Skagafjörður

Skagfirska mótaröðin - úrslit sl. helgi

Annað mótið í Skagfirsku mótaröðinni var haldið laugardaginn 2. mars í Svaðastaðahöllinni á Króknum og var keppt í fjórgangi V2 í 1. flokki, 2. flokki, ungmennaflokki og unglingaflokki. Þá var einnig keppt í fjórgangi V5 í 3. flokki og barnaflokki. Í V2 1. flokki vann Lea Christine Busch á Síríus frá Þúfum en þau hlutu 7,23 í einkunn. Í 2. flokk vann Þóranna Másdóttir á Dalmari frá Dalbæ með 6,63 í einkunn og í ungmennaflokkinn vann Auður Karen Auðbjörnsdóttir á Báru frá Gásum með 6,60 í einkunn. Hjördís Halla Þórarinsdóttir vann svo unglingaflokk á Flipa frá Bergstöðum með 7,13 í einkunn. Í V5 í 3. flokki vann Hrefna Hafsteinsdóttir á Sóldísi frá Hóli og í barnaflokki vann París Anna Hilmisdóttir á Gný frá Sléttu með 6,29 í einkunn. 
Meira

Tveir sigurleikir í röð hjá meistaraflokki kvenna

Meistaraflokkur kvenna tók á móti ungmennaflokki Stjörnunnar í Síkinu, föstudaginn 1. mars, og spiluðu svo við ungmennaflokk Keflavíkur, miðvikudaginn 6. mars, í Keflavík. Stólastúlkur gerður sér lítið fyrir og hirtu öll þau stig sem í pottinum voru og unnu báða leikina mjög sannfærandi. 
Meira

Kormákur/Hvöt gerði jafntefli á móti KF

Kormákur/Hvöt spilaði gegn nágrönnum sínum úr Fjallabyggð í Lengjubikarnum á Króknum laugardaginn 2. mars. Á Facebook-síðu Kormáks/Hvatar segir að mikið hafi verið um forföll hjá liðinu en þá hafi næstu menn stigið upp. Var þetta fyrsti byrjunarliðsleikur hjá hinum 16 ára gamla Agli Guðnasyni og þá komu inn á þeir Stefán, Finnur og Þröstur sprækir af bekknum, allir að spila sinn fyrsta leik með liðinu.
Meira

Gjafir til samfélagsins

Það er hægt að segja að Kvenfélög í Skagafirði séu einn af styrkleikum Skagafjarðar, með vinnu sinni og styrkjum til hinna ýmissa verkefna í nærumhverfinu. Í Skagafirði eru tíu kvenfélög og elst þeirra er kvenfélagið í Hegranesi. Hvað gera kvenfélög og til hvers eru þau? Kvenfélögin eru góður vettvangur fyrir einstaklinga til þess að hittast, kynnast, spjalla, læra eitthvað nýtt, hafa gaman og láta gott af sér leiða. Þannig að ef þig langar til þess að kynnast nýju fólki og láta gott af þér leiða þá er kvenfélag góður vettvangur til þess.
Meira

Átaksverkefni sem varðar stöðuleyfi í Húnabyggð

Á vef Húnabyggðar segir að farið hefur að stað með átaksverkefni sem varða stöðuleyfi í Húnabyggð. Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur á síðustu vikum farið um öll svæði Húnabyggðar og skoðað alla þá gáma, báta, hjólhýsi og frístundarhús sem eru í smíðum, sem ætlað er til flutnings og eru ekki með útgefin stöðuleyfi.
Meira

Aðeins sjö landanir sl. viku

Vikuna 25. febrúar til og með 2. mars lönduðu þrír bátar/togarar á Króknum tæpum 239 tonnum í þrem löndunum. Á fisk.is segir að Málmey hafi verið við veiðar á Kögurgrunni og uppistaða aflans hafi verið þorskur og ýsa. Þá var Drangey við veiðar á Kolluáli og Grunnkanti og uppistaða aflans var þorskur, ýsa og karfi.
Meira

Segjum já við gjaldfrjálsum skólamáltíðum Skagafjörður!

Í yfirstandandi kjarasamningsviðræðum leggur verkalýðshreyfingin áherslu á að hluti gjaldskrárhækkana sveitarfélaga frá síðustu áramótum verði dregin til baka, að bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla verði brúað og að skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar. Svo virðist sem einhver sveitarfélög leggist því miður gegn gjaldfrjálsum skólamáltíðum en ríkið kemur til með að greiða 75% þess kostnaðar, eða tæpa 4 milljarða af 5 milljörðum.
Meira

Í návígi við villt dýr

Þann 3. mars var alþjóðlegur dagur villtra dýra og í tilefni hans mátti sjá margar fallegar myndir á samfélagsmiðlum þar sem fólk deildi þeim myndum sem það hefur náð að festa á filmu hér á landi. Róbert Daníel Jónsson og Höskuldur Birkir Erlingsson, vinir okkar frá Blönduósi, birtu nokkrar mjög fallegar sem við ætlum að deila með ykkur í þessari frétt en Róbert Daníel átti einnig heiðurinn af forsíðumyndunum á Feyki þessa vikuna. 
Meira

Spilakvöld á Hofsósi

Spilakvöld verður haldið í Félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi föstudaginn 8. mars kl 20. Það verður gott úrval borðspila frá bókasafninu á staðnum en fólk er einnig hvatt til að taka með sér spil að heiman.
Meira

Landslagið í landbúnaði og matvælaframleiðslu

Á morgun fimmtudaginn 7. mars í aðalbyggingu LBHÍ á Hvanneyri verður spennandi málþing- Landslagið í Landbúnaði og matvælaframleiðslu frá kl. 10-15  og að loknu málþingi verður matarmarkaður frá 15-18.
Meira