Námskeið í „No dig/No till“ aðferð í ræktun í Víðihlíð í Húnaþingi vestra þann 1. júlí

Þórunn með hvítlaukinn sinn. Mynd tekin af mbl.is/aðsend.
Þórunn með hvítlaukinn sinn. Mynd tekin af mbl.is/aðsend.

Hjónin Þórunn MJH Ólafsdóttir og Haraldur Guðjónsson hafa stundað öfluga hvítlauksræktun að Neðri-Brekku í Dalabyggð í nokkur ár en nú vilja þau deila reynslu sinni með áhugasömum á námskeiði sem haldið verður í Víðihlíð, Húnaþingi vestra, mánudaginn 1. júlí kl. 16:00. Þau eru frumkvöðlar í svokallaðri „No dig/No till“ aðferð í ræktun hérlendis og hafa kynnt sér aðferðafræðina bæði í orði og á borði. Aðferðin er einnig kennd við „lagsagna“ en þar sér náttúran sjálf um ræktunarvinnuna í hverju lagi fyrir sig. Enginn aðgangseyrir er á námskeiðið og eru áhugasamir beðnir um að skrá sig á netfangið hlediss@gmail.com eða skrá sig á viðkomandi viðburð á facebook

Þessi árangursríka ræktunaraðferð nýtist í alls konar ræktun grænmetis fyrir heimili, veitingahús eða til framleiðslu fyrir sölu á markaði. Sé athygli beint að hvítlauknum má benda á að alls eru um 200 tonn af honum flutt hingað til lands ár hvert. Felast því augljós tækifæri í að auka ræktun hans. Hann gæti hæglega orðið sjálfbær afurð fyrir heimili og veitingahús.

Húnaþing vestra var eitt af þrem landshlutasamtökum sem fengu styrk úr C1 lið Byggðaáætlunar til að hvetja til verðmæta- og nýsköpunar á sínu svæði. Þetta námskeið í NO dig/No till aðferðinni er einn af mörgum liðum í þeirri vinnu. Við hvetjum þess vegna öll áhugasöm til þess að skrá sig og kynna sér aðferðafræðina frá fólki sem hefur reynslu og þekkingu á henni segir á vef ssnv.is

Mbl.is heyrði í Þórunni í byrjun apríl og hér má lesa þá frétt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir