Matgæðingar

Súkkulaðibitakökur | Feykir mælir með....

Ég veit ekki með ykkur en alltaf þegar ég fer á Subway þá kaupi ég súkkulaðibitakökurnar til að taka með heim því þær eru alveg geggjaðar. En nú er kominn tími til að reyna að finna uppskrift sem er nokkuð keimlík þeim og ætla ég að prufa þessa uppskrift næst.
Meira

Hamborgarar og konfektkúlur | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 9, 2024, var Ingimar Sigurðsson en hann býr á Kjörseyri í Hrútafirði og hefur búið þar í nærri fimmtán ár. Ingimar langar til að byrja á að þakka Rósu vinkonu sinni fyrir að skora á sig í þetta verkefni, en það er erfitt að feta í fótspor hennar þegar kemur að tilþrifum í eldhúsinu. Ingimar hefur reyndar bara heyrt sögur af þessum tilþrifum (frá henni) en Rósa hefur aldrei boðið honum í mat!
Meira

Kartöflupönnukökur og „Royal Kibinukų" | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 8, 2024, var Aistė Drungilienė en hún vinnur hjá 1238 á Króknum. Aisté og maðurinn hennar, Adomas Drungilas leikmaður meistaraflokks karla í Tindastól, eru frá Litháen. Aisté og Adomas hafa búið á Króknum ásamt sex ára dóttur í næstum fjögur ár og eru því farin að kalla Krókinn sitt annað heimili.
Meira

Kjúklinga enchiladas, snakk og nammi | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl 7, 2024, var Gerður Rósa Sigurðardóttir en hún er búsett á Hvammstanga ásamt Kristjáni Svavari og börnum þeirra Írisi Birtu, Gylfa Hrafni og Hrafney Völu sem eru alltaf hress og kát. Gerður Rósa vinnur á skrifstofu Sláturhúss KVH og Kristján vinnur í áhaldahúsi Húnaþings vestra.
Meira

Kjúklingapasta og heimabakað hvítlauksbrauð | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl 6, 2024, var Steinunn Gunnsteinsdóttir og er maðurinn hennar Jón Eymundsson. Þau búa í Iðutúninu á Króknum og eiga þrjú börn. Steinunn starfar hjá Upplýsingamiðstöðinni á Króknum sem staðsett er í 1238 húsinu og Jón starfar hjá K-Tak. ,,Góður pastaréttur slær alltaf í gegn á okkar heimili og ennþá betra þegar við bætum við heimabökuðu hvítlauksbrauði."
Meira

Þorramatur er ekki skemmdur matur!

Þegar ég prufaði að Googla orðið þorramatur þá var mér bent á pistil á síðunni hjá alberteldar.is en þar skrifar hann um þorramat. Þar segir Albert að orðið þorramatur sé ekki svo gamalt í málinu, innan við hundrað ára. Í nútímanum heyrist stundum að þorramaturinn sé skemmdur matur og ekki mönnum bjóðandi, ekki veit hann hvernig sá misskilningur varð til.
Meira

Kjúklingaréttur og döðlukaka | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl 4, 2024, var Þórunn Katrín Björgvinsdóttir á Sauðárkróki. Þórunn er fædd og uppalin í Reykjavík en er búin að búa svo lengi á Króknum að hún er farin að kalla sig Króksara. Þórunn starfar í Árskóla og kennir einnig ýmsa tíma hjá 550 crossfit stöðinni á Króknum og býr með Ægi Birni Gunnsteinssyni. Þórunn Katrín á tvo drengi, sá eldri er fæddur 2011 og yngri 2017. „Ég sé ekki alltaf um að elda. Ægir er miklu betri í eldhúsinu en ég,“ segir Þórunn.
Meira

Chili con carne og hafrabollur | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 3, 2024, voru þau Sveinbjörg Rut Pétursdóttir og Matthías Rúnarsson en þau búa á Hvammstanga ásamt dóttur þeirra, Ragnheiði. Sveinbjörg og Matthías vinna bæði hjá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV), Matthías sem bókari og Sveinbjörg sem atvinnuráðgjafi. Matthías er menntaður sem löggiltur bókari og Sveinbjörg er með master í alþjóðaviðskiptum. „Við Matti gerum þessa mjög oft enda einfalt að elda en umfram allt mjög bragðgóð.“
Meira

Fiskur í pestósósu og súkkulaðikaka | Matgæðingur vikunnar

Matgæðingur vikunnar í tbl 2, 2024, var Elma Hrönn Þorleifsdóttir sem er fædd og uppalin á Þorleifsstöðum í Skagafirði. Elma bý með Inga Birni Árnasyni á Marbæli í Skagafirði og eiga þau þrjú börn. Elma starfar í mötuneyti Varmahlíðarskóla en er samt sem áður alls ekki mikið fyrir að elda mat heima hjá sér. 
Meira

Chili con carne og bananabrauð | Matgæðingar vikunnar

Matgæðingar vikunnar í fyrsta tbl árins árið 2024 voru Ólöf Lovísa Jóhannsdóttir og Kristófer Már Maronsson. Ólöf Lovísa er fædd og uppalin á Sauðárkróki og starfar hjá Kaupfélagi Skagfirðinga en Kristófer er fæddur og uppalinn á Akranesi og starfar sem formaður fræðslunefndar í Skagafirði. 
Meira