Skagafjörður

Málþing um torfarfinn í Kakalaskála

Byggðasafn Skagfirðinga stendur fyrir málþingi um torfarfinn í Kakalaskála í Skagafirði þann 8. nóvember næstkomandi, frá kl. 11–15. Þingið er tileinkað Sigríði Sigurðardóttur, Sirrí í Glaumbæ, fyrrverandi safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, í tilefni af stórafmæli hennar en hún varð sjötug á dögunum. Fjallað verður um torfarfinn frá ýmsum hliðum á málþinginu.
Meira

Álfhildur fer fyrir lista VG í Norðvesturkjördæmi

Framboðslisti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi var samþykktur á kjördæmisráðsfundi hreyfingarinnar í Norðvesturkjördæmi í gærkvöldi. Eins og greint var frá í síðustu viku hafði oddviti VG í kjördæmi, Bjarni Jónsson, sagt skilið við flokkinn og því ljóst að nýr oddviti færi fyrir lista VG. Það kom svo í ljós í gær að það er Álfhildur Leifsdóttir, kennari og sveitarstjórnarmaður í Skagafirði, sem leiðir listann.
Meira

Rjúpnaveiðitímabilið að hefjast

Rjúpnaveiðitímabilið hefst þann 25. október 2024 nk. og er veiði heimil föstudaga til þriðjudaga (báðir dagar meðtaldir) innan veiðitímabils. Því er ekki heimilt að veiða miðvikudaga og fimmtudaga.
Meira

Kynningarfundur Target Cicurlar - áhrifaríkar sjálfbærniaðgerðir og auðveldari ákvarðanataka

Verkefnið Target Circular stendur fyrir kynningarviðburði á stefnumótunaraðferð fyrir frumkvöðla og fyrirtæki á Gránu, Sauðárkróki, miðvikudaginn 23. Október og hefst viðburðurinn klukkan 10:30. Kallað er eftir þátttöku frá ráðgjöfum um allt land sem veita aðstoð til frumkvöðla og fyrirtækja.
Meira

Hver er maðurinn og hvað vill hann upp á dekk? | Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar

Á fjölmennu kjördæmisþingi Sjálfstæðismanna sunnudaginn 20. október sl. hlaut undirritaður kosningu í 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningar sem fram fara þann 30. nóvember 2024. Fyrir þann stuðning er ég afar þakklátur og mun nálgast komandi verkefni bæði af auðmýkt en ekki síður metnaði fyrir hönd kjördæmisins alls.
Meira

Ragnhildur og Sigurður ráðin til Eims

Eimur hefur ráðið Ragnhildi Friðriksdóttur og Sigurð Líndal Þórisson sem verkefnastjóra félagsins á Norðurlandi vestra. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Eimi.
Meira

Fullt út úr dyrum í útgáfufögnuðinum hjá Magnúsi

Feykir sagði frá því um helgina að í tilefni útkomu bókarinnar Öxin, Agnes og Friðrik eftir Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum yrði haldin útgáfuhátíð í Reykjavík í gær. Það er skemmst frá því að segja að það var fullt út úr dyrum í Penninn Eymundsson í Austurstræti.
Meira

Stólarnir með vasklega framgöngu í VÍS bikarnum

Stólarnir skelltu Skagamönnum í gærkvöldi þegar liðin mættust í 32 liða úrslit VÍS bikarsins en leikið var á Akranesi fyrir framan um 300 áhorfendur. Heimamenn fóru vel af stað en undir lok fyrsta leikhluta hnikluðu gestirnir vöðvana og náðu undirtökunum í leiknum. Það bar kannski einna helst til tíðinda að Davis Geks fót með allt fjalasafnið sitt með sér í leikinn og gerði átta 3ja stiga körfur í ellefu tilraunum. Lokatölur leiksins voru 81-107 og Stólarnir komnir með miða í 16 liða úrslit bikarsins.
Meira

Arna Lára vill leiða lista Samfylkingarinnar

Arna Lára Jóns­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Ísa­fjarðar, hef­ur ákveðið að gefa kost á sér til þess að leiða lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Norðvest­ur­kjör­dæmi en BB.is segir í frétt að Arna Lára hafi undanfarna daga verið sterklega orðuð við framboð fyrir Samfylkinguna.
Meira

Íbúafundur vegna deiliskipulagstillögu fyrir „Skógargötureitinn“

Skipulagsnefnd Skagafjarðar boðar til íbúafundar föstudaginn 25. október nk. kl.16-17 í Ljósheimum í Skagafirði vegna deiliskipulagstillögu fyrir Skógargötureitinn á Sauðárkróki.
Meira