Rabb-a-babb 94: Villi Árna
Nafn: Vilhjálmur Árnason
Árgangur: Hinn ótrúlegi 1983 árgangur
Fjölskylduhagir:Trúlofaður Sigurlaugu Pétursdóttur og eigum við saman synina Pétur Þór og Patrek Árna.
Búseta: Grindavík city
Hverra manna ertu: Sonur Árna Egils og Þórdísar Þóris (Dísu eins og Binni Júlla segir).
Starf / nám: Er að ljúka BA námi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Starfa sem lögreglumaður hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum, ökukennari, varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi og varabæjarfulltrúi í Grindavík.
Bifreið: Toyota Avensis… með spoiler
Hestöfl: Á við þrjú vel tamin Bjarnahross frá frændum mínum á Hvalnesi, Ásgeirsbrekku og Mannskaðahóli.
Hvað er í deiglunni: Framboð í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Ætla að kenna þeim hvernig við gerum þetta í sveitinni.
Hvernig hefurðu það? Hef það fínt en sakna Skagafjarðar.
Hvernig nemandi varstu? Ég vona að ég hafi verið þægilegur nemandi en eflaust fleiri lært meira heima en ég.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Þegar amma kom eftir að hafa saumað annsi margar fermingadragtir.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Menntaður smiður og vera bóndi.
Hvað hræðistu mest? Að síminn verði batteríslaus
ABBA eða Rolling Stones?Rolling Stones
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? Ég man ekki eftir því að hafa keypt plötu nema til að gefa í afmælisgjöf. En ég hélt mikið upp á kasettu sem ég átti með Geirmundi Valtýrssyni.
Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí? Nú er ég léttur ..
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? Suits
Besta bíómyndin (af hverju)? Shawshank redemption,
Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Borða afganga
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Plokkfiskur a la Villi
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? Hnetur og súkkulaðirúsínur
Hvað er í morgunmatinn? Ab mjólk með múslí og epli
Hvernig er eggið best? Spælt egg á brauði með steiktri skinku og ananas…og vel af tómatsósu.
Uppáhalds málsháttur? Betra er að gefa en þiggja
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Rassmus klumpur
Hver er uppáhalds bókin þín? Einfalt með kokkalandsliðinu sem Jóel Þór bróðir minn gaf mér
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... til Taílands
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Er stundum með aðeins of mörg járn í eldinum J
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óheiðarleiki
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? Liverpool, ég fylgdi Steinari félaga mínum í þessari ákvörðun á sínum tíma þar sem ég taldi hann hafa meira vita á fótbolta en ég J
Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Alla Munda
Hvaða fræga manneskja mundir þú helst vilja vera og af hverju? Jón Sigurðsson, til að berjast fyrir áframhaldandi sjálfstæði Íslendinga.
Hver var mikilvægasta persóna síðustu 100 ára að þínu mati? Alda amma
Ef þú ættir að dvelja alein/n á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? síma, hníf og sólarvörn.
Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Villi er allt sem þarf!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.