Basile skilar sínu án þess að taka neitt frá öðrum í liðinu

Benedikt Rúnar Guðmundsson, þjálfari Tindastóls. MYND: GG
Benedikt Rúnar Guðmundsson, þjálfari Tindastóls. MYND: GG

„Basile hefur þann eiginleika að vera góður leikmaður án þess að hafa sig of mikið frammi. Hann skilar sínu án þess að taka neitt frá öðrum í liðinu. Þess vegna elska menn að spila með honum,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari karlaliðs Tindastóls, þegar Feykir spurði hann hvað Dedrick Deon Basile færði liði Tindastóls en í dag var sagt frá því að þessi frábæri leikmaður væri genginn til liðs við Stólana.

Benedikt segir Basile vera góðan liðsfélagi innan sem utan vallar. „Þá er hann frábær varnarmaður á bolta. Sóknarlega alltaf með stoðsendingahæstu leikmönnum deildarinnar. Hann þekkir deildina og hann langaði mikið að upplifa stemninguna á Kroknum.“

Ert þú mættur í Skagafjörðinn og spenntur fyrir vetrinum? „Ég er ekki mættur á Krókinn en er á fullu að vinna í leikmannamálum og að reyna setja saman gott lið. Ég get ekki beðið eftir á næsta vetri og hlakka mikið til að vera partur af samfélaginu á Króknum,“ segir Benni.

- - - - -
Uppfært kl. 8:15 á fimmtudagsmorgni (!). Eitt stutt en mikilvægt orð vantaði í lokasvar Benna þegar fréttin var birt. Hann er EKKI kominn á Krókinn og fólk getur því hætt að svipast um eftir honum :o)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir