16. maí sl. hefur skilað skýrslu sem ber heitið „Aðgerðir gegn riðuveiki - ný nálgun með verndandi arfgerðum“.
Meira

Minkarækt leggst af í Skagafirði um áramót

Á Syðra- Skörðugili í Skagafirði hófst minkarækt árið 1983 en tveimur árum áður hafði verið byrjað á refarækt sem lauk árið 2002. Því hefur minkaræktin þar verið samfellt í fjörtíu ár. Nú er komið að tímamótum, greinin hefur átt undir högg að sækja síðustu átta ár og nú er komið að leiðarlokum. Feykir hafði samband við Einar E. Einarsson, loðdýrabónda á SyðraSkörðugili, sem segir þrátt fyrir allt að framtíðin sé spennandi, „er það ekki þannig að þegar einar dyr lokast að þá opnast aðrar.“
Meira

Þórður Ingi vann efstu deildina

Fjórða Kaffi Króks innanfélagsmót Pílukastfélags Skagafjarðar var 7. nóvember og mættu 19 einstaklingar til leiks. Spilað var í fjórum deildum að þessu sinni og var keppnin skemmtileg og spennandi eins og alltaf.
Meira