Skagafjörður

Loppumarkaður í Húnabúð

Loppumarkaður verður í Húnabúð á Blönduósi næstkomandi laugardag og sunnudag frá kl 13:00 til 17:00.
Meira

Fullkomlega óskiljanlegt|Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Tólf prósent kjósenda myndi greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt ef gengið yrði til þingkosninga nú miðað við skoðanakönnun Prósents sem birt var í Morgunblaðinu um síðustu helgi. Á sama tíma myndu 18% kjósa Miðflokkinn. Þessi þróun hefur verið í gangi um hríð en þó einkum undanfarnar vikur þar sem ekki er hægt að segja annað en að fylgi Sjálfstæðisflokksins hafi hreinlega hrunið á skömmum tíma.
Meira

Hefðu báðar viljað spila aðeins meira

Skagstrendingarnir og Tindastólsstúlkurnar Birgitta Rún Finnbogadóttir og Elísa Bríet Björnsdóttir hafa síðustu daga verið með U17 landsliði Íslands í knattspyrnu en liðið hefur nýlokið þátttöku í undankeppni EM 2024/25 en keppnin fór fram í Skotlandi. Liðið lék þrjá leiki, mættu Skotum, Pólverjum og Norður-Írum og vann einn leik en tapaði tveimur. Feykir lagði í morgun nokkrar spurningar fyrir Elísu Bríeti.
Meira

Spáð snjókomu og éljum á morgun

Færð á vegum á Norðurlandi vestra er alla jafna góð nú að morgni en víðast hvar er greiðfært. Þó eru hálkublettir í Blönduhlíð og á Öxnadalsheiði og sömuleiðis á Þverárfjalli og á stöku stað á þjóðvegi 1 í Húnavatnssýslum. Útlit er fyrir ágætis veður í dag en með kvöldinu þykknar upp og má búast við snjókomu í nótt en dregur úr með morgninum.
Meira

Fyrsti sigur Stólastúlkna í efstu deild á þessari öld kom í upprúllun á Stjörnunni

Kvennalið Tindastóls í körfunni tók á móti liði Stjörnunnar í Síkinu í kvöld í annari umferð Bónus deildarinnar. Margir óttuðust erfiðan leik gegn spútnikliði síðasta tímabils, Stjörnunni, sem hafði lagt Íslandsmeistara Keflavíkur í fyrstu umferð á meðan lið Tindastóls steinlá í sveiflukenndum leik gegn Aþenu. En það er ekki á vísan að róa þegar kemur að íþróttum og í kvöld hefði mátt halda að það hefði verið lið Tindastóls, ekki Stjörnunnar, sem stóð sig með glæsibrag í efstu deild á síðasta tímabili. Stólastúlkur leiddu frá fyrstu til síðustu mínútu í leiknum og unnu öruggan 26 stiga sigur, 103-77.
Meira

Fyrsti heimaleikur stelpnanna í Bónusdeildinni

Fyrsti heimaleikur stelpnanna í Bónusdeildinni fer fram í kvöld þegar Stjarnan kemur norður.
Meira

Elísa Bríet valin efnilegust í Bestu deildinni af Fótbolti.net

Bestu deild kvenna í knattspyrnu lauk um helgina og það fór svo að eftir toppeinvígi Vals og Breiðabliks þá voru það Blikar sem fögnuðu Íslandsmeistaratitli eftir hreinan úrslitaleik gegn Val í síðustu umferð. Jafntefli dugði þeim grænu til sigurs og markalaust var það. Fótbolti.net tilkynnti í gær um val á liði ársins og þá valdi miðillinn efnilegasta leikmann deildarinnar og það hnoss féll í hlut leikmanns Tindastóls, Elísu Bríetar Björnsdóttur frá Skagaströnd. Til hamingju Elísa Bríet!
Meira

Jón Oddur keppir í pílu á erlendri grundu

Einn félagi í Pílukastfélagi Skagafjarðar er að fara að taka þátt í stóru alþjóðlegu móti dagana 9.-13. október næstkomandi. Í tilkynningu á Facebook-síðu PKS er sagt frá því að Jón Oddur Hjálmtýsson er að fara í keppnisferð til Búdapest þar sem hann mun taka þátt í þremur keppnum; WDF World Open, WDF World Masters og WDF World Championship Qualifier.
Meira

Þetta er allt að koma...| Eyjólfur Ármannsson skrifar

„Þetta er allt að koma“ eru einkunnarorð ríkisstjórnarinnar varðandi viðvarandi verðbólgu og þá óboðlegu vaxtakúgun sem almenningur hefur þurft að þola undanfarin ár. Ísland er með hæstu stýrivexti í hinum vestræna heimi. Aðeins fjögur lönd í Evrópu eru með hærri stýrivexti en Ísland: Rússland, Úkraína, Hvíta-Rússland og Tyrkland.
Meira

FISK Seafood fjárfestir í bátum og aflaheimildum

Í vikunni var gengið frá samkomulagi Hraðfrystihúss Hellissands og FISK Seafood um kaup á dragnótabátnum Gunnari Bjarnasyni SH-122 sem gerður hefur verið út frá Ólafsvík. Skipið er 100 rúmlestir að stærð og 24 metrar á lengd, smíðað í Kína árið 2001. Gunnar Bjarnason mun leysa Hafdísi SK-4 af hólmi en engar aflaheimildir fylgja með í kaupunum. Umsamið kaupverð er eitt hundrað milljónir króna og verður skipið afhent í síðari hluta desembermánaðar nk. Samkomulagið er gert með fyrirvara um forkaupsrétt Snæfellsbæjar.
Meira