Skagafjörður

Gul verðurviðvörun fyrir aðfaranótt föstudags

Veðrið hefur verið með besta móti síðustu tvær vikur með örfáum undantekningum sem vart eru þess virði að ástæða sé til að minnast á. Veðurstofan hefur nú skellt gulri veðurviðvörun á Strandir og Norðurland vestra frá og með miðnætti. Í dag verður veðrið að mestu stillt og gott, hiti í kringum frostmark, en þegar líður að miðnætti eykst sunnanáttinn, fyrst vestast á svæðinu en færist síðan austur yfir þegar líður á nóttina.
Meira

Króksbíó sýnir myndina SIGURVILJI... í kvöld

Sigurvilji er íslensk heimildamynd um Sigurbjörn Bárðarson tamningameistara og landsliðsþjálfara og verður hún sýnd í kvöld, fimmtudaginn 26. febrúar, í Króksbíói kl. 20:00. Þeir sem vilja panta miða á myndina er bent á að senda skilaboð á Facebook-síðunni Króksbíós.
Meira

Ráðherra í hlekkjum hugarfarsins | Gunnlaugur Sighvatsson skrifar

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra skrifaði pistil í Morgunblaðið fyrir stuttu þar sem hún tilkynnti að hún muni á næstunni leggja fram frumvarp til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða í því skyni að auka á gagnsæi eigna- og stjórnunartengsla í sjávarútvegi, breyta reglum um hámarkshlutdeild og þrengja skilgreiningar um yfirráð og tengda aðila. Hún byrjaði grein sína á að vitna til sjónvarpsseríunnar Verbúðarinnar og gat maður ekki skilið þann inngang öðruvísi en að þar væru komin helstu rökin fyrir að grípa þyrfti til aðgerða
Meira

Skíðasvæðið í Stólnum opnað í dag

Það hefur ekki beinlínis verið snjóþungur vetur, úrkoma sem hefur fallið að mestu verið í votari kantinum, þannig að það er því gleðiefni að í dag er stefnt að opnun Skíðasvæðisins í Tindastólnum í fyrsta sinn í vetur. Skíðavinir þurfa þó að hafa hraðar hendur við að grafa upp skíðin og skóna því það verður opið á milli kl. 16:30 - 19:00 í dag og einnig á morgun, fimmtudag.
Meira

Jón Gnarr vill skoða þann möguleika að opna Háholt að nýju

Árið 2017 var tekin ákvörðun af Barnaverndarstofu að loka meðferðarheimilinu Háholti í Skagafirði án samráðs við Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Breyttar meðferðaráherslur voru sagðar helsta ástæðan og að færa ætti starfsemina á höfuðborgarsvæðið. Húsið var fyrir skemmstu auglýst til sölu og Jón Gnarr þingmaður Viðreisnar sem situr í velferðarnefnd Alþingis vakti athygli á því að nú væri búið að auglýsa Háholt til sölu sem áður var meðferðarheimili fyrir börn. Jón segir í pistli sínum að hann hafi fyrst og fremst boðið sig fram til Alþingis til að vinna að málefnum barna í vanda sem honum finnst vera málaflokkur sem hafi gleymst.
Meira

Töltmeistarinn Jói Skúla gjaldgengur í danska landsliðið

Eiðfaxi sagði frá því á dögunum að Króksarinn Jóhann Rúnar Skúlason, sem búið hefur í Danmörku í áratugi, sé nú orðinn gjaldgengur í danska landsliðið og stefnir á þátttöku fyrir hönd Dana á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fram fer í Birmens Torf í Sviss snemma í ágúst á þessu ári. Jóhann telst vera einn sigursælasti knapi samtímans og hefur m.a. sjö sinnum orðið heimsmeistari í tölti á fimm mismunandi hestum.
Meira

Fiskeldisstöð Háskólans á Hólum til sölu

Í byrjun vikunnar auglýsti Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir húsnæði Háskólans á Hólum, sem skólin nýtti undir rannsóknarvinnu í fiskeldi, til sölu. Um er að ræða fiskeldisstöðina sem FISK Seafood gaf skólanum árið 2022 en áður var Hólalax með starfsemi í húsunum. Í frétt í Viðskiptablaðinu segir að fasteignamat lóðarinnar nemi 120 milljónum króna en brunabótamat nemur 554,5 milljónum.
Meira

Bíósýningar vikunnar í Króksbíói

Það geta ekki öll bæjarfélög státað sig af því að boðið sé upp á bíósýningar nokkrum sinnum í viku en það er hinsvegar reyndin á Króknum. Alla jafna birtast bíóauglýsingarnar í Sjónhorni vikunnar sem kemur út alla miðvikudaga. En því miður uðru þau leiðu mistök þessa vikuna að auglýsingin fyrir bíóið birtist ekki í prentútgáfu Sjónhornsins en er í rafræna eintakinu.
Meira

Kjarasamningar kennara undirritaðir

Kjarasamningur Kennarasambands Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkið var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara laust fyrir miðnættið í gærkvöld. Samningurinn er mjög svipaður þeim sem sveitarfélögin höfnuðu síðastliðinn föstudag.
Meira

Tinna tilnefnd til Eddunnar

Tilnefningar til Eddunnar, íslensku kvikmyndaverðlaunanna, 2025 hafa verið gerðar opinberar og er Skagfirðingurinn Tinna Ingimarsdóttir frá Ytra- Skörðugili tilnefnd í flokknum Gervi ársins í kvikmyndinni Natatorium eftir Helenu Stefánsdóttur.
Meira