Skagafjörður

Fljótamót um páskana

Ferðafélag Fljóta stendur fyrir skíðagöngumóti í Fljótum föstudaginn langa ár hvert. Mótið er fyrir alla fjölskylduna og keppt er í öllum aldursflokkum.
Meira

Ríflega 40 milljónir í styrk á Norðurlandi vestra

Á vef SSNV segir að Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur úthlutað styrkjum að upphæð 130 milljónum króna til tíu verkefna á vegum sjö landshlutasamtaka sveitarfélaga. Þar af fékk SSNV þrjá styrki fyrir samtals 40.500.000 kr.
Meira

Taka í notkun meðalhraðaeftirlit í Hvalfjarðargöngum

Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að meðalhraðaeftirlit í Hvalfjarðargöngum verður tekið í notkun þann 22. febrúar 2024. Sjálfvirkt hraðaeftirlit er ein af megin áherslum í umferðaröryggisáætlun stjórnvalda. Hraðamyndavélar eru fyrst og fremst settar upp á köflum þar sem slys eru mörg, en einnig er lögð áhersla á að setja slíkan búnað upp í jarðgöngum til að draga úr líkum á að slys verði.
Meira

Dropinn holar steininn

Dropinn holar steininn eru upphafsorð bókunar skólaráðs Varmahlíðarskóla undir málaflokknum þróun mála á viðhaldi skólans. Miklar umræður hafa verið þegar kemur að viðhaldi og viðbyggingu við Varmahlíðarskóla undanfarin ár. Nú er það orðið ljóst að viðhald Varmahlíðarskóla er ekki á dagskrá í fjárhagsáætlun Skagafjarðar. Viðhaldi hefur stöðugt verið slegið á frest, að sögn vegna væntanlegra framkvæmda sem enn hafa þó ekki verið tímasettar en hafa lengi verið taldar í augsýn og eðli málsins samkvæmt eru vangaveltur um hvað þarf að bíða lengi eftir að þær framkæmdir hefjist.
Meira

Björgunarsveitin Strönd Eldhugi ársins 2023

Í byrjun febrúar óskaði Sveitarfélagið Skagaströnd eftir tilnefningum frá íbúum sveitarfélagsins í Eldhugi/eldhugar ársins 2023. Tilnefna mátti einstaklinga, félagasamtök og fyrirtæki og viðurkenninguna átti að veita á Þorrablóti Kvenfélagsins einingar í Fellsborg þann 17. febrúar. 
Meira

Húnaþing vestra hlaut styrk til uppsetningar tæknismiðju í Félagsheimilinu Hvammstanga

Á dögunum hlaut Húnaþing vestra styrk að upphæð kr. 10,5 milljónir til uppsetningar tæknismiðju í anda FabLab smiðja í Félagsheimilinu Hvammstanga. Er styrkurinn veitur af lið C1 á byggðaáætlun sem ber heitið sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða og hugsaður til tækjakaupa í smiðjuna.
Meira

Það rýkur úr undirskriftapennanum hjá Kormáki/Hvöt

Um helgina tilkynnti Kormákur/Hvöt fjóra liðsmenn sem skrifuðu undir hjá þeim á dögunum en það eru framherjinn Artur Balicki, senterinn Kristinn Bjarni Andrason,  markmaðurinn Snorri Þór Stefánsson og svo kantmaðurinn Jón Gísli Stefánsson. Á Facebook-síðunni Aðdáendasíða Kormáks/Hvatar er nánari lýsing á köppunum. 
Meira

Þorskhnakkar með chili og súkkulaðimús

Matgæðingar vikunnar í tbl 14, 2023, voru Davíð Már Sigurðsson, kokkur á Drangey SK 2 og myndasmiður, og konan hans Katrín Ingólfsdóttir, grunnskólakennari í Árskóla. Þau búa í Barmahlíðinni á Sauðárkróki og eiga saman fjögur börn, Rakel Sif, Viktor Smára, Daníel Frey og Kötlu Maríu. „Það er fátt betra en íslenski þorskurinn og er aðalrétturinn þorskhnakkar með chili og hvítlauk. Svo er gott að fá sér í eftirrétt einfalda og góða súkkulaðimús með rjóma og berjum,“ segir Davíð
Meira

,,Með hjálp systur minnar þá náði ég nokkuð góðum tökum á þessu,,

Hún Kolbrún Ósk Hjaltadóttir er frá Sauðárkróki en býr á Siglufirði með kærastanum sínum, honum Bjössa. Kolbrún er aðallega að prjóna á litlu frænkur sínar.
Meira

Ertu búin/n að skrá þig á námskeið hjá Farskólanum?

Í næstu viku verða fjögur námskeið í boði hjá Farskólanum. Það eru: Uppleið - nám byggt á hugrænni atferlismeðferð, Eldfjallafræði á mannamáli, vefnámskeið, Fab Lab Sauðárkrókur - Laserskurður - staðkennt og Fab Lab Sauðárkrókur - Fusion 360, og um að gera að skrá sig á þau námskeið sem ykkur líst á:) Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjöldin að fullu fyrir sína félagsmenn. (Þátttakendur greiða sjálfir fyrir hráefni þar sem það á við) Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minna þau aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.
Meira