Skagafjörður

Sigurður Bjarni Rafnsson nýr sláturhússtjóri

Fyrr á þessu ári var sagt frá því að Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðasviðs Kaupfélags Skagfirðinga, hefði ákveðið að láta af störfum hjá Kaupfélagi Skagfirðinga eftir 27 ára starf fyrir félagið. Ágúst starfar til 1. desmeber næstkomandi. 
Meira

Jólamarkaðir í Lýdó

Jólamarkaðirnir verða tveir í Lýtingstaðahreppi hinum forna í Skagafirði laugardaginn 18. nóvember næstkomandi.
Meira

Fræðsludagur UMSS

Fræðsludagur UMSS 2023 verður haldinn í Ljósheimum 16. nóvember og hefst hann kl. 17:30.
Meira

Eigið fé Green Highlander ehf. var 807 milljónir í árslok 2022

Á heimasíðu Viðskiptablaðsins segir að Green Highlander ehf., sem á og rekur lúxushótelið Deplar Farm í Fljótum, hafi hagnast um 103 milljónir króna í fyrra.
Meira

Opnað fyrir umsóknir um framlög til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða – C1

Innviðaráðherra auglýsir eftir umsóknum um framlög sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036 vegna verkefna sem tengjast aðgerð C.1 Sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða.Veitt verður allt að 130 milljónum kr. fyrir árið 2024.
Meira

Jólamarkaður í Hillebrandtshúsinu á Blönduósi

Dagana 24.-26. nóvember og 8.-10. desember verður jólamarkaður í gamla bænum á Blönduósi í Hillebrandtshúsinun. Markaðurinn verður opinn á föstudag frá 16:00-20:00 og laugardag og sunnudag frá 14:00-18:00.  
Meira

Íþróttir í sólarhring

Á heimasíðu Varmahlíðarskóla segir að 10. bekkur þreytir nú íþróttamaraþon í íþróttahúsinu. Löng hefð er fyrir þessu maraþoni og taka starfsmenn og foreldrar virkan þátt. Dagskráin er mjög fjölbreytt og hafa allir nemendur skólans tekið þátt í leikjum og dansi með þeim. 10. árgangur keppti einnig á móti starfsmönnum í bandí og bauð starfsfólki upp í dans. M.a. sem þau ætla að gera í maraþoninu er að spila fótbolta, synda, hjóla á þrekhjóli, dansa, gera teygjur og margt fleira.
Meira

Svekkjandi tap á móti Stjörnunni

Meistaraflokkur karla tók á móti Stjörnunni í Síkinu fimmtudaginn 9. nóvember. Stjarnan var búin að vera á blússandi siglingu fram að þessum leik og máttu því Stólarnir eiga vona á kröftugum leik þar sem fréttir bárust að Pétur Rúnar yrði með í leiknum.
Meira

Hvöt átti eitt lið á Goðamóti Þórs í 5. flokki drengja

Á Facebook-síðu Knattspyrnudeildar Hvatar segir að Hvöt hafi sent frá sér eitt lið í 5. flokki drengja á Goðamót Þórs sem haldið var í Boganum á Akureyri sl. helgi. Er þetta mót algjör veisla fyrir unga knattspyrnuiðkendur og gekk ýmislegt á eins og fylgir svona mótum. Liðið vann nokkra góða sigra, gerði eitt jafntefli en einnig nokkur svekkjandi töp í hörku leikjum en allt er þetta mjög lærdómsríkt fyrir liðið og fer því beint í reynslubankann. Flottir strákar hér á ferðinni sem verður gaman að fylgjast með í framtíðinni. Áfram Hvöt!
Meira

Nýr dragnótabátur í Skagafjarðarhöfn

Miðvikudagskvöldið 8. nóvember sigldi inn í Skagafjarðarhöfn dragnótabáturinn Hafdís SK 4, sem FISK Seafood hefur tekið á leigu í eitt ár. „Báturinn er lítill og nettur 18 metra langur stálbátur, áður Hafborg EA 242, og er hann hagkvæmur í rekstri og eyðir lítilli olíu. FISK Seafood hefur undanfarin misseri verið að bæta við sig varanlegum aflaheimildum í skarkola, steinbít, þykkvalúru og langlúru. Með tilkomu nýs Fiskmarkaðs, sem opnaði á Króknum í apríl sl., hafa aukist möguleikar til löndunar á öðrum fisktegundum sem á að gera tilraun með að veiða í Skagafirðinum.“ segir Jón Kristinn Guðmundsson hjá FISK Seafood.
Meira