Skagafjörður

30% aukning í laxveiði milli ára

Húnahornið fylgist að venju vel með laxveiðinni í Húnavatnssýslum og á landinu öllu en í frétt á vefnum í gær segir að bráðabirgðasamantekt Hafrannsóknastofnunar sýni að heildarfjöldi stangveiddra laxa í sumar hafi verið um 42.400 fiskar, sem er um 30% aukning frá árinu 2023 en um 2% undir meðalveiði áranna 1974-2023.
Meira

Heimir með hausttónleika í Hólaneskirkju

Kórastarf tekur jafnan við sér á haustin og karlar og konur hefja að teygja á raddböndum og hvað er nú fallegra en góður samhljómur í vel stemmdum kór? Karlakórinn Heimir hóf æfingar að nýju í haust og fimmtudaginn 31. október næstkomandi mun þessi rótgróni kór mæta til leiks á Skagaströnd en þar munu þeir rigga upp hausttónleikum í Hólaneskirkju.
Meira

Hverjir voru þessir fyrstu Króksarar?

Sunnudaginn 27. október nk. verður viðburður í Gránu sem ber heitið, Hverjir voru þessi fyrstu Króksarar?  Maðurinn á bak við viðburðinn er Unnar Rafn Ingvarsson fagstjóri á Þjóðskjalasafni Íslands sem mun fjalla um fyrstu íbúa Sauðárkróks í máli og myndum.
Meira

Vel heppnaður kynningarviðburður fyrir frumkvöðla og fyrirtæki

Miðvikudaginn 23. október stóðu Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) fyrir kynningarviðburði á stefnumótunaraðferð fyrir frumkvöðla og fyrirtæki á Gránu, Sauðárkróki. Viðburðurinn var vel sóttur og tókst einstaklega vel, þar sem þátttakendur fengu innsýn í nýjar aðferðir sem miða að því að styðja lítil og meðalstór fyrirtæki í sjálfbærniaðgerðum og ákvarðanatöku.
Meira

Arna Lára í efsta sæti hjá Samfylkingunni

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember 2024 var samþykktur á fundi kjördæmisráðs í gærkvöldi. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingarinnar, leiðir listann í Norðvesturkjördæmi. Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ), er í öðru sæti.
Meira

Allt er breytingum háð | Leiðari 40. tölublaðs Feykis

Framundan eru breytingar á netmiðlinum okkar, Feyki.is. Nútíminn kallar á nokkrar breytingar og þó sumum finnist nútíminn trunta þá er nú jafnan betra að mæta honum með opnum huga og gera sitt besta til að aðlagast breyttum aðstæðum.
Meira

Alli Munda með Fuglar á Fróni

Nú nýverið kom út bókin Fuglar á Fróni eftir Alfreð Guðmundsson, eða Alla Munda, en þetta er önnur vísnabókin hans en hann gaf út bókina Dýrin á Fróni fyrir tveimur árum. Rétt eins og sú bók þá er nýja bókin myndskreytt af franska listamanninum Jérémy Pailler sem einnig hefur komið að myndskreytingu bóka Byggðasafns Skagfirðinga.Alli segir að það hafi yljað sér um hjartaræturnar og verið magnað að fá póst frá leik- og grunnskólafólki sem vildu þakka honum sérstaklega fyrir bókina. „Það þótti mér alveg einstakt,“ segir vísnahöfundurinn.
Meira

Frá oddvita lýðræðisflokksins í Norðvestur | Eldur Smári Kristinsson skrifar

Nú hefur það verið kunngjört að ég skipa oddvitasætið í Norðvesturkjördæmi fyrir Lýðræðisflokkinn – samtök um frelsi og sjálfsákvörðunarrétt. Ég þakka stofnendum flokksins það traust sem mér hefur verið sýnt að fá að leiða listann í kjördæminu þar sem ég er fæddur og á ættir að rekja. Ég hlakka mikið til þess að ferðast vítt og breitt um kjördæmið okkar á næstu dögum og hitta sem flesta.
Meira

Eldur Smári fer fyrir Lýðræðisflokknum í Norðvesturkjördæmi

Lýðræðisflokkurinn, sem stofnaður var nýverið af forsetaframbjóðandanum Arnari Þór Jónssyni, kynnti í morgun þrjá efstu menn á lista flokksins í hverju kjördæmi fyrir sig ásamt nokkrum af stefnumálum sínum. Hér í Norðvesturkjördæmi er það Eldar Smári Kristinsson, formaður Samtakanna 22, sem skipar efsta sæti listans.
Meira

Hálka á vegum og víða þoka vestan Þverárfjalls

Vegir eru færir á Norðurlandi vestra en í dag má reikna með slyddu og snjókomu á svæðinu. Það er hálka á flestum vegum sem stendur og því vissara fyrir ferðalanga að fylgjast með veðri og færð á vegum áður en lagt er í hann. Veðurstofan gerir ráð fyrir norðan og norðvestan 10-15 m/sek með slyddu eða snjókomu framan af degi en lægir smám saman og rofar til seinnipartinn. Hiti nálægt frostmarki.
Meira