Ekkert er sjálfgefið á sérleiðum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
01.08.2024
kl. 10.04
Ljómarallýið fór fram um síðustu helgi og voru 20 áhafnir ræstar út frá Vélavali í Varmahlíð á laugardagsmorgninum en rallýkeppnin var önnur í röðinni af fimm í Íslandsmeistaramótinu 2024. Veðurskilyrði voru ákjósanleg, hvorki sól, þoka, né úrkoma að trufla einbeitingu ökumanna eða starfsfólks. Aðstæður voru þó nokkuð krefjandi og vætutíð að undanförnu gerði yfirborð vegar á köflum mjög sleipt en töluverð afföll urðu í keppnisbílaflotanum vegna bilana, útafaksturs og veltutilþrifa. Sex áhafnir urðu að játa sig sigraðar og luku ekki keppni.
Meira