Skagafjörður

Hjólhýsabruni á Löngumýri, Skagafirði

Eldur kviknaði í hjólhýsi á Löngumýri í Skagafirði í dag. Samkvæmt Brunavörnum Skagafjarðar barst tilkynning um brunann kl. 10:59 og var allt tiltækt lið frá Sauðárkróki kallað út. Við komu viðbragðsaðila á staðinn var hjólhýsið gjörónýtt og til happs var að enginn var í hjólhýsinu þegar eldur kom upp. Þá voru engin mannvirki nálægt og gróður í kringum hjólhýsið blautt og iðagrænt og náði því eldurinn ekki að breiðast meira út áður en slökkvibíllinn kom á staðinn.  
Meira

Frábær árangur á Íslandsmóti barna og unglinga í hestaíþróttum

Íslandsmót í barna- og unglingaflokki í hestaíþróttum fór fram í Mosfellsbæ á dögunum og þar átti hestamannafélagið Skagfirðingur flottar fulltrúa sem stóðu sig ótrúlega vel. Í barnaflokki var einn fulltrúi, Emma Rún Arnardóttir, í unglingaflokki kepptu þær Greta Berglind Jakobsdóttir, Hjördís Halla Þórarinsdóttir og Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir.
Meira

Norðanpaunk haldið í 10. sinn um verslunarmannahelgina

Um verslunarmannahelgina verður Norðanpaunk, ættarmót paunkara, haldið í 10. sinn á Laugarbakka í Miðfirði. Á vefnum huni.is segir að áhersla hátíðarinnar frá upphafi hefur ávallt verið á óvanalega íslenska jaðartónlist, en nokkrar erlendar sveitir hafa einnig mætt á svæðið og spilað fyrir gesti. Engin breyting verður á því í ár. Allt skipulag Norðanpaunks er í höndum sjálfboðaliða sem samanstanda af hljómsveitameðlimum og gestum hátíðarinnar.
Meira

Golfklúbbur Skagafjarðar keppir í 3. deildinni að ári

Íslandsmót golfklúbba í 2. deild karla fór fram í Vestmannaeyjum dagana 23.-25. júlí. Átta golfklúbbar kepptu um eitt laust sæti í 1. deild að ári og átti Golfklúbbur Skagafjarðar fulltrúa á þessu móti. Það voru þeir Ingvi Þór Óskarsson, Brynjar Örn Guðmundsson, Tómas Bjarki Guðmundsson, Hlynur Freyr Einarsson, Atli Freyr Rafnsson, Hákon Ingi Rafnsson, Jóhann Örn Bjarkason og Þórleifur Karlsson sem fóru fyrir hönd GSS, liðsstjóri var Andri Þór Árnason. 
Meira

Þórgunnur varð Íslandsmeistari í samanlögðum fimmgangsgreinum

Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna í hestaíþróttum fór fram á félagssvæði Fáks í Reykjavík nú um helgina. Þórgunnur Þórarinsdóttir, Hestamannafélaginu Skagfirðingi, varð þá Íslandsmeistari í samanlögðum fimmgangsgreinum í ungmennaflokki á Djarfi frá Flatatungu.
Meira

Eldað í Air-fryer - blómkálsvængir og kanilsnúningar

Þá er komið að því að kynna tvo nýja rétti sem hægt er að græja í air fryer og verður boðið upp á blómkálsvængi með hlynsírópsgljáa og kanilsnúninga…. Mmmmm nammi namm...
Meira

Girðing sprettur upp umhverfis kirkjugarðinn á Króknum

Þeir sem hafa átt erindi upp á Nafirnar ofan Sauðárkróks hafa væntanlega tekið eftir því að þar eru í gangi framkvæmdir við girðinguna umhverfis kirkjugarðinn. Steypta girðingin austan megin garðsins hefur verið felld og fjarlægð og sama gildir um trégirðinguna. Nú er búið að steypa undirstöður fyrir nýja girðingu og framkvæmdir hafnar við að koma þeirri nýju fyrir.
Meira

Fótbolta fegurðarsýning á Króknum

Lið Tindastóls og KH-inga af Hlíðarenda mættust í þriðja sinn í sumar á Króknum í dag. KH vann fyrri leik liðanna í 4. deild en Stólar sendu þá kumpána úr keppni í Fótbolta.net bikarnum nýlega í jöfnum leik. Stígandi hefur verið í leik Stólanna í sumar og í dag voru þeir mun sterkara liðið og spiluðu oft á tíðum hreint glimrandi fótbolta og uppskáru verðskuldaðan 4-1 sigur. Settust þar með á topp 4. deildar en hafa leikið leik meira en lið Ýmis.
Meira

Mexíkósúpa og gamaldags karamella

Það er Inga Jóna Sigmundsdóttir sem er matgæðingur Feykis í tbl 33 í fyrra. Inga er fædd á því herrans ári 1970 og er alin upp á besta staðnum, Sauðárkróki, eins og hún orðaði það sjálf. Þar hefur hún alltaf búið fyrir utan fjögur ár, tvö ár á Akranesi og tvö ár í Moelven í Noregi. Inga er leikskólaliði á leikskólanum Ársölum og á fjögur börn, Sævar 27 ára, Ásrúnu 26 ára, Eyþór 19 ára og Evu Zilan 11 ára. 
Meira

Valdís Ósk Óladóttir ráðin í starf ráðgjafa í barnavernd hjá Skagafirði

Á vef Skagafjarðar segir að Valdís Ósk Óladóttir hefur verið ráðin í starf ráðgjafa í barnavernd á fjölskyldusviði hjá sveitarfélaginu Skagafirði. Valdís er með BSc. gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst og ML gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Valdís Ósk hefur góða þekkingu á barnaverndarlögunum og skrifaði meistaraprófsritgerð sína um réttindi barna og þvingunarúrræði skv. barnaverndarlögum. Samhliða námi sínu hefur Valdís Ósk starfað hjá Barna- og fjölskyldustofu og á meðferðarheimilinu Krýsuvík og öðlast þar reynslu í ráðgjöf og vinnslu barnaverndarmála.
Meira