Skagafjörður

Ákvörðun um lokun á Blönduósi er endanleg

Húnahornið segir frá því að ákvörðun um lokun sláturhúss Kjarnafæðis Norðlenska á Blönduósi sé endanleg og að henni verði ekki snúið við. Fram kemur að starfseminni í núverandi mynd verðu hætt en að það muni taka einhvern tíma að leggja hana niður endanlega.
Meira

Lokaáfangi á mælavæðingu á Sauðárkróki

Í tilkynning frá Skagafjarðarveitum segir að nú standi yfir lokaáfangi á mælavæðingu á Sauðárkróki. Búið er að setja upp mæla í Hlíðar- og Túnahverfi ásamt fyrirtækjum og hafinn er lokaáfanginn að því að setja upp mæla í útbænum (gamla bænum) og stefnan er að ljúka því fyrir vorið.
Meira

Lóan er komin! segir á vef SSNV

Því miður þá erum við ekki að tala um lóu fuglinn heldur er búið að opna fyrir umsóknir í Lóu sjóðinn sem er nýsköpunarstyrkur fyrir landsbyggðina. Þessi styrkur hefur það hlutverk að styðja við eflingu byggða og landshluta með nýskapandi verkefnum. Styrkjunum er aðeins úthlutað til verkefna utan höfuðborgarsvæðisins í þeim tilgangi að styðja við atvinnulíf og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni.
Meira

Finnur og Sólveig komu færandi hendi

Grunnskólinn austan Vatna fékk undir lok febrúarmánaðar höfðinglega gjöf frá hjónunum Finni Sigurbjörnssyni og Solveigu Pétursdóttur er þau færðu skólanum vinnustól og hitakraga fyrir axlir eða svokallaða grjónapúða.
Meira

Pönnukökubakstur í Síkinu

Keflvíkingar eru jafnan góðir gestir í Síkinu en sjaldan hafa þeir verið jafn góðir gestir og í gærkvöldi. Þeir héldu sig til baka og voru ekki að trana sér fram eða að stela athyglinni frá gestgjöfunum. Þetta var eiginglega of mikið og það var nánast bara eitt lið í Síkinu í fyrri hálfleik en eftir hann leiddu Stólarnir 62-27. Síðari hálfleikurinn var því nánast formsatriði og fór svo að lokum að þó Keflvíkingar vöknuðu eilítið til lífsins í síðari hálfleik þá gekk þeim ekkert að saxa á forskot heimamanna sem unnu leikinn af fádæma öryggi, 116-79.
Meira

Dagurinn færir mér blóm | Viðtal við Eyþór Árnason frá Uppsölum

„Ég man vel eftir því þegar ég var ungur að mér þótti merkilegt að lesa Skagfirsk ljóð og sjá að Bjarni afi minn ætti ljóð í bókinni. Ég fylltist stolti og fannst að ég hlyti að geta búið til vísur eins og afi en varð ekkert ágengt og skildi ekkert í því,“ segir Eyþór Árnason, skáld frá Uppsölum í Skagafirði, þegar Feykir spyr hvenær áhuginn á ljóðum hafi kviknað og hvað hafi orðið til að kveikja hann.
Meira

Allir í Síkið!

Við viljum benda Skagfirðingum og öllum þeim sem halda með Tindastól á að það er leikdagur í dag. Strákarnir eiga leik á móti Keflavík kl. 19:15 en veislan byrjar að sjálfsögðu á því að mæta kl. 18:30 upp í íþróttahús og sprengja í sig eins og einum hammarra ef ekki tveim... Dressa sig upp í Tindastólsbúðinni svo maður verðir sér ekki til skammar í stúkunni þegar kameran rúllar yfir áhorfendastúkuna. Það má enginn halda að þú sért þarna til að styðja við Keflavík og þá er nú gott að vera með allavega eitt Tindastólsmerki á sér hvort sem það er á derhúfunni, bolnum, peysunni, bindinu, crocs skónum já eða á náttbuxunum...
Meira

Benni hættir með kvennalandsliðið

Á heimasíðu kki.is segir að Benedikt Guðmundsson hefur lokið störfum sem aðalþjálfari A landsliðs kvenna. Benedikt tók við landsliðinu í mars 2019 og á þessum tíma stýrði hann liðinu í 27 leikjum og unnust sex af þeim. Á þessum tíma fór liðið í gegnum kynslóðaskipti og gerði Benedikt virkilega vel í að setja saman spennandi hóp sem fór vaxandi með hverjum leiknum.
Meira

Grásleppan úr kvóta! | Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Þau ólög um grásleppuveiðar sem sett voru á Alþingi í fyrra vor fólu í sér dæmigerða sérhagsmunagæslu fyrir þá sem lengi hafa barist fyrir kvótasetningu grásleppunnar og framsali veiðiheimilda. Það hefði hörmulegar afleiðingar fyrir þá grásleppusjómenn sem hafa verið að fjárfesta í greininni undanfarin ár. Ætla sér að stunda veiðar til framtíðar en ekki braska með veiðiheimildir og selja sig út úr greininni.
Meira

Kjarnafæði Norðlenska og KS fengu bréf frá Samkeppniseftirlitinu

Samkeppniseftirlitið hefur í kjölfar uppsagna 23 starfsmanna SAH Afurða á Blönduósi sent Kjarnafæði Norðlenska og Kaupfélagi Skagfirðinga bréf þar sem velt er upp hvort uppsagnirnar séu liður í samruna félaganna. Lögin sem gerðu KS kleift að kaupa Kjarnafæði Norðlenska voru í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmd ólögleg í nóvember sl., og setti það söluna í uppnám, en í framhaldi af því beindi Samkeppniseftirlitið því til afurðastöðva að stöðva aðgerðir sem tengdust m.a. samrunum.
Meira