Fjórða mót Esju mótaraðarinnar var í gær

Sísí, Ragnar og Atli með verðlaunin. Mynd tekin af Facebooksíðu GSS.
Sísí, Ragnar og Atli með verðlaunin. Mynd tekin af Facebooksíðu GSS.

Í gær fór fram fjórða mót Esju mótaraðarinnar á Hlíðarendavelli og voru aðstæður til spilamennsku ekki góðar á köflum. Það voru samt sem áður 35 einstaklingar sem létu sig hafa það að fara út og spila og allir kláruðu með mis góðum árangri. 

Þau sem létu veðrið ekkert á sig fá og spiluðu sig til sigurs voru þau Ragnar Ágústsson með 44 punkt í karlaflokki, Dagbjört Sísí Einarsdóttir með 36 punkta í kvennaflokki og Atli Freyr Rafnsson með 34 punkta í opnum flokki án forgjafar. Til hamingju með sigurinn:)

Þess má geta að næstkomandi laugardag, 13. júlí, verður hið árlega Opna Hlíðarkaupsmót og um að gera að vera með. Það stefnir í frábæran golfdag á Hlíðarendavelli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir