Utanumhald og kynning á Stóra plokkdeginum verður í höndum Rótarý hreyfingarinnar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
10.03.2025
kl. 15.17
Á Facebook-síðunni Plokk á Íslandi segir Einar Bárðarson, stjórnandi síðunnar, frá frábærum fréttum er varða Stóra plokkdaginn sem haldinn er árlega þann 27. apríl. Það er nefnilega þannig að hingað til hefur hópurinn á bak við Plokk á Íslandi skipulagt daginn en nú hefur Rótarý hreyfingin á Íslandi tekið verkefnið að sér. Þá hafa Landsvirkjun og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið gert langtímasamning við verkefnið í umsjá Rótarý til utanumhalds og kynningar á deginum. Rótarý klúbbarnir um allt land munu því skipuleggja viðburði á þessum degi alls staðar á landinu og hundruð sjálboðaliða úr þeirra röðum koma því að verkefninu.
Meira