Skagafjörður

Pavel í veikindaleyfi - virðum friðhelgi hans í bataferlinu

Í ljósi veikindaforfalla Pavels Ermolinskij hefur verið ákveðið að Svavar Atli Birgisson taki tímabundið við sem þjálfari meistaraflokks Tindastóls í körfuknattleik karla. Honum til aðstoðar verður Helgi Freyr Margeirsson.
Meira

Upplýsingafundur um riðu á Norðvesturlandi í kvöld á Blönduósi

Matvælastofnun boðar til upplýsingafundar um riðu þriðjudaginn 12. mars kl. 20:00, í BHS-salnum að Húnabraut 13 á Blönduósi. Fulltrúar MAST og RML hafa framsögu og sitja fyrir svörum. Fundurinn er öllum opinn.
Meira

Þorramót Fisk og GSS

Á Flötinni á Króknum, sem er inni aðstaða fyrir golfara í GSS, er búið að vera í gangi, síðan í byrjun febrúar, Þorramót Fisk-Seafood og GSS. Skráning á mótið  gekk vonum framar en þetta er liðamót þar sem tveir keppa saman og spilaður er níu holu völlur. Tólf lið skráðu sig til leiks og var þeim skipt upp í fjóra riðla, þrjú lið í hverjum riðli.
Meira

Mikilvægur sigur í Síkinu

Stólastúlkur unnu Ármann í hörku leik í Síkinu sl. sunnudagskvöld 64-58. Nú sitja þær í 4. sæti en eru samt sem áður með jafn mörg stig og öll liðin fyrir ofan, Aþena, KR og Hamar/Þór, 26 stig. Þær eiga nú þrjá leiki eftir og er næsti leikur á móti Hamar/Þór í Síkinu þann 16. mars en þær sitja í 3. sæti og því mjög mikilvægt að Stólastúlkur vinni þann leik ef þær ætla að halda sér í toppbaráttunni.
Meira

Heldur útgáfutónleika með eigin tónlist

Hrafnhildur Ýr er sveitastelpa úr Víðidal í Vestur-Húnavatns- sýslu, en hún ólst upp í Dæli frá fimm ára aldri. Vorið sem Hrafnhildur varð fimm ára skrapp hún með mömmu sinni í sauðburð í sex vikur en svo vildi til að þær fóru ekki aftur til baka því mamma hennar varð ástfangin af bóndasyninum. ,,Hann ættleiddi mig svo þegar ég var sex ára og það sama ár eignaðist ég bróður og svo fæddist sá yngsti fjórum árum eftir það. Þeir heita Vilmar Þór og Kristinn Rúnar og lærðu báðir á Króknum á sínum tíma, Vilmar húsasmíði og Kiddi bifvélavirkjun."
Meira

Réttur til sambúðar á hjúkrunarheimilum og búsetu á landsbyggðinni

„Það er eins og við séum slitin í sundur, það er ekki hægt að segja annað, og einmitt þegar kannski væri mest þörfin fyrir stuðning.“ Þetta sagði viðmælandi í Kastljóssviðtali árið 2013. Eiginkona hans þurfti að flytjast á hjúkrunarheimili og hann vildi fara með henni en fékk ekki samþykkt færni- og heilsumat. Maðurinn heimsótti konuna sína daglega í þrjú ár.
Meira

Söfnunarkvöld FNV í kvöld

Nemendur í lífsleikni áfanganum Siðferði og mannréttindi í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra ætla að halda söfnunarkvöld í sal bóknámshúss FNV frá kl.19-21 mánudaginn 11. mars til styrktar Krabbameinsfélags Skagafjarðar.
Meira

Sóldísir heimsækja Blönduós

Á morgun þriðjudaginn 12.mars kl. 20:00 mun Kvennakórinn Sóldís í Skagafirði syngja lögin hans Magga Eiríki í Blönduóskirkju.
Meira

Auknar veiðiheimildir til strandveiða

Í liðinni viku mælti ég fyrir þingsályktunartillögu um um eflingu strandveiða með auknum aflaheimildum. Í tillögunni er lagt til að stækka félagslega hluta kerfisins úr 5,3% upp í 8,3%. Einnig er lagt til að endurskoðuð verði skipting aflamagns á milli aðgerða innan kerfisins og meiri veiðiheimildum beint til strandveiða og smærri útgerða. Matvælaráðherra verði falið „að efla félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins með aukinni hlutdeild í heildarafla og með endurskoðun á skiptingu aflamagns innan kerfisins og á hlutverki hverrar aðgerðar innan þess.“
Meira

Folaldafille og kókosbolludraumur

Matgæðingar vikunnar í tbl 17 í fyrra voru Gunnhildur Dís Gunnarsdóttir og Þröstur Kárason. Gunnhildur starfar á skrifstofu Fisk-Seafood og Þröstur er húsasmíðameistari og starfar hjá Friðriki Jónssyni. Þau eru búsett á Sauðárkróki ásamt dætrum sínum, Berglindi Björgu og Bergdísi Brynju. Þau ætla að bjóða upp á uppskriftir að folaldafille.
Meira