Rabb-a-babb 93: Steini Brodda
Nafn: Þorsteinn Tómas Broddason.
Árgangur: 1968.
Fjölskylduhagir: Giftur og á tvo drengi, 13 og 15 ára.
Búseta: Sauðárkrókur.
Hverra manna ertu: Sonur Sauðkrækingsins Imbu Tomma og Hofsósingsins Brodda Þorsteins.
Starf / nám: Verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Bifreið: Renault Megane.
Hestöfl: Skráður 117 en þar sem hann er bilaður skilar hann engu þeirra niður í götu.
Hvað er í deiglunni: Skil á lokaverkefni í Fab Academy MIT, botnlaus vinna og hugsanlega nokkrar skíðaferðir.
Hvernig hefurðu það? Ég verð ekkert skárri
Hvernig nemandi varstu? Einn kennarinn minn sagði að ég hefði aldrei verið með hugann við efnið en samt vitað hvað gekk á.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Það hlýtur að vera annað hvort stóru skórnir mínir (ég var 150cm hár í skóm nr. 45) eða brakið í hnjánum á Halla Freyju.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Flugið heillaði alltaf, annars sagði Gústi Eiðs mér um daginn að ég hefði sagst ætla að verða geimfari. Ég læt hugarflug duga í dag.
Hvað hræðistu mest? Drukkna ökumenn.
ABBA eða Rolling Stones? Rolling Stones, Ella Gunna frænka sá til þess.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? Fyrsta platan sem ég keypti var platan 7 með Madness.
Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí? Ég hef einu sinni stigið á svið í Kareókí og song þá Crazy little thing called love með Queen. Sem betur fer var þetta lokað partí.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? 187 Detroit
Besta bíómyndin (af hverju)? Leon eftir Luc Besson, frábær spennumynd með flotta persónuuppbyggingu.
Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Tuða. Enginn kemst í hálfkvisti við mig þar.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Ekkert eitt kemur upp í hugann, en það er mest fagnað heima hjá mér þegar ég geng frá eftir mig.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? Harðfiskur og súkkulaði
Hvað er í morgunmatinn? Ristað brauð með osti, hafragrautur ef mikið liggur við.
Hvernig er eggið best? Poacherað með steiktri skinku og hollandaise sósu (egg Benedictine).
Uppáhalds málsháttur? Engin er verri þó hann vakni.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Dilbert.
Hver er uppáhalds bókin þín? Maðurinn sem féll til jarðar, Walter Tevis.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... til Flórens á Ítalíu með viðkomu í Stavanger í Noregi.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Skipulagsleysi.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Fordómar.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? Aldrei haft áhuga á fótbolta en ef snúið yrði uppá hendina á mér þá myndi ég sennilega segja Wolves af því að amma hélt uppá þá.
Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Þangað til nýlega var það Lance Armstrong en sennilega verð ég að endurskoða það. Annars kom Ásdís Hjálmsdóttir í hugann þegar ég las spurninguna.
Hvaða fræga manneskja mundir þú helst vilja vera og af hverju? Ellen Generes. Ég held að hún hafi bara svo rosalega gaman af lífinu.
Hver var mikilvægasta persóna síðustu 100 ára að þínu mati? Albert Einstein.
Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Reiðhjól, hníf og tjald.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.