Skagafjörður

Fjölmiðlanefnd úthlutaði Nýprent ehf. rekstrarstyrk

Í vikunnu tilkynnti Fjölmiðlanefnd hvaða einkareknu fjölmiðlar fengu rekstrarstuðning árið 2023 en alls bárust 28 umsóknir þar sem alls var sótt um að upphæð 962 milljónum kr. Þremur umsóknum var synjað, því þær uppfylltu ekki öll skilyrði fyrir rekstrarstuðningi, en til úthlutunar voru rúmar 470 milljónir. Árvakur hf. og Sýn hf. fengu hæstu styrkina eða rúmar 107 milljónir hvor en Nýprent á Sauðárkróki, sem gefur út Feyki og heldur úti Feykir.is, fékk að þessu sinni stuðning sem nemur 5.950.249 kr.
Meira

Uppbyggingarsjóði bárust 103 umsóknir

Á vef SSNV kemur fram að miðvikudaginn 1. nóv. sl. rann út umsóknarfrestur um styrki til Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra fyrir árið 2024. Alls bárust 103 umsóknir þar sem óskað var eftir rúmum 221 milljón kr. í styrki. Er þetta aukning um 5% í umsóknum frá síðasta ári. Til úthlutunar eru rúmar 70 milljónir kr.
Meira

Pósturinn hættir fjöldreifingu á landsbyggðinni 1. janúar 2024

Í tölvupósti sem barst áðan til Nýprents segir að pósturinn hættir alfarið að dreifa fjölpósti frá og með 1. janúar 2024. Fjöldreifingu var hætt á suðvesturhorni landsins árið 2020 en fjölpósti var hins vegar áfram dreift á landsbyggðinni, einkum þar sem ekki var kostur á öðrum dreifingaraðila. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að hætta þeirri dreifingu einnig. Þessar breytingar eiga eftir að hafa umtalsverða þýðingu fyrir útgáfu Sjónhornsins og sérblöðum Feykis eins og Fermingarblaðinu og Jólablaðinu því sá póstur flokkast sem fjölpóstur þar sem hann er ekki merktur viðtakanda og dreift í öll hús á tilteknum svæðum á Norðurlandi vestra. 
Meira

Formleg opnun tveggja nýrra vega og brúar

Í dag mánudaginn 6. nóvember klukkan 14:30 munu Sigurður Ingi Jóhannsson og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, opna formlega nýja Þverárfjallsveginn í Refasveit og Skagastrandarveg um Laxá. Klippt verður á borða við ný gatnamót Þverárfjallsvegar og Skagastrandarvegar. Framkvæmdir hófust haustið 2021 og voru áætluð verklok í nóvember 2023. Umferð var hleypt á nýja veginn í síðasta mánuði. 
Meira

Uppbygging Alexandersflugvallar sem varaflugvallar

Kostir þess að byggja upp Alexandersflugvöll á Sauðárkróki sem varaflugvöll verða æ ljósari vegna staðsetningar hans og einstakra flugskilyrða. Fyrir skemmstu mælti ég aftur fyrir tillögu þess efnis á alþingi. Við höfum verið rækilega minnt á það að undanförnu hve mikilvægt það er að hafa varaflugvelli sem eru vel í sveit settir og bjóða upp á sem tryggast aðgengi, bæði úr lofti en ekki síður landleiðina þannig að ávallt sé hægt að koma farþegum áleiðis og um sem stystan veg. Jarðhræringar sem ekki sér fyrir endann á, skapa óvissuástand hvað varðar flug á Reykjanesi og við sáum hvernig staða getur komið upp, líkt og síðastliðinn vetur þegar vegsamgöngur á milli Keflavíkur og Reykjavíkur lokuðust vegna óveðurs. Hluta þess tíma var ekki hægt að fljúga um Akureyrarflugvöll vegna skilyrða þar og aukinheldur lokaðist vegurinn landleiðina um tíma. Allan þennan tíma var hinsvegar, fært til Sauðárkróks og fullbúinn Alexandersflugvöllur hefði getað þjónað flugumferð til og frá landinu.
Meira

Stólastúlkur sigruðu Ármann

Þau gleðitíðindi bárust, seinnipartinn á sunnudaginn, að Stólastúlkur sigruðu Ármann 55-70 í laugardagshöllinni og er þetta í fyrsta skipti sem Tindastóll sigrar Ármann í kvennaboltanum.. Ekki nóg með það þá bættist einn nýr leikmaður við liðið fyrir leikinn og virðist sem allt sé að smella hjá Stólastúlkum þessa dagana.
Meira

Íþróttagarpurinn Birgitta Rún Finnbogadóttir frá Skagaströnd

Birgitta Rún Finnbogadóttir er 15 ára fótboltastelpa sem býr á Hólabrautinni á Skagaströnd. Fótboltasumarið hennar hefur verið hreint ævintýri en hún og vinkona hennar á Skagaströnd, Elísa Bríet Björnsdóttir, komu heldur betur á óvart með meistaraflokki Tindastóls í sumar og voru búnar að festa sér sæti í hópnum og farnar að spretta úr spori í Bestu deildinni. Sennilega ekki eitthvað sem þær áttu von á í vor þegar tímabilið var að hefjast. Birgitta er því íþróttagarpurinn í Feyki að þessu sinni og fær svo nokkrar aukaspurningar tengdar sumrinu.
Meira

Þorskur með pistasíusalsa, sætkartöflumús og sojasmjörsósu

Matgæðingur vikunnar í tbl. 7 á þessu ári var Dagný Huld Gunnarsdóttir í Iðutúninu á Króknum. Dagný er gift Hirti Elefssen og eiga þau saman fjögur börn. Dagný vinnur á leikskólanum Ársölum og Hjörtur á Vélaverkstæði KS. „Takk kærlega fyrir Sigrún að skora á mig. Þú hefðir nú heldur átt að skora á hann Hjört þar sem hann er snillingur í eldhúsinu. En þessar uppskriftir eru í miklu uppáhaldi hjá okkur, njótið.“
Meira

Burnirót í Huldulandi

Í Huldulandi í Skagafirði búa hjónin María Eymundsdóttir og Pálmi Jónsson og hafa þau undanfarin ár verið að prófa sig áfram í ræktun burnirótar sem nytjaplöntu. Burnirótin er gömul og vel þekkt lækningajurt og allmikið rannsökuð. Björn í Sauðlauksdal sagði í Grasnytjum að hún væri góð við ,,ógleði” en þá var átt við að manni væri ekki glatt í geði. Nútíma rannsóknir hafa staðfest að hún getur haft jákvæð áhrif á andlega líðan.
Meira

Dalla á tímamótum

Í 39. tölublaði Feykis var birt viðtal við séra Döllu Þórðardóttur sem nú er á tímamótum. Um miðjan septembermánuð sagði Feykir frá því að séra Dalla Þórðardóttir hefði lagt fram beiðni til biskups Íslands um lausn frá embætti. Séra Dalla tók við embætti í Miklabæjarprestakalli í júníbyrjun 1986. Hún er fædd í Reykjavík 21. mars 1958, elst fjögurra systra, alin upp í höfuðstaðnum til að byrja með og var í Miðbæjarskóla í 7 ára bekk en flutti svo í Kópavoginn. Foreldrar hennar eru Þórður Örn Sigurðsson, latínu- og spænskukennari með meiru og sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir sem var fyrsta konan til að taka prestvígslu á Íslandi árið 1974, en það höfðu verið skiptar skoðanir á því hvort leyfa ætti konum að vinna þetta starf.
Meira