Skagafjörður

Íbúafundur vegna deiliskipulagstillögu fyrir „Skógargötureitinn“

Skipulagsnefnd Skagafjarðar boðar til íbúafundar föstudaginn 25. október nk. kl.16-17 í Ljósheimum í Skagafirði vegna deiliskipulagstillögu fyrir Skógargötureitinn á Sauðárkróki.
Meira

Birkimelur í Varmahlíð, íbúðarhúsalóðir til úthlutunar

Fyrir liggur staðfest deiliskipulag fyrir Birkimel í Varmahlíð með tíu einbýlishúsalóðum, tveimur raðhúsalóðum og þremur parhúsalóðum. Skipulagsnefnd Skagafjarðar auglýsir til úthlutunar lausar lóðir við Birkimel.
Meira

Ólafur Adolfsson skipar efsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins

Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fkom saman í Borgarnesi í dag og var framboðslisti flokksins samþykktur einróma segir í frétt á vefsíðu flokksins. Ljóst var að breytingar yrðu á oddvitasæti flokksins þar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ákvað að færa sig í Kragann. Ólafur Adolfsson og Teitur Björn Einarsson höfðu báðir sóst eftir efsta sæti listans en Teitur Björn ákvað í morgun að sækjast eftir öðru sæti listans. Ólafur var því sjálfkjörinn í efsta sætið.
Meira

Stólarnir spila í VÍS bikarnum á Skaganum annað kvöld

Karlalið Tindastóls spilar í 32 liða úrslitum VÍS bikarsins mánudaginn 21. október og er mótherjinn lið ÍA og fer leikurinn fram á Skipaskaga. Þetta ætti að vera mátulegur kvöldrúntur fyrir stuðningsmenn Stólanna á höfuðborgarsvæðinu að skjótast upp á Akranes enda frítt í göngin báðar leiðir...
Meira

GDRN og Vignir Snær mættu í Grunnskólann austan Vatna

Feykir sagði frá því í síðustu viku að skólarnir á Hvammstanga og Hofsósi hefðu komist í úrslit í Málæði, verkefni sem List fyrir alla stendur að í félagi við Bubba Morthens með það að markmiði að fá skólabörn til að semja lög og texta á íslensku. Krakkarnir á unglingastii Grunnskólans austan Vatna fékk góða gesti í heimsókn í skólann á þriðjudaginn vegna þessa.
Meira

Vonskuveður gengur yfir landið

Veðurstofan varar við vonskuveðri á landinu í dag en djúp lægð gengur yfir landið. Verst virðist þó veðrið eiga að vera á sitt hvoru horni landsins; Vestfjörðum og á auðausturlandi. Reiknað er með talsverðri rigningu og jafnvel roki hér á Norðurlandi vestra seinnipartinn í dag en stendur stutt yfir.
Meira

Öruggur sigur á Hafnfirðingum í gærkvöldi

Tindastóll tók á móti Haukum í gærkvöldi í Bónus deild karla. Hafnfirðingar höfðu farið illa af stað í deildinni og tapað fyrstu tveimur leikjunum sannfærandi á meðan Stólarnir leifðu sér að tapa gegn KR heima í fyrstu umferð en lögðu ÍR að velli í annarri umferð. Haukarnir reyndust lítil fyrirstaða í gær og þó gestirnir hafi hangið inni í leiknum langt fram í þriðja leikhluta var leikurinn aldrei spennandi og heimamenn fögnuðu góðum tveimur stigum. Lokatölur 106-78.
Meira

Bjarni Jónsson segir skilið við VG

Í yfirlýsingu á Facebook hefur Bjarni Jónsson, oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, lýst því yfir að hann hafi ákveðið að segja sig úr VG og segja skilið við þingflokkinn. „Flestum hefur lengi verið ljóst að flokkurinn hefur sveigt af leið og brugðist grunngildum sínum og væntingum þeirra sem stóðu að stofnun hans. Hann hefur brugðist mörgu því fólki sem hefur stutt hann,“ segir Bjarni í yfirlýsingunni.
Meira

Framboð og eftirspurn – sex vikur til kosninga

Nú eru rétt um sex vikur þar til landsmönnum gefst kostur á kjósa til Alþingis á ný í kjölfar þess að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra taldi að lengra yrði ekki komist í samstarfi Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Forseti Íslands féllst á lausnarbeiðni hans í vikunni og hefur verið ákveðið að Alþingiskosningar verði 30. nóvember. Flokkarnir eru því komnir á fullt í að setja saman lista og gera sig klára í baráttuna um Ísland.
Meira

Haukarnir hans Matés mæta í Síkið í kvöld

Körfuboltinn er kominn á fullt og lið Tindastóls farin að gleðja hjörtu stuðningsmanna. Stelpurnar komnar með tvo nokkuð óvænta sigra og strákarnir með sigur á liði ÍR – langþráður sigur eftir alveg heilar tvær umferðir! Í kvöld mæta Hafnfirðingar í liði Hauka í heimsókn í Síkið og nú er bara að fjölmenna og hvetja strákana til sigurs.
Meira