Skagafjörður

Einokun að eilífu, amen | Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Fákeppni á markaði hækkar verð á nauðsynjum og eykur stéttaskiptingu. Það er óhjákvæmilegt og þetta vitum við. Ég er ekki að mæla óheftum markaðslausnum bót, en heilbrigð samkeppni á smásölumarkaði er grundvallarþáttur í bættum lífskjörum landsbyggðarfólks, þar sem fákeppni og einokun ráða víða ríkjum. Samfélög sem glíma við þau vandamál fyrir skorti á vöruúrvali, samdrætti í þjónustu og hærra vöruverði sem hefur bein áhrif á lífsgæði.
Meira

Ingibjörg í fyrsta og Gunnar Bragi öðru hjá Miðflokknum

Uppstillinganefnd Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi lagði til að Ingibjörg Davíðsdóttir leiði lista Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar en listi flokksins var kynntur til sögunnar í gær. Ingibjörg kemur þar með í stað Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, sem skipaði fyrsta sæti í kjördæminu áður en færir sig nú yfir í annað kjördæmi. Gunnar Bragi Sveinsson skipar annað sæti listans.
Meira

Guðmundur Hrafn í efsta sæti hjá Sósíalistaflokknum

Í tilkynningu frá Sósíalistaflokknum segir að uppstillinganefnd hafi tilnefnt Guðmund Hrafn Arngrímsson formann Leigjendasamtakanna sem oddvita fyrir framboð Sósíalista í Norðvesturkjördæmi. Guðmundur Hrafn er fimm barna faðir ættaður úr Reykhólasveit og Árneshreppi á Ströndum en alinn upp í Bolungarvík.
Meira

Frábær fyrsti leikhluti lagði grunninn að sigri gegn Grindavík

Grindavík og Tindastóll mættust í Smáranum í Kópavogi í gærkvöldi. Grindvíkingar voru taplaustir fyrir leik, höfðu líkt og lið Tindastóls unnið Hauka og ÍR og rassskellt lið Hattar. Þetta var leikur tveggja liða sem ætla sér langt í vetur og hafa bæði mannskapinn í það – bara spurning hvernig tekst til með að búa til lið og stemningu. Leikurinn reyndist stórskemmtilegur, Stólarnir áttu frábæran fyrsta leikhluta og það sem eftir lifði leiks voru Grindvíkingar að berjast við að saxa á forskotið. Þeir komust nálægt því að jafna í lokin en Stólarnir héldu út og voru kampakátir með tvö góð stig. Lokatölur 90-93.
Meira

Stefán Vagn leiðir lista Framsóknar

Kjördæmissamband Framsóknar í Norðvesturkjördæmi hefur samþykkt framboðslista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi á fjölmennu aukaþingi sambandsins rétt í þessu. Í fréttatilkynningu frá Framsókn segir að listinn samanstendi af reynslumiklu fólki sem býr og starfar um allt kjördæmið en í fyrsta sæti er Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður og varaformaður fjárlaganendar, Skagafirði.
Meira

Er kristinfræði úrelt? | Ólafur Hallgrímsson skrifar

Kristinfræði er ekki lengur á námsskrá grunnskólans. Undirritaður kenndi boblíusögur í grunnskóla um árabil, 2-3 stundir á viku hverri, en þá var kristinfræðin ein af höfuðnámsgreinum skólans. Síðan var kristinfræðikennslu hætt að boði fræðsluyfirvalda en greinin sett undir samfélagsfræði. Í aðalnámskrá grunnskóla var í staðinn gert ráð fyrir einhverri fræðslu um helstu trúarbrögð heims, og þar með talinni kristinni trú, en skólum líklega nokkuð í sjálfsvald sett hvernig þeir höguðu slíkri fræðslu. Oft önnuðust prestar kennslu í kristnum fræðum.
Meira

Snati smaladróni snýr á féð

Hjónin Högni Elfar Gylfason og Monika Björk Hjálmarsdóttir eru sauðfjárbændur á Korná í Lýtingsstaðahreppi hinum forna í Skagafirði. Hjá þeim býr Birna Hjördís Jóhannesdóttir móðir Bjarkar. Björk er búfræðingur frá Hólaskóla, en Högni er vélfræðingur og vélvirkjameistari frá VMA og Vélskóla Íslands. Þau búa með vel á fjórða hundrað fjár ásamt fáeinum merum og reiðhestum. Högni grípur í fjölbreytileg verkefni utan bús þegar tími gefst og þá aðallega fyrir bændur í Skagafirði, en Björk sér um bústörfin á meðan.
Meira

Langir verkefnalistar og margir boltar á lofti

Halldór Gunnlaugsson er Skagfirðingur sem eflaust margir kannast við sem Halldór í Farskólanum. Hann er nýtekinn við stöðu framkvæmdastjóra í skólanum en hefur sinnt starfi verkefnastjóra í rúman áratug svo Halldór og Farskólinn er oft saman í setningu. Hann býr ásamt eiginkonu og þremur börnum á Ríp 3 í Hegranesi, Feykir falaðist eftir viðtali við Halldór um lífið, tilveruna og að sjálfsögðu Farskólann. Gefum Halldóri orðið.
Meira

Ný sóknaráætlun Norðurlands vestra var kynnt á haustþingi SSNV

Haustþing SSNV fór fram þriðjudaginn 15. október á Blönduósi og kemur fram í frétt á vef SSNV að þingið hafi verið afar vel sótt af þingfulltrúum og öðrum gestum. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þáverandi matvælaráðherra, ávarpaði þingið ásamt þingmönnunum Stefáni Vagni Stefánssyni og Teiti Birni Einarssyni.
Meira

Hópsláturgerð á Blönduósi

Þaulvanar sláturgerðarkonur í Húnabyggð kenndu handbragðið í Félagsheimilinu á Blönduósi þegar blásið var til hópsláturgerðar þar sl. sunnudag. Viðburðurinn var afar vel sóttur og fór mætingin fram úr væntingum að sögn Kristínar Lárusdóttur menningar-, íþrótta og tómstundarfulltrúa á Blönduósi.
Meira