Paula Cánovas á Krókinn

Velkomin Paula. MYND: DAVÍÐ MÁR
Velkomin Paula. MYND: DAVÍÐ MÁR

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við hin spænsku Paula Cánovas um að leika með kvennaliðinu á næsta tímabili í Bónus deildinni. Pála er 24 ára gömul, 176 sentimetrar á hæð og leikur í stöðu leikstjórnanda. Hún er þriðji erlendi leikmaðurinn til að semja við lið Tindastóls síðustu vikuna en áður hefur verið tilkynnt að hin spænska Laura Chahrour og hin bandaríska Shaniya Jones taki slaginn með Stólastúlkum í vetur.

„Paula mun koma til með að hjálpa okkur mikið í stöðu leikstjórnanda. Hún er hungraður leikstjórnandi sem leggur áherslu á að taka réttar ákvarðanir fyrir liðið. Öll lið þurfa leikmenn eins og hana, sem leggja áherslu á að finna opnanir fyrir samherja sína. Hún hefur mikinn metnað til að bæta leik sinn, verða betri og hjálpa liðinu,“ segir [sennilega] Israel Martin þjálfari kvennaliðs Tindastóls.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir