Íslandsmótið í Boccia á Sauðárkróki
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
17.10.2023
kl. 12.20
Gróska íþróttafélag fatlaðra stendur fyrir einstaklingskeppni í Boccia í Íþróttahúsinu á Sauðárkrók um næstu helgi. Von er á að rúmlega 160 keppendur verði á mótinu og með aðstoðarfólki verða þetta um 250 manns sem von er á í fjörðinn um helgina. Mótið hefst með mótssetningu kl 9:30 á laugardagsmorgni og keppni byrjar kl 10:00 og stendur til rúmlega 20:00. Síðan hefst mótið aftur kl 9:00 á sunnudagsmorgun og stefnt er á að því ljúki um 14:30. Verðlaunaafhending er að keppni lokinni. Lokahóf verður svo í Miðgarði á sunnudagskvöld frá kl 18:30 til um það bil 23:00 með mat og dansi.
Meira