Skagafjörður

Á náttföt, alls konar peysur og kjól

Í Raftahlíðinni á Króknum býr Hafdís Hrönn Bjarkadóttir níu ára stelpuskott, ásamt móður sinni, Stefaníu Ósk, föður, Bjarka Þór, og yngri systur, Ásdísi Pálu. Hafdís Hrönn er svo heppin að eiga litla hvíta Miniture schnauzer eða dvergschnauzer tík sem heitir Hneta.
Meira

Sæti í úrslitakeppninni hangir á bláþræði

Það skiptast á skin og skúrir í körfuboltanum. Síðasta vor flugu Stólar og stuðningsmenn með himinskautum. Nú á liðið einn og einn góðan leik og þrátt fyrir að Stólarnir hafi aldrei haft jafn öflugan leikmannahóp á sínum snærum er átakanlegt að horfa á liðið kasta frá sér sigri sí ofan í æ. Í dag endurtók sagan sig á Egilsstöðum þar sem lið Hattar snéri leiknum við í fjórða leikhluta og skaust upp fyrir lið Tindastóls í deildinni og tryggði sér um leið sæti í úrslitakeppninni. Lokatölur 87-82 og nú er staðan sú að ef Höttur vinnur sinn leik í lokaumferðinni og Stjarnan og Tindastóll sína, þá eru meistararnir komnir í sumarfrí, en tapi Höttur þá fer Stjarnan í frí. Það verða því nagaðar neglur næstu daga í Skagafirði og víðar.
Meira

Grafin gæs og bleikja

Matgæðingar vikunnar i tbl. 18 í fyrra voru Eiður Baldursson og Þórey Gunnarsdóttir í Fellstúninu á Króknum. Eiður og Þórey eiga og reka Grettistak veitingar en Þórey er einnig grunnskólakennari og vinnur við það. Þau eiga saman fjögur börn, Söndru Sif, Sólveigu Birtu, Arnar Smára og Árdísi Líf. Eiður var ekki lengi að taka ákvörðun um hvað ætti að bjóða upp á í þessum matarþætti og fáum við hér uppskriftir að grafinni gæs og hægeldaðri bleikju. 
Meira

HEITASTA GJÖFIN - „Kaldsvitnaði yfir að muna ekki trúarjátninguna“

Þórður Karl Gunnarsson fæddist á Siglufirði á því herrans ári 1985 en flutti svo á Krókinn árið 1990. Þórður, sem býr í Eyrartúninu á Sauðárkróki, er giftur Arneyju Sindradóttur og eiga þau saman þrjú börn, þau Gunnar Atla, Ólaf Bjarna og Eldeyju Sif. Foreldrar Þórðar eru Auður Haraldsdóttir og Gunnar Björn Rögnvaldsson. Þórður vinnur á Stoð verkfræðistofu ehf.
Meira

AÐSENT - Jón Stefán Gíslason: Hrakfallabálkur af hálendinu, febrúar 1973

Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð var stofnuð 17. október árið 1971. Hún byggði á hugsjón heimamanna, fyrirmynd úr Reykjavík og að miklu leiti vegna áhuga Brynleifs Tobíassonar á flugi. Með aukinni umferð lítilla flugvéla blasti við að slys eða óhöpp gætu orðið tíðari og ekki alltaf á aðgengilegum stöðum. Mannkraftur var nógur og í góðu formi en tækjakostur enginn. Við fengum aðstöðu í Gamla Lundi sem þá stóð auður og var í eigu Sigurpáls Árnasonar.
Meira

Sigríður Hrund lagði land undir fót

Fyrsta legg hringferðar Sigríðar Hrundar um landsbyggðina er nú lokið. Sigríður Hrund lagði land undir fót og heimsótti fjóra staði á Norðurlandi; Sauðárkrók, Siglufjörð, Dalvík og Akureyri og voru viðtökur góðar. Markmiðið var að eiga beint og milliliðalaust spjall við þjóðina á heimavelli og heppnaðist það vel. Mæting var góð og sköpuðust innihaldsríkar umræður. Sigríður kom líka í hádegisspjall á Hvammstanga og heimsótti Dalamenn.
Meira

,,Færið eins og að skíða í sykri"

Guðrún Hildur Magnúsdóttir er 45 ára, frá sveitabænum Stað á Ströndum. Hennar maður, stoð og stytta, er Magnús Thorlacius og eiga þau saman einn strák, Víking Tý. Guðrún vinnur á Bílaverkstæði KS sem lager- og þjónustustjóri. Þegar Feykir hafði samband við Guðrúnu var hún að lenda frá Svíþjóð eftir að hafa farið þangað til að taka þátt í lengstu gönguskíðakeppni í heimi.
Meira

„Í hæsta máta óeðlileg vinnubrögð“

Kröfur fjármálaráðuneytisins um eignarhald á eyjum og skerjum, sem byggðar eru á vinnu óbyggðanefndar, hafa komið mörgum spánskt fyrir sjónir og hafa síður en svo slegið í gegn. Hér á Norðurlandi vestra slær óbyggðanefnd til að mynda eign ríkisins á 105 eyjar, hólma, björg og sker og þar á meðal Drangey, Þórðarhöfða og Hrútey í Blöndu svo eitthvað sé talið til. Það fellur síðan í hlut réttmætra eigenda að sanna eignarhald sitt.
Meira

Forsvarsfólk helstu fiskeldisfyrirtækja landsins heimsótti Hóla

Forsvarsfólk helstu fiskeldisfyrirtækja landsins heimsótti Hóla á dögunum til þess að taka þátt í vinnustofu um verknám í fiskeldi. Sagt er frá því á heimasíðu Háskólans á Hólum að vinnustofan var liður í norræna samstarfsverkefninu BRIDGES sem hefur það meðal annars að markmiði að efla samstarf skóla og iðnaðar.
Meira

„Þetta getur enginn gert nema þjóðkirkjan“ - Elínborg Sturludóttir skrifar

...Þjóðkirkjan er stór og sterk stofnun. Ég fullyrði að engin hreyfing í landinu býr að eins stórum og virkum hópi fólks í sínum röðum nema ef vera skyldi björgunarsveitirnar, sem við eigum svo margt að þakka. Því þarf að hlúa að söfnuðunum sjálfum, sem eru grunneining þjóðkirkjunnar, í sveit og í borg. Biskup á að fara fyrir því að efla söfnuðina, styðja þá og styrkja með öllum ráðum...
Meira