Matgæðingar

Indverskur gúllasréttur og karamellukaka | Matgæðingur Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl. 20, 2024, voru þau Karítas Sigurbjörg Björnsdóttir og Sigurður Arnar Björnsson. Þau búa í fallega rauða húsinu á Bárustígnum á Króknum ásamt börnum þeirra tveim, Ingu Rún og Björn Aron.
Meira

Sloppy Joe og heimatilbúinn ís | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl. 19, 2024, voru Tómas Pétur Heiðarsson og Agnes Ósk Gunnarsdóttir. Tómas er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki en Agnes kemur frá Selfossi en flutti í Mosfellsbæinn á unglingsárunum. Tómas og Agnes kynntust árið 2007 þegar þau unnu bæði upp í Kárahnjúkum en það var ekki fyrr en árið 2019 sem Tómas náði loksins að draga Agnesi í fjörðinn fagra. Tómas starfar hjá Vörumiðlun og Agnes er hársnyrtir á Klippiskúrnum. Þau eiga saman þrjú börn, Fanneyju Emblu, fædda 2009, Orra Frey, fæddan 2012 og Köru Sjöfn, fædda árið 2019. Þau eiga einnig hundinn Tind sem er sex ára gamall Bichon Frise.  
Meira

Grillaður hunangssilungur og heimagerður frómas | Matgæðingar vikunnar

Matgæðingar vikunnar í tbl. 18, 2024, voru Árni Gunnarsson og Elenóra Jónsdóttir á Sauðárkróki. Árni er frá Flatatungu í Akrahreppi, hinum forna, og eru foreldrar hans Gunnar heitinn Oddsson, bóndi í Flatatungu, og Helga Árnadóttir, húsfreyja, en Helga er fædd og uppalin á Akranesi. Árni ólst upp í firðinum fagra en flutti til Reykjavíkur eftir stúdentspróf til að nema sagnfræði við HÍ og síðar Háskólann í Bielefeld í Þýskalandi og vann þar sem blaða- og fréttamaður með náminu. Elenóra er fædd og uppalin í Reykjavík en foreldrar hennar voru Jón Sigurðsson og Guðfinna Erla Jörundsdóttir.
Meira

Thai kjúklingaréttur og Toblerone-mús | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 17, 2024 voru Guðrún Sonja Birgisdóttir og Magnús Eyjólfsson. Guðrún og Magnús eru eigendur af Retro Mathús sem þau reka á sumrin á Hofsósi en á veturna starfar Guðrún í Vörumiðlun og Mangi bæði múrar og flísaleggur. Guðrún er uppalin í Skagafirði, bæði á Sauðárkróki og á Hofsósi, en Magnús ólst aðallega upp í Svíþjóð en þau eru búsett á Hofsósi í dag.
Meira

Heimagert ítalskt pasta með kúrbítssósu og burratablöndu | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 16, 2024, var Áróra Árnadóttir en hún er fædd og uppalin á Sauðárkróki. Faðir hennar er Árni Gunnarsson, frá Flatatungu, og móðir hennar er Elenóra Jónsdóttir, aðflutt að sunnan en búin að búa á Króknum í yfir 20 ár. Áróra býr í Kaupmannahöfn með kærastanum sínum Tommaso, sem er frá Ítalíu.
Meira

Kjúklingur og skyrkaka | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl. 15, 2024, voru Daníel Þórarinsson og Stefán Óskar Hólmarsson í Skagafirði. Daníel er uppalinn á Króknum og eru foreldrar hans Helga Hjálmarsdóttir, frá Hólkoti í Unadal, og Þórarinn Þórðarson, frá Ríp í Hegranesi. Stefán er héðan og þaðan, eins og hann orðaði það sjálfur, en hann ólst upp á Kjalarnesi og var einnig nokkur ár í Danmörku á uppvaxtarárunum.
Meira

Bruchetta og karrýfiskurinn hennar mömmu | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl. 14, 2024, voru Berglind Ósk Skaptadóttir, dóttir Skapta frá Hellulandi og Sillu frá Ljósalandi/Bergstöðum, og Guðmar Freyr Magnússon, sonur Valborgar frá Tunguhálsi 2 og Magnúsar Braga frá Íbishóli. Berglind og Guðmar eru bæði uppalin í Skagafirði og eiga saman tvo drengi. 
Meira

Gæsalæri og hraðkaka | Matgæðingur vikunnar

Matgæðingur vikunnar í tbl 13, 2024, var Guðrún Ólafsdóttir á Kríthóli í Skagafirði en hún fékk áskorun frá Eyrúnu Helgadóttur sem býr á Akurbrekku í Húnaþingi vestra. Guðrún er gift Sigþóri Smára Sigurðssyni og þau eiga saman tvær stelpur, þær Rebekku Ósk og Snæbjörtu Ýr.
Meira

Þorskur í rjómasósu og kotasælupönnukökur | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl 12, 2024, var Katrīna Geka en hún kemur frá Lettlandi og býr á Sauðárkróki með eiginmanni sínum, Davis Geks, og syni þeirra Teodors. Katrīna er lífsstílsblaðamaður hjá fyrirtæki sem heitir Delfi sem er netfréttamiðill í Eystrasaltsríkjunum. Katrīna er ein af þeim sem sér um dálk sem heitir DelfiLife og þar er fjallað um ferðalög, heilsusamlegt líferni, menntun og persónulegan þroska ásamt ýmsu öðru. Davis er hins vegar, eins og flestir Króksarar vita, að spila með meistaraflokki karla í Tindastól.
Meira

BBQ rif og skyrkaka | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 11, 2024, voru Eyrún Helgadóttir og eiginmaður hennar Bjarni Kristmundsson. Eyrún og Bjarni eru bændur á Akurbrekku en Eyrún er einnig nuddfræðingur og Bjarni alltmuligman. Þau fluttu á Akurbrekku lok árs 2023 en bjuggu áður á Borðeyrarbæ og eru búin að koma sér vel fyrir með 420 kindur, ellefu hænur og einn hund á bænum.
Meira