Taka höndum saman til að stemma stigu við áfengisneyslu ungmenna undir lögaldri

Lögreglan á Norðurlandi vestra og viðburðastjórnendur Húnavöku og Elds í Húnaþingi hafa tekið höndum saman um aðgerðir til að stemma stigu við áfengisneyslu ungmenna undir aldri. Lögregla mun viðhafa virkt eftirlit með áfengislöggjöfinni á báðum hátíðum þar sem skýrt er kveðið á um að engum má afhenda áfengi sem ekki er orðinn 20 ára, miðað við afmælisdag. Þá má heldur enginn sem ekki er orðinn 20 ára neyta áfengis.
 
Verði lögregla vör við slíkt er gert ráð fyrir því að öllu áfengi verði hellt niður og ef viðkomandi er yngri en 18 ára er málið bæði tilkynnt til barnaverndar og samtal átt við foreldra. Lögreglan beinir þeim tilmælum til allra viðburðahaldara hátíðanna að ganga til liðs við þau og vinna með þeim.
Þá óska þau eftir sjálfboðaliðum í foreldrarölt á hátíðum, 1-2 klst á kvöldi. Áhugasamir foreldrar setja sig í samband við forvarnarfulltrúa lögreglu, aya01@logreglan.is.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir