Skagafjörður

Minkur í hænsnakofa

Í síðustu viku réðist minkur til inngöngu í hænsnakofann á Tyrfingsstöðum á Kjálka í Skagafirði og drap þar fimm hænur og einn hana. Er þetta í annað skiptið á þessu ári sem minkur ræðst á hænsnin á bænum en fyrripart júlí sl. drap annar minkur fjórar hænur á bænum.
Meira

Halloween á Króknum - myndasyrpa

Halloween er yfirleitt fagnað þann 31. október en á Króknum var slegið í grikk og gott göngu seinnipartinn á laugardeginum í blíðskaparveðri með dass af smá kulda. Krakkarnir létu það að sjálfsögðu ekki á sig fá og fóru af stað alls konar skrímsli, draugar og furðuverur að sníkja smá gotterí. Feykir fór af stað á kústinum og tók nokkrar myndir ásamt því að fá í lið með sér Ragndísi Hilmarsdóttur sem var einnig með myndavélina á lofti.
Meira

Textar frá tveimur nemendum GaV

Á heimasíðu Grunnskóla austan Vatna segir að textasamkeppnin Fernuflug var haldin meðal íslenskra grunnskólanema í 8. - 10. bekk í septembermánuði og voru sendir inn 1.200 textar. Það er gaman að segja frá því að textar frá tveimur nemendum GaV voru valdir til birtingar á mjólkurfernum MS en alls verða birtir 48 textar.
Meira

Tap á móti Valsmönnum

Meistaraflokkur karla tók á móti Val sl. föstudagskvöld og var bæði geggjuð mæting og stemning í Síkinu sem minnti helst á úrslitaeinvígið í vor. Fyrir leikinn voru Helga Rafni Viggóssyni þökkuð störf hans fyrir fèlagið og fékk treyjan hans sinn stað uppi í rjáfri en hann hefur spilað hvorki meira né minna en 22 tímabil fyrir félagið. Geri aðrir betur. Farið verður yfir feril Helga Rafns í kynningarblaði Körfuknattleiksdeildar Tindastóls, Stóllinn 2023/2024, sem kemur út á næstu vikum og verður dreift í öll hús á Króknum. 
Meira

Stólastúlkur sigruðu Stjörnuna

Meistaraflokkur kvenna spilaði sinn fyrsta heimaleik í Síkinu sl. laugardag þegar þær fengu ungmennaflokk Stjörnunar í heimsókn. Lokatölur voru 85-65 fyrir Stólastúlkum og náðu þær þar með í sinn fyrsta sigur í vetur.
Meira

Deildarmyrkvinn sást vel á laugardagskvöldið

Laugardagskvöldið 28. október, fyrsta vetrardag, viðraði vel í Skagafirði og náði Elvar Már Jóhannsson þessari fallegu mynd af deildarmyrkvanum sem átti sér stað milli kl.19:35 og 20:53. Deildarmyrkvi var að þessu sinni lítill en þegar mest var hylur skuggi jarðar 6% af tunglskífunni. Tunglið lítur þá út eins og tekinn hafi verið örlítill biti úr syðsta hluta þess og náði myrkvinn hámarki um 20:15. Síðast varð tunglmyrkvi fyrsta vetrardag, þann 27. október, árið 1901 og var þá deildarmyrkvi líka, ekkert ósvipaður þeim sem sást á laugardaginn.
Meira

Ný dælustöð tengd og ekkert heitt vatn á meðan

Í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum segir að þann 1. nóv. kl. 10. verður unnið að tengingum í nýrri dælustöð við bæinn Marbæli. Sökum þessa verður heitavatnslaust frá Marbæli að Birkihlíð, suðurhluta Hegraness og Hofstaðaplássi frá kl. 10 á morgun 1. nóv. og fram eftir degi.
Meira

Eyþór Fannar Sveinsson hefur verið ráðinn í starf Sölu- og markaðsstjóra hjá Steinull hf.

Í fréttatilkynningu frá Steinull kemur fram að Eyþór Fannar Sveinsson hafi verið ráðin í starf Sölu- og markaðsstjóra hjá Steinull hf. Starfið var auglýst um miðjan september og sá Hagvangur um umsóknir og ráðningarferlið í samráði við Steinull og alls bárust 12 umsóknir um starfið. 
Meira

Riða í Húnaþingi vestra

Eitt skimunarsýni frá bænum Stórhóli í Húnaþingi vestra reyndist jákvætt fyrir riðu. Um er að ræða sýni úr einni tveggja vetra á, en sýni eru tekin úr öllu fullorðnu fé sem sent er til slátrunar og þau rannsökuð með tilliti til riðu. Ekki hafði borið á sjúkdómseinkennum hjá kindinni eða hjá öðrum kindum á bænum. Riða greindist síðast á bænum árið 2006 en á nágrannabæ árið 2021. Bærinn Stórhóll tilheyrir Húna- og Skagahólfi og er undirbúningur fyrir áframhaldandi aðgerðir kominn í gang.
Meira

"Skemmtilegast finnst mér að prjóna á litla fólkið í kringum mig"

Sigurbjörg Kristrún eða Kristrún eins og hún er oftast kölluð er fædd og uppalin í Skagafirði og hefur búið þar nánast allt sitt líf. Kristrún hefur unnið á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki í um 30 ár og unnið við hin ýmsu störf þar. Hún útskrifaðist sem sjúkraliði 1996 og svo sem hjúkrunarfræðingur árið 2000, Kristrún segir að hún hefði ekki getað valið betri starfsvettvang því þetta er fjölbreytt og afar gefandi starf.
Meira