Skagafjörður

Fjölskyldufjör í Glaumbæ

Byggðasafn Skagfirðinga auglýsir skemmtilega dagskrá fyrir börn og aðstandendur þeirra í vetrarfríinu fimmtudaginn 15. febrúar, frá kl. 12-16.
Meira

Helgistund í Hóladómkirkju

Að kvöldi sprengidags, þriðjudaginn 13.febrúar kl: 20:00 verður helgistund í Hóladómkirkju. Séra Halla Rut Stefánsdóttir messar, kirkjukórinn leiðir sönginn og organisti verður Jóhann Bjarnason. 
Meira

Skagfirðingar aftur í sund

Eftir hörkufrosta-kafla opnuðu sundlaugarnar á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð á ný í dag mánudaginn 12. febrúar, samkvæmt opnunartíma, en eins og tilkynnt var á dögunum þurfti að loka laugunum vegna skorts á heitu vatni.
Meira

Álagningarseðill fasteignargjalda

Á dögunum gaf sveitarfélagið út álagningarseðla vegna fasteignagjalda árið 2024. Í ljósi þess og þeirrar umræðu sem við höfum orðið vör við í kjölfarið langar mig að setja nokkur orð á blað um tilurð þessara gjalda og stöðu sveitarfélagsins gagnvart þeim.
Meira

Sundlaug Sauðárkróks opnar aftur í fyrramálið

Á Facebook-síðunni Sundlaug Sauðárkróks segir ,,Byrjað er að hita upp pottana og laugina. Opnum kl. 6:50 í fyrramálið, 12. febrúar." Það er því um að gera að gera sér ferð í sundlaugina á morgun eftir nokkurra daga lokun.
Meira

Sítrónuostakaka í boði Sigurveigar og Inga

Matgæðingar vikunnar í tbl 12, 2023, eru Króksararnir Sigurveig Anna Gunnarsdóttir og kærastinn hennar Ingi Sveinn Jóhannesson. Sigurveig er dóttir Guðnýjar og Gunna Gests og Ingi Sveinn er sonur Fríðu og Jóa á Gauksstöðum. Þau búa saman í London þar sem Sigurveig er að gera góða hluti sem tískuljósmyndari. „Við erum matarfólk og finnst fátt skemmtilegra en að elda,“ segir Sigurveig.
Meira

Rabb-a-babb 223: Arnar Skúli

Nú er það Arnar Skúli Atlason sölu- og þjónusturáðgjafi hjá VÍS, barþjónn á Kaffi Krók, leiklýsandi á visir.is á heimaleikjum Tindastóls, skemmtikraftur og margt múligt maður sem ætlar að tækla Rabbið í þetta skiptið. Arnar Skúli er einn af þeim sem fær mann til að brosa bara af að horfa á hann, með einlægninni sinni. Arnar Skúli er fæddur árið 1991 á því ári var síðasti sjónvarpsþátturinn af Dallas sendur út og Borgarkringlan var opnuð við Kringluna. 
Meira

Útileikur í kvöld hjá Meistaraflokki karla á móti Stjörnunni kl. 19:15

Jesús minn - hvernig er hægt að gleyma því að það sé leikur í kvöld... Mér tókst það næstum því. En Meistaraflokkur karla á leik við Stjörnuna og verður spennandi að fylgjast með vini okkar, honum Keyshawn Woods, í sínum fyrsta leik fyrir Tindastól á þessu tímabili.
Meira

Ertu búin/n að skrá þig á námskeið hjá Farskólanum?

Í næstu viku verða fjögur námskeið í boði hjá Farskólanum. Það eru: Ríkara líf - þakklæti og haimgja, 360 gráðu heilsa, Áleggsgerð og Úrbeining, og um að gera að skrá sig á þau námskeið sem ykkur líst á:) Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjöldin að fullu fyrir sína félagsmenn. (Þátttakendur greiða sjálfir fyrir hráefni þar sem það á við) Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minna þau aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.
Meira

Skíðasvæði Tindastóls opið í dag frá 14-19

Já það er ekki margir dagarnir sem Skíðasvæði Tindastóls hefur náð að vera með opið því hvíta gullið var lengi að safnast saman í fjallinu. En staðan í dag er hins vegar allt önnur og nóg af snjó, logn og frábært færi þó kalt sé. Skíðasvæðið verður þar með opið í dag frá kl. 14 til 19 og hægt verður að fara í neðri svæðið, töfrateppið og göngubrautina og er einnig áætlað að hafa opið yfir helgina milli kl. 11-16. Sigurður Hauksson, staðarhaldari, segir að hann vinni hörðum höndum í að koma efra svæðinu í gagnið og á hann von á því að hægt verði að renna sér á því svæði í næstu viku eða um næstu helgi.
Meira