Matgæðingar

„Sindra kjúlli“ og hrísgrjónaréttur

Matgæðingur vikunnar í tbl. 31 í fyrra var í þetta sinn Elísabet Jóna Gunnarsdóttir sem er fædd og uppalin á Sauðárkróki og af hinum stórfína 70 árgangi. Elísabet hefur búið á Króknum alla sína ævi fyrir utan fimm ár er hún bjó í Reykjavík og er í fjarbúð með Málfríði Hrund Einarsdóttur sem býr í Hafnarfirði. Elísabet starfar hjá RH endurskoðun og á tvíburana, Ólöfu Ósk og Gunnar Stein, sem eru 22 ára.
Meira

Ostasalat og kjúklingur með pestó og paprikusnakki

Matgæðingar þessa vikuna eru Freyja Rut Emilsdóttir og Helgi Jóhannesson en þau búa á Króknum ásamt börnum sínum; Emmu Katrínu 16 ára, Júlíu Marín alveg að verða 13 ára og tvíburunum Aroni Elmari og Jóel Darra sem eru 7 ára. Sú elsta, Laufey Helga, býr í Reykjavík.
Meira

Fyllt grísalund og Oreo ostakaka

Matgæðingar vikunnar eru Gestur Sigurjónsson, kennari í Árskóla, og Erna Nielsen, bókari hjá RH endurskoðun. Gestur og Erna búa á Skagfirðingabraut ásamt fjórum af sex börnum þeirra. Kristu Sól (21), Sigurjóni Elís (10), Brynju (7) og Freyju (7) og hundinum Kappa (2).
Meira

Geggjuð kjötmarinering og marengsskál

Matgæðingar vikunnar í tbl 29 í fyrra voru Sunna Björk Atladóttir og Kristinn T. Björgvinsson en þau búa í Túnahverfinu á Króknum. Sunna Björk er 35 ára lögmaður og löggiltur fasteignasali að mennt ásamt því að vera eigandi Fasteignasölu Sauðárkróks. Kristinn er 44 ára, menntaður í húsasmíði og vinnur sjálfstætt við þá iðn. Þau eiga saman Björgvin Skúla Kristinsson sem er fjögurra ára. „Þegar við fáum fólk í mat er algjör snilld að henda í þessar uppskriftir – einfalt og þægilegt,“ segir Sunna. 
Meira

Indverskur kjúklingaréttur með jógúrtsósu

Matgæðingar vikunnar eru Sólrún Björg Þorgilsdóttir og Ólafur Karlsson. Sólrún er fædd og uppalin á Hofsósi en Óli er úr Mosfellsbænum. Þau hafa búið saman á Hofsósi frá byrjun 2019 og eiga þrjár dætur, þær Freyju, Hörpu og Karólínu.
Meira

Grilluð hörpuskel og pastasalat

Matgæðingar vikunnar í tbl 28 í fyrra voru Steinunn Gunnsteinsdóttir og Jón Eymundsson en þau búa í Iðutúninu á Króknum. Þau eiga þrjú börn og Steinunn starfar hjá Upplýsingamiðstöðinni á Króknum sem staðsett er í 1238 húsinu og Jón hjá K-Tak.
Meira

Brauðréttur og súkkulaðikaka

Matgæðingar í tbl 27, 2023, voru þau Ingunn Sandra Arnþórsdóttir og Birgir Ingvar Jóhannesson. Ingunn er fædd og uppalin á Sauðárkróki en Birgir á Hofsósi en þau búa nú á Sauðárkróki. Ingunn er í fæðingarorlofi eins og er en vinnur hjá Landgræðslunni og Birgir vinnur hjá Vinnuvélum Símonar. Ingunn og Birgir eiga saman tvö börn, Rúrik Leví 6 ára og Anneyju Evu eins og hálfs árs.
Meira

Mexikósk panna og mjólkurlaus ís

Þau Regína Valdimarsdóttir og Stefán Þór Þórsson voru matgæðingar vikunnar í tbl 26. Regína og Stefán eru gift og eiga tvö börn, Yrsu 9 ára og Valdimar 3 ára. Stefán er fæddur og uppalinn í Háfi sem er bóndabær rétt fyrir utan Þykkvabæ en Regína er ættuð úr Skagafirðinum en uppalin í Garðabæ. Regína er lögfræðingur að mennt og með meistaragráðu í lögfræði og opinberri stjórnsýslu. Starfar hann sem teymisstjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun á Sauðárkróki. Stefán Þór er húsasmiður og er einnig í iðnmeistaranámi og starfar sem smiður hjá Trésmiðjunni Ýr. Þau elska mexíkóskan mat og ís og hafa eftirfarandi uppskriftir slegið í gegn á heimilinu. 
Meira

Doritos kjúklingur og gamla góða eplakakan

Meira

Grillaður fiskur og tiramisu

Matgæðingar vikunnar í tbl 24 í fyrra voru Ágúst Andrésson, þá forstöðumaður Kjötafurðastöðvar KS, og Guðlaug Kristín Pálsdóttir, sérfræðingur á Brunavarnasviði HMS. Ágúst og Guðlaug búa saman á Sauðárkróki og er Gústi borinn og barnfæddur í Skagafirði, nánar tiltekið á Bergstöðum, en Gulla ólst upp í Reykjavík og fluttist á Sauðárkrók í miðju Covid árið 2020. Þau erum eigendur að Norðar ehf. sem m.a. flytur inn vín frá Moldóvu og Ítalíu og hafa einnig staðið í eigin veitingarekstri og hafa mjög gaman af því að ferðast og borða góðan mat.
Meira