Arctic Coast Open var haldið sl. helgi á skotsvæði Skotfélags Markviss
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
24.07.2024
kl. 14.23
Á Facebook-síðu Skotfélags Markviss segir að vel heppnuðu Arctic Coast Open mót á skotsvæði Skotfélags Markviss lauk sl. helgi. Ekki er hægt að segja að veðurguðirnir hafi lagt margt jákvætt til málanna þessa helgi, en þrátt fyrir úrhelli og kulda gengu hlutirnir eins og í sögu. Keppendur frá fjórum skotfélögum auk Markviss mættu til keppnis. Skotið var eftir hefðbundnu fyrirkomulagi, skipt var í A og B flokk eftir keppni á laugardeginum (3 umferðir) og svo skotnar tvær síðustu umferðirnar auk úrslita í báðum flokkum á sunnudeginum.
Sigurvegari í B-flokki var Snjólaug María Jónsdóttir úr Markviss og í A-flokki var Arnór Logi Uzureau úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar hlutskarpastur. Þá skaut Daníel Logi Heiðarsson meistaraflokks skor á mótinu og er því kominn upp í meistaraflokk. Að þessu sinni var Norðurlandsmeistaramótið keyrt samhliða "ACO". Í kvennaflokki endurheimti Snjólaug M. Jónsdóttir titilinn en hún keppti ekki árið 2022 og því miður þá féll mótið niður í fyrra. Guðlaugur Bragi Magnússon varði svo titilinn sinn frá 2022. Mótanefnd Skotf. Markviss þakka keppendum kærlega fyrir ánægjulega helgi og vonast til að sjá sem flesta aftur að ári í betra veðri.
Verðlaunahafar mótsins
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.