Skagafjörður

Stafræn leiðsögn um Þrístapa og Villa Nova

Sýndarveruleiki ehf. á Sauðárkróki vinnur nú að verkefni sem felst í frekari tilraunum á virkni þeirra tæknilausna sem þróaðar hafa verið innan vébanda Sýndarveruleikans undanfarin ár. Er það ætlað að lengja dvalartíma ferðafólks á svæðinu með tilheyrandi margfeldisáhrifum í ferðaþjónustu. Var þetta eitt af verkefnunum sem fengu stuðning frá Uppbyggingasjóði SSNV í byrjun janúar að upphæð 2.500.000 kr. 
Meira

LEIKDAGUR!!

Á Facebooksíðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls er biðlað til ykkar kæra stuðningsfólk að allir eigi að vera búnir að finna til kúrekahattinn og pressa Tindastólsbolinn því að í kvöld er leikdagur.
Meira

Fundinum um forystufé frestað til 7.apríl

Ákveðið hefur verið útaf slæmri veðurspá að fresta fundinum sem vera átti næstkomandi sunnudag 17.mars til sunnudagsins 7. apríl. Allt annað er óbreytt. „Áhugafólk um forystufé úr öllum áttum mætir, hefur gaman saman og spjallar um (forystu-)heiminn og geiminn. Ekki síst um umdeilt efni á borð við blendinga, forystufé í göngum, skilgreiningu út frá ættum eða eiginleikum eða útliti. Við skoðum fé, hlustum á sögur, deilum reynslu, spyrjum spurningar og fræðumst á skemmtilegan hátt!“
Meira

Auglýsing um skipulagsmál - Tjaldsvæðið við Sauðárgil

Skipulagsfulltrúi Skagafjarðar auglýsir tillögu að breytingu á aðalskipulagi, Afþreyingar- og ferðamannasvæði á Sauðárkróki og tillögu að deiliskipulagi, Tjaldsvæðið við Sauðárgil. Hér að neðan má m.a. sjá kynningarmyndband sem útskýrir deiliskipulagstillöguna ítarlega.
Meira

Húnabyggð hyggst bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir næsta haust

Á fréttavefnum Huni.is segir að sveitarstjórn Húnabyggðar fagni því að samningar hafi náðst á vinnumarkaði og er hún reiðubúin til að leggjast á árarnar um að samstaða náist um mál er varða aðkomu sveitarfélaga á samningunum. Sveitarstjórnin ætlar að bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir grunnskólabörn frá og með næsta hausti og til loka samningstíma samninganna en með þeim fyrirvara að ríkisvaldið komið að málum eins og lagt er upp með. Þá leggur sveitarstjórnin áherslu á að tryggja þurfi aðkomu ríkisins til framtíðar að málaflokknum svo kostnaður lendi ekki í fanginu á sveitarfélögum að samningstímanum loknum.
Meira

Sýningar hófust í gær

Í gær hófust sýningar á leikritinu Garðabrúðan hjá 10. bekk í Árskóla en þau hafa unnið hörðum höndum síðustu vikur með að koma þessu heim og saman.  Gaman er að segja frá því að fullt var á fyrstu sýninguna hjá krökkunum og mæli ég eindregið með þessari sýningu. Leikstjórar eru þau Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og Eysteinn Ívar Guðbrandsson og virðist þetta tvíeyki skothelt þegar kemur að uppsetningu leikrita. Næsta sýning er í dag kl. 17 og er miðasalan opin frá kl. 14:00-17:00. Nú er um að gera að skella sér á leikrit hjá 10. bekk og sjá þessa ungu og efnilegu krakka sýna hvað þau eru glæsileg.
Meira

Páskabingó í Varmahlíðarskóla í dag

Í dag, 14. mars kl. 17:00 heldur 10. bekkur sitt árlega páskabingó í matsal skólans. Miðað við fjallið af vinningum sem nemendur hafa safnað í hús geta margir glaðst með hjálp bingóspjaldanna! Í ár er svo boðið upp á nýjung: nemendur í 10. bekk bjóða upp á barnapössun! Spjaldið kostar kr. 1.000 og sömuleiðis barnapössun.
Meira

Tækjamót Slysavarnarfélags Landsbjargar um næstu helgi

Á Facebooksíðu Björgunarveitin Skagfirðingasveit segir að um helgina verði allt fullt af björgunarsveitartækjum í Skagafirði og nágrenni en halda á Tækjamót Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hér à svæðinu. Félagar úr björgunarsveitum frá Húnavatnssýslu og Skagafirði hafa undanfarnar vikur lagt hart að sér við að skipuleggja mótið en um 260 manns eru skràðir og fylgir þeim gríðarmagn af tækjum.
Meira

Karlakórinn Söngbræður með tónleika á Hvammstanga

Karlakórinn Söngbræður heldur tónleika í félagsheimilinu á Hvammstanga laugardaginn 16. mars kl. 16:00. Stjórnandi kórsins er Viðar Guðmundsson og um píanóleik sér Kjartan Valdemarsson. Miðaverð er kr. 3000 og posi verður á staðnum.
Meira

Þórður Ingi vann þriðja Kaffi Króks mótið

Þriðjudaginn 12. mars var þriðja mótið í Kaffi Króks mótaröðinni haldið í aðstöðu Pílukastfélags Skagafjarðar og tóku 17 keppendur þátt í þetta sinn. Spilað var í þrem riðlum og stóð Þórður Ingi Pálmarsson uppi sem sigurvegari í A-riðli, Reynir Hallbjörnsson vann B-deildina og Andri Þór Árnason vann C-deildina. Hæsta útskot kvöldsins átti svo hinn ungi Axel Arnarsson með 121 stig.
Meira