Skagafjörður

Ný ljóðabók eftir Gísla Þór Ólafsson

Væntanleg er ljóðabókin, Hafið... 20 cm í landabréfabók. Boðið er upp á sammannlegar hugleiðingar á mannamáli og stiklað á stóru um hugðarefni rúmlega fertugs karlmanns og sýn hans á lífið.
Meira

Tap á móti KR um sl. helgi hjá mfl. kvenna

Meistaraflokkur kvenna í körfubolta hélt í Vesturbæinn 15. október, þar sem þær léku á móti KR. Stelpunar í KR náðu strax yfirhöndina í leiknum og lauk fyrsta leikhluta þeim í hag þar sem þær höfðu skorað 25 stig á móti 16 hjá Tindastól.
Meira

Vel heppnað haustþing SSNV að baki

Á vef SSNV kemur fram að 7. haustþing SSNV fór fram fimmtudaginn 12. október og var haldið á Hótel Laugarbakka í Húnaþingi vestra. Þingið var afar vel sótt. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, Arnar Þór Sævarsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, Stefán Vagn Stefánsson, alþingismaður Norðvesturkjördæmis og kjörnir fulltrúar á Norðurlandi vestra voru meðal gesta.
Meira

Glæsilegur árangur hjá Ægi á Íslandsmótinu í CrossFit

Íslandsmótið í CrossFit hófst í CF Rvk þann 12. október og var Króksarinn Ægir Björn Gunnsteinsson einn af keppendum- þessa móts. Keppti var í mörgum aldursflokkum í bæði karla og kvennaflokki og að auki var keppt í opnum flokki, sem var stærsti flokkurinn, og í honum keppti Ægir.
Meira

Hekla Guðrún vann Nemakeppni Kornax 2023

Sú skemmtilega keppni, Nemakeppni í bakaraiðn, var haldin 6. október sl. en úrslitakeppnin var svo haldin fimmtudaginn 12. og föstudaginn 13. október í Hótel- og matvælaskólanum, bakaradeild Menntaskólans í Kópavogi og átti Norðurland vestra tvo fulltrúa í þessari keppni, skagstrendinginn Heklu Guðrúnu Þrastardóttur hjá Hygga Coffee & Micro bakary og Hugbjörtu Lind Möller, sem vinnur í Sauðárkróksbakaríi.
Meira

Hrekkjavaka í Glaumbæ

Það verður hryllilega gaman í Glaumbæ laugardaginn 28. október frá kl. 18-21. Sýningarnar í gamla bænum taka á sig skuggalega mynd og Miklabæjar-Sólveig og fleiri fara á stjá. Í baðstofunni verða draugasögur og fróðleikur um gömul hindurvitni og uppruni hrekkjavökunnar til umfjöllunar. Í Áshúsi verður smá vinnustofa fyrir yngri kynslóðina þar sem hægt verður að skera út grasker og rófur. Einnig verður mögulegt að kaupa léttar veitingar. Börn 12 ára og yngri skulu vera í fylgd með fullorðnum og það gæti verið betra fyrir viðkvæmar sálir á öllum aldri að hafa fylgdarfólk sér til halds og trausts.
Meira

Bleikt boð á Löngumýri í Skagafirði

Í tilefni af bleikum október verður haldið Bleikt boð til styrktar Krabbameinsfélagi Skagafjarðar, fimmtudagskvöldið 26. október á Löngumýri. Húsið opnar kl. 18:30
Meira

Var geld en samt ekki!

Á fréttavefnum Trolli.is segir að Haraldur Björnsson, jafnan nefndur Halli Bó, sem er með fjárbúskap “suður á firði”, eigi á sem nefnist Snjólaug og sé fjögurra vetra gömul. Það er nú ekkert fréttnæmt í því nema fyrir þær sakir að Snjólaug hefur tvisvar borið einlembing en þegar hún var sett í sónar sl. vetur kom í ljós að hún væri geld.
Meira

Benedikt búálfur hjá Leikfélagi Sauðárkróks

Leikfélag Sauðárkróks frumsýndi á föstudaginn var söngleikinn um Benedikt búálf. Benedikt búálf þekkja vel flestir, um er að ræða einn allra þekktasta barnasöngleik þjóðarinnar og skemmtilegt ævintýri eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson með grípandi lögum og tónlist sem Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson gerði og söngtextar eftir Andreu Gylfadóttir og Karl ÁgústÚlfsson.
Meira

Töfrar leikhússins í sinni skærustu mynd

Síðastliðinn sunnudag fór ég á Sauðárkrók til að sjá Benedikt búálf í uppfærslu Leikfélags Sauðárkróks og í leikstjórn Gunnars Björns Guðmundssonar. Ég fór af stað með því hugarfari að fara á barnasýningu sem mögulega myndi skilja eftir svona gott í hjartanu tilfinningu, en vá og aftur vá. Þessi sýning hjá leikfélagi Sauðárkróks lyfti mér úr sætinu og töfraði mig upp úr skónum, ég sveiflaðist svo gjörsamlega með hverri einustu sveiflu á sviðinu að það var eins og ég væri stödd í Álfheimum.
Meira