Skagafjörður

María Rut leiðir lista Viðreisnar

Framboðslisti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar var samþykktur á fundi landshlutaráðs flokksins í kvöld, 23. október, með öllum greiddum atkvæðum. María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar, leiðir listann. Í öðru sæti er Edit Ómarsdóttir, deildarstjóri viðskiptaþróunar hjá Advania. Þriðja sætið skipar Ragnar Már Ragnarsson, byggingafulltrúi Snæfellsbæjar og í fjórða sæti er Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.
Meira

Íbúðirnar tilbúnar til útleigu á næstu vikum

Margir hafa eflaust klórað sér í kollinum yfir byggingu fjölbýlishússins dökklitaða á Freyjugötureitnum á Sauðárkróki. Bygging hússins hófst snemma árs 2021 og átti allt að vera klappað og klárt að hausti. Það styttist í að framkvæmdir hafi tekið fjögur ár og reglulega hefur Feykir birt af því fréttir að örstutt sé í að íbúðirnar færu á markað. Hingað til hefur það ekki reynst svo en nú hefur Feykir eftir Einar Georgssyni, framkvæmdastjóra Brákar íbúðafélags sem á bygginguna, að íbúðirnar verði tilbúnar í útleigu á næstu vikum.
Meira

Eins og ávextir og ber | Kristín Einars kíkir í leikhús

Það ríkti áþreifanleg eftirvænting þegar spenntar fjögurra og sex ára ömmustelpur létu sig sökkva niður í bíóstólana í Bifröst til að fylgjast með frumsýningu Ávaxtakörfurnar í uppfærslu Leikfélags Sauðárkróks. Amman og mamman smituðust af spennunni og fljótlega voru ljósin slökkt og sviðsljósin kviknuðu í fallegri leikmynd. Strax í upphafi var maður sannfærður um að þarna hefðu lifnað við ávextir og eitt lítið jarðarber í risastórri ávaxtakörfu. Þess má til gamans geta að Leikfélag Sauðárkróks hefur áður sýnt þetta verk, fyrir réttum tuttugu árum síðan.
Meira

Strákarnir heimsækja Keflavík í VÍS bikarnum

Dregið var í 16 liða úrslit VÍS bikarsins í körfubolta nú í hádeginu. Bæði kvenna- og karlalið Tindastóls voru í pottunum og fengu bæði útileiki – sennilega eitthvað gallaðir pottar. Strákarnir fengu nokkuð strembinn mótherja, nefnilega lið Keflavíkur en liðin mættust einmitt í úrslitum bikarsins síðasta vetur. Kvennaliðið heimsækir hins vegar Suðurlandið.
Meira

Valskonur reyndust Stólastúlkum sterkari

Stólastúlkur fengu lið Vals í heimsókn í gær í Bónus deildinni. Lið Tindastóls hafði unnið síðustu tvo leiki með góðum varnarleik en í gær gekk illa að ráða við vaskar Valsstúlkur sem höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn. Engu að síður var leikurinn í járnum allt fram að lokafjórðungnum þegar gestirnir náðu strax ríflega tíu stiga forystu og bættu síðan bara í. Lokatölur 65-86 fyrir Val.
Meira

Sveitarfélög ársins 2024 útnefnd

Sveitarfélagið Skeiða- og Gnúpverjahreppur fékk hæstu einkunn í vali á sveitarfélögum sem hljóta nafnbótina Sveitarfélag ársins 2024 en sú útnefning var nú þriðja árið í röð. Fjögur sveitarfélög hlutu nafnbótina í ár og eru þessi: Skeiða- og Gnúpverjahreppur 4.448 stig, Sveitarfélagið Skagaströnd 4.397 stig, Bláskógabyggð 4.275 stig og Sveitarfélagið Vogar 4.142 stig.
Meira

Haustfundur Heimilisiðnaðarsafnsins

Hinn árlegi haustfyrirlestur Heimilisiðnaðarsafnsins verður haldinn laugardaginn 26. október nk. kl. 14:00 og að þessu sinni er það Jón Torfason, sagnfræðingur sem mun flytja fyrirlestur um fatnað íslensks almúgafólks á 18. og 19. öld.
Meira

Ugla Stefanía hlutskörpust í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi

Píratar hafa skipað sína framboðslista að afloknu prófkjöri. Í Norðvesturkjördæmi var það Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir sem bar sigur úr býtum og leiðir því lista Pírata í komandi kosningum. Ugla Stefanía er frá Stóra-Búrfelli í Austur-Húnavatnssýslu en hún er kynjafræðingur og sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks.
Meira

Bleiki dagurinn er í dag

Á Bleika deginum hvetjum við alla til að vera bleik - fyrir okkur öll, bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra finni stuðning okkar og samstöðu.
Meira

Málþing um torfarfinn í Kakalaskála

Byggðasafn Skagfirðinga stendur fyrir málþingi um torfarfinn í Kakalaskála í Skagafirði þann 8. nóvember næstkomandi, frá kl. 11–15. Þingið er tileinkað Sigríði Sigurðardóttur, Sirrí í Glaumbæ, fyrrverandi safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, í tilefni af stórafmæli hennar en hún varð sjötug á dögunum. Fjallað verður um torfarfinn frá ýmsum hliðum á málþinginu.
Meira