Aðeins 881 tonn eftir af aflaheimildum strandveiðitímabilsins

Mynd tekin af Facebook-síðu Skagastrandarhafnar.
Mynd tekin af Facebook-síðu Skagastrandarhafnar.

Á vefnum 200 mílur á mbl.is segir að vís­bend­ing­ar séu um að Fiski­stofa muni stöðva strand­veiðar í næstu viku, en óljóst er hvort síðasti veiðidag­ur verði á miðviku­dag eða fimmtu­dag. Eins og staðan er núna er aðeins 881 tonn eft­ir af þeim 2.000 tonnum sem matvælaráðherra undirritaði breytingar á þann 27. júní sl.. Með aukningunni fór heildarráðstöfun í þorski til strandveiða úr 10.000 tonnum upp í 12.000 tonn.

Þá segir einnig að í júlí hef­ur þorskafl­inn hingað til verið um þúsund tonn á viku eða 257 tonn á dag og mun taka 3,4 daga að klára afla­heim­ild­irn­ar verði afl­inn eins í næstu viku. Þorskafl­inn hef­ur hins veg­ar verið að meðaltali 285 tonn á strand­veiðitíma­bil­inu öllu sem hófst 2. maí og verði afl­inn slík­ur tek­ur 3,1 dag að klára heim­ild­irn­ar.

Aðstæður til veiða verða góðar eft­ir helgi ef marka má veður­spá. Veður­stof­an ger­ir ráð fyr­ir að á mánu­dag og þriðju­dag verði hæg norðlæg eða breyti­leg átt og bjart með köfl­um, en sums staðar lík­ur á þoku eða súld við sjáv­ar­síðuna. Á miðviku­dag verður norðaust­læg átt með vætu víða um land. Þá ger­ir sjó­lags­spá Vega­gerðar­inn­ar ráð fyr­ir frem­ur litl­um öldu­gangi og slétt­um sjó víða. Með hag­stæð skil­yrði til sókn­ar og lít­inn kvóta eft­ir er ekki ólík­legt að mik­ill fjöldi strand­veiðibáta munu sækja sjó­inn eft­ir helgi. Fari svo að strand­veiðar verði stöðvaðar að lokn­um miðviku­degi 17. júlí eða fimmtu­degi 18. júlí er ljóst að strand­veiðar árs­ins ent­ust aðeins leng­ur en í fyrra en ekki jafn lengi og 2022. Á síðasta ári voru strand­veiðar stöðvaðar frá og með 12. júlí en frá og með 21. júlí sum­arið 2022.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir