Skagafjörður

Elísa Bríet og Saga Ísey boðaðar á U-16 landsliðsæfingar 6.-8. nóvember

Þórður Þórðarson landsliðsþjálfari U-16 kvenna hefur boðað Elísu Bríeti Björnsdóttur og Sögu Ísey Þorsteinsdóttur til æfinga með U-16 landsliðshópnum sem fara fram í Miðgarði, knattspyrnuhúsinu í Garðabæ, dagana 6.- 8. nóvember.  
Meira

Búið að draga í 16 liða úrslit í Vís bikarnum

Dregið var í 16 liða úrslit VÍS bikars karla og kvenna miðvikudaginn 25. október og spilar Mfl. kvenna á móti Njarðvík dagana 9-10. desember. Mfl. karla spilar svo á móti Breiðablik dagana 10-11. desember. Viðureign mfl. kvenna verður þeim erfið þar sem Njarðvík situr í 3. sæti í Subway-deildinni með átta sig eftir fjóra sigra og tvö töp. Tindastóll situr aftur á móti í 7. sæti í 1. deildinni eftir tvo spilaða leiki sem báðir, því miður, töpuðust. Leikur meistaraflokks karla ætti hins vegar að vera í auðveldari kanntinum þar sem Breiðablik situr í neðsta sæti Subway-deildarinnar með núll stig eftir þrjá leiki en Stólastrákarnir sitja í 2. sæti en eru jafnir stigum við Njarðvík sem situr á toppnum.
Meira

Fullt hús og gríðarleg stemning

Minningartónleikar Skúla Einarssonar sem fram fóru í Félagsheimilinu á Hvammstanga laugardaginn 21. október, „gengu vonum framar og stemningin var gríðarleg, salurinn fylltist. Ég taldi ekki sjálfur inn en það gengur um sú saga að milli 220 og 230 manns hafi mætt, “ segir Guðmundur Grétar, annar af skipuleggjendum tónleikanna.
Meira

Aðalheiður Bára lenti í 2. sæti á Íslandsmóti ÍF sem haldið var á Króknum í flokki BC 1 til 5

Um sl. helgi fór fram Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í boccia í Síkinu á Sauðárkróki. Sigurjón Sigtryggsson frá Snerpu kom sá og sigraði og fagnaði Íslandsmeistaratitli í 1. deild í fyrsta sinn en einn keppandi frá Grósku, íþróttafélagi fatlaðara í Skagafirði, lenti í verðlaunasæti á mótinu. Það var Aðalheiður Bára Steinsdóttir sem lenti í 2. sæti í flokknum BC 1 til 5.
Meira

Fræðslufundaröðin - Ræktun gegn riðu - byrjar í næstu viku

Dagana 30. október - 2. nóvember mun riðusérfræðingurinn Dr. Vincent Béringue taka þátt í fræðslufundaröðinni Ræktun gegn riðu sem haldin verður víðs vegar um landið ásamt sérfræðingum frá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins, Matvælastofnun, Landbúnaðarháskóla Íslands, Keldum og Bændasamtökum Íslands. Ástæðan fyrir þessum fundum er sú að niðurstöður úr brautryðjandi rannsóknum á næmi arfgerða gegn riðu liggja nú fyrir og á að kynna þær. 
Meira

Alexandra Chernyshova með tónleika í Hannesarholti í Reykjavík í kvöld, 26. október

Hin glæsilega Alexandra Chernyshova verður með tónleika í Hannersarholti í Reykjavík fimmtudaginn 26. október og byrja þeir kl. 20. Þessi tónleikar eru tileinkaðir 20 ára ævintýri hennar á Íslandi. Þá segir hún að þar sem stór partur hennar óperu og söngverkefnum áttu sér stað í Skagafirði væri gaman að sjá Skagfirðinga á svæðinu.
Meira

Leiðari: Hvar er krummi?

Leiðari vikunnar er meira svona hugleiðing um hvað varð af krummanum hér á Króknum því á tal við Feykisfólkið kom ágætur áskrifandi sem hafði áhyggjur, já eða skildi ekki hvað hefði orðið af krumma. Þannig vill til að þar sem maðurinn heldur til við sín störf hafa yfirleitt verið nokkuð mörg krummapör í gegnum árin og hann fylgst með þeim og taldi, þegar mest var, um 17 pör.
Meira

Uppskeruhátíð æskulýðsdeildar Skagfirðings

Á Facebook- síðu Hestamannafélagsins Skagfirðings segir að uppskeruhátíð æskulýðsdeildar Skagfirðings fór fram sunnudaginn 22. október, þar sem veitt voru verðlaun fyrir tímabilið og farið yfir næsta vetur. Pollarnir þeirra fengu öll þátttökuverðlaun fyrir flottan árangur. 
Meira

Jól í skókassa

Feykir sagði frá verkefninu Jól í skókassa ekki margt fyrir löngu, nú er að verða komið að þessu. Skila þarf inn skókössunum mánudaginn 30. október í Safnaðarheimilinu á Sauðárkróki frá 17:00-20:00.
Meira

Sjónhorn vikunnar er komið út eins og alla miðvikudaga:)

Það er margt skemmtilegt hægt að lesa í Sjónhorni vikunnar. Nú fer t.d. hver að verða síðastur í að sjá bráðskemmtilega leikritið um Benedikt Búálf, Dagskrá fyrir málþing til heiðurs Jóni Bjarnasyni, Tónleikar hjá Karlakór Bólstaðahlíðarhrepps og hreppamanna, hrekkjavaka í Glaumbæ og ýmislegt fleira....
Meira