Skagafjörður

Fátækara samfélag án félagsheimilisins okkar

Líkt og Feykir greindi frá í síðustu viku þá ákvað byggðarráð Skagafjarðar að félagsheimilin Skagasel og Félagsheimilið í Rípurhreppi yrðu sett á sölu. Ekki eru allir sáttir við þá ákvörðun og nú hafa Íbúasamtök Hegraness sent opið bréf til meirihluta sveitarstjórnar Skagafjarðar og Byggðalistans þar sem skorað er á meirihluta sveitarstjórnar Skagafjarðar að draga tafarlaust til baka áform um sölu Félagsheimilis Rípurhrepps og hefja raunverulegar viðræður við íbúana um framtíð hússins.
Meira

SSNV fékk fulltrúa stýrihóps stjórnarráðsins um byggðamál í heimsókn

Miðvikudaginn 26. febrúar síðastliðinn heimsóttu fulltrúar stýrihóps stjórnarráðsins um byggðamál ásamt fulltrúum Byggðastofnunar starfsmenn SSNV á Hvammstanga. Fundurinn var gagnlegur og var fjallað um margvísleg málefni sem tengjast uppbyggingu og þróun svæðisins.
Meira

Níu umferðarslys tilkynnt til lögreglu í febrúar

Lögreglan á Norðurlandi vestra hafði í nógu að snúast í febrúar eins og í janúar og var málafjöldi þessara mánaða áþekkur eða á fimmta hundrað mál. Veður hafði nokkur áhrif á verkefni lögreglunnar að þessu sinni enda nokkuð byljótt tíðin. Þá var bæði tilkynnt um foktjón sem og ófærð víða.
Meira

Anna Hulda djákni ráðin í hlutastarf í Skagafjarðarprestakalli

Á Facebook-síðunni Kirkjan í Skagafirði segir að Anna Hulda Júlíusdóttir hafi verið ráðin í hlutastarf í Skagafjarðarprestakalli. Anna Hulda hefur víðtæka reynslu af kirkjustarfi og sálgæslu. Hún er mörgum Skagfirðingum af góðu kunn eftir að hafa starfað á Löngumýri, þar sem hún m.a. veitti orlofsbúðum eldri borgara forstöðu. Hún var vígð til þjónustu við orlofsbúðirnar á Löngumýri þann 1. mars árið 2020. Síðasta ár vann hún í sálgæsluteymi Landsspítala háskólasjúkrahúss.
Meira

Fimm verkefni á Norðurlandi vestra fengu styrki úr Lýðheilsusjóði

Alma B. Möller heilbrigðisráðherra úthlutaði sl. föstudag styrkjum úr Lýðheilsussjóði fyrir árið 2025. Alls voru 98 milljónir til úthlutunar sem öll miða að því að efla lýðheilsu. Fimm verkefni á Norðurlandi vestra hlutu styrki, fjögur þeirra í Húnaþingi vestra og eitt í Skagafirði.
Meira

Takk fyrir okkur Norðurland vestra | María Rut Kristinsdóttir skrifar

Vetur konungur fer brátt að kveðja þó að snjó kyngi enn niður og hylur holur í vegum víða um land. Við urðum þess vör í liðinni viku þegar nýr og stærri þingflokkur Viðreisnar lagði land undir fót í rútu um Norðvesturkjördæmi. Við höfðum það að leiðarljósi að hlusta á landsmenn, eiga samtal í augnhæð og kynnast því sem liggur fólki á hjarta.
Meira

Ingvi Þór vann bronsdeildina í 3. umferð Floridana deildarinnar á Akureyri

Um sl. helgina fór fram 3. umferð Floridana deildarinnar í pílukasti sem haldin var í Píluaðstöðu hjá Píludeild Þórs á Akureyri. Alls tóku 50 þátttakendur þátt í mótinu en óvenju fámennur hópur gerði sér ferð frá PKS að þessu sinni yfir heiðina. Það voru þeir Jón Oddur Hjálmtýsson, sem spilaði í Gulldeildinni, Ingvi Þór Óskarsson, sem spilaði í Bronsdeildinni, og Einar Gíslason, sem spilaði í Stáldeildinni, sem gerðu sér ferð á mótið.  
Meira

Engin sláturtíð og 23 sagt upp hjá SAH afurðum á Blönduósi

Á vef SAH Afurða segir að engu sauðfé verði slátrað í sláturhúsi Kjarnafæðis Norðlenska á Blönduósi næsta haust. Ákvörðunin tengist nauðsynlegri hagræðingu í rekstri Kjarnafæðis Norðlenska. Þar segir að rekstur félagsins hafi verið þungur árið 2024, meðal annars vegna mikilla kostnaðarhækkana. Rík þörf sé á hagræðingu ef hægt eigi að vera að halda áfram á þeirri vegferð að bjóða neytendum vörur á samkeppnishæfu verði á sama tíma og verð til bænda þróist með ásættanlegum hætti. 
Meira

Leigir út útlimi og innyfli

Tinna Ingimarsdóttir er fædd og uppalin í Skagafirði, dóttir Kolbrúnar Ingólfsdóttur og Ingimars Ingimarssonar á Ytra- Skörðugili. Gift Ingimari Heiðari Eiríkssyni og saman eiga þau Tinna og Ingimar, Nikulás Nóa, þriggja ára gleðigjafa. Tinna er sjálfstætt starfandi gervahönnuður og blaðamaður Feykis búinn að fylgjast lengi, með mikilli aðdáun, með því sem Tinna gerir og kominn tími til að leyfa öðrum að kynnast þessari Skagfirsku listakonu aðeins betur.
Meira

Baula þær enn beljurnar á Bjarnastöðum?

Baula þær enn beljurnar á Bjarnastöðum er fyrirsögn sem hr. Hundfull skrifaði árið 2013 þegar þriggja daga átveislan byrjaði það árið, þ.e. bolludagur, sprengidagur og öskudagur. Eftir að hafa lesið þessa fínu hugleiðingu hans er við hæfi að endurbirta hana því það eru eflaust margir sammála honum í þetta skiptið!
Meira