Skagafjörður

Utanumhald og kynning á Stóra plokkdeginum verður í höndum Rótarý hreyfingarinnar

Á Facebook-síðunni Plokk á Íslandi segir Einar Bárðarson, stjórnandi síðunnar, frá frábærum fréttum er varða Stóra plokkdaginn sem haldinn er árlega þann 27. apríl. Það er nefnilega þannig að hingað til hefur hópurinn á bak við Plokk á Íslandi skipulagt daginn en nú hefur Rótarý hreyfingin á Íslandi tekið verkefnið að sér. Þá hafa Landsvirkjun og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið gert langtímasamning við verkefnið í umsjá Rótarý til utanumhalds og kynningar á deginum. Rótarý klúbbarnir um allt land munu því skipuleggja viðburði á þessum degi alls staðar á landinu og hundruð sjálboðaliða úr þeirra röðum koma því að verkefninu. 
Meira

Ályktun Kvenfélags Rípurhrepps til Sveitastjórnar Skagafjarðar

Kvenfélag Rípurhrepps, sem er elsta kvenfélag landsins, vill með þessari ályktun lýsa yfir þungum áhyggjum sínum og eindreginni andstöðu við áform meirihluta sveitastjórnar Skagafjarðar ásamt Byggðalista, um að setja félagsheimili Rípuhrepps í opið söluferli og selja það til einkaaðila.
Meira

Glæsileg frammistaða PKS krakka á Dartung sl. helgi

Um helgina fór fram fyrsta umferð í Dartung sem er unglingamótaröð ÍPS og PingPong.is í pílukasti. Þetta er mót fyrir unga pílukastara á aldrinum 9-18 ára og var mótið haldið í aðstöðu Pílukastfélags Reykjanesbæjar. Sex krakkar tóku þátt á mótinu að þessu sinni frá PKS, tvær stelpur og fjórir strákar, og var þetta fyrsta mót þeirra allra fyrir utan Skagafjörð. Þeir sem fóru fyrir hönd PKS voru Arnór Tryggvi Friðriksson, Birna Guðrún Júlíusdóttir, Friðrik Elmar Friðriksson, Friðrik Henrý Árnason, Nína Júlía Þórðardóttir og Sigurbjörn Darri Pétursson. Á Facebook-síðu PKS segir að krakkarnir hafi staðið sig frábærlega vel og afraksturinn hafi verið tvö brons og tvö silfur. 
Meira

Belgar höfðu betur gegn íslenska U17 landsliðinu

Íslenska stúlknalandsliðið U17 tekur nú þátt í síðari umferð í sínum riðli í undankeppni Evrópumótsins U17 landsliða í knattspyrnu. Riðillinn er leikinn á Spáni og í gær mætti Ísland liði Belgíu í spænsku rigningarveðri. Tvær Tindastólsstúlkur eru í 20 stúlkna hópi Þórðar Þórðarsonar landsliðsþjálfara og komu þær báðar við sögu í 2-3 tapi.
Meira

Sparibaukur ríkisins gildnaði á föstudaginn

Lögreglan á Norðurlandi vestra var á glannaveiðum nú á föstudaginn og fiskaði betur en vonir stóðu til. Í færslu á Facebook-síðu LNV segir að í Húnavatnssýslum einum hafi verið höfð afskipti af 30 ökumönnum vegna hraðaksturs en algengur hraði var 110-120. Þó nokkrir mældust á 130 eða hraðar.
Meira

Handavinnan er mín allra besta núvitund ásamt gönguferðum

Jónína Gunnarsdóttir er iðjuþjálfi að mennt, býr í Syðra-Vallholti, gift strandamanninum Trausta Hólmari rafvirkjameistara sem vinnur hjá Tengli ehf. Þau eiga þrjú uppkomin börn, Gunnar, Stefaníu Sif og Eyþór Andra og tvær ömmustelpur, Theu Líf tveggja ára og Ríkey Von átta mánaða. Þessa stundina er Jónína að vinna í hlutastarfi við fimm ára deild Varmahlíðarskóla.
Meira

0-10 fyrir andstæðinga Tindastóls í dag

Tveir fótboltaleikir fóru fram í Lengjubikarnum á Króknum í dag og líkt og Feykir lofaði í gær þá var boðið upp á skagfirskt logn og glampandi sól og um það bil eitt hitastig á meðan leikir stóðu yfir. Strákarnir fengu fyrst Magna Grenivík á teppið í hádeginu og svo tóku Stólastúlkur á móti liði Þróttar kl. 15. Leikirnir verða ekki breiðletraðir í sögu Tindastóls en samanlagt fóru þeir 0-10 fyrir andstæðingana.
Meira

Undirskriftarsöfnun til að mótmæla sölu félagsheimila í Skagafirði komin í gang

Íbúasamtök Hegraness hafa sett af stað undirskriftasöfnun fyrir Skagfirðinga sem vilja mótmæla sölu á félagsheimilum í Skagafirði. Í texta sem fylgir undirskriftasöfnuninni inni á Ísland.is segir: „Við undirritaðar íbúar Skagafjarðar mótmælum harðlega fyrirætlun meirihluta sveitastjórnar Skagafjarðar og Byggðalista að ætla að selja félagsheimili dreifbýlisins á frjálsum markaði gegn vilja íbúa. Jafnframt krefjumst við þess að sveitastjórnarfólk gangi til samninga við íbúa um tilhögun reksturs þessara húsa þar sem vilji íbúa stendur til þess.“
Meira

Þegar Jörðin sprakk í loft upp...

Feykir óskar konum til hamingju með alþjóðlegan baráttudag kvenna sem er einmitt í dag, 8. mars. Ætli það séu einhverjir karlar sem hugsa með eftirsjá til eldri tíma þegar karlar röðuðu sér í öll helstu embætti þjóða heimsins? Vonandi eru þeir ekki margir en ekki verður annað sagt en að nú er þessu öfugt farið, í það minnsta hér á Íslandi.
Meira

Það er fótboltadagur á morgun

Meistaraflokkar Tindastóls spila bæði heimaleiki í Lengjubikarnum á morgun, laugardaginn 8. mars. Strákarnir ríða á vaðið en þeir mæta liði Magna Grenivík kl. 12 á hádegi en Stólastúlkur fá sterkt lið Þróttar Reykjavík í heimsókn kl. 15. Lið Kormáks/Hvatar spilar ekki í Lengjubikarnum þessa helgina.
Meira