Matgæðingar

Wellingtonsteik og epla crumble | Matgæðingar vikunnar

Matgæðingar vikunnar í tbl 48, 2023, voru Jóel Þór Árnason og konan hans, Íris Hrönn Rúnarsdóttir. Jóel vinnur í Blöndustöð og Íris starfar á Dvalarheimilinu á Sauðárkróki. Jóel og Íris búa á Suðurgötunni á Króknum ásamt fimm börnum, Margréti Rún, Alexöndru Ósk, Viktoríu Ösp, Frosta Þór og Ými Frey og einnig hundinum Móra.
Meira

Ítölsk grænmetissúpa og þristanammi | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl 42, 2023, var Telma Björk Gunnarsdóttir og er hún fædd og uppalin á Sauðárkróki. Foreldrar hennar eru Halldóra Björk Pálmarsdóttir og Gunnar Ingi Gunnarsson. Telma á þrjú systkini þau Pálmar Inga, Bjarka Frey og Rakel Birtu og er hún elst af þeim. Telma vinnur á leikskólanum Ársölum.
Meira

Lasagna og quinoa salat | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 40, 2023, var Sara Kristjánsdóttir en hún flutti á Krókinn til kærasta síns Þorkels Stefánssonar, sérfræðings hjá Byggðastofnun. Sara vinnur á leikskólanum Ársölum og með vinnunni leggur hún nám á þroskaþjálfafræði. Í henni rennur skagfirskt blóð og kann hún því afar vel við sig í firðinum fagra.
Meira

Saltfiskur og skötuselur | Matgæðingur vikunnar

Matgæðingur vikunnar í tbl 39, 2023, var Jón Ingi Sigurðsson sem er tæknistjóri hjá FISK Seafood ehf. Konan hans er Elísabet Hrönn Pálmadóttir sem er fyrrverandi forstöðumaður Dagdvalar aldraðra á Sauðárkróki. Jón kemur frá Vestmannaeyjum en Elísabet er frá Holti á Ásum A-Hún. Jón og Elísabet eiga þrjú uppkomin börn og fjögur barnabörn. „Ég ætla að bjóða uppá tvo fiskrétti þar sem hægt er að nota sömu sósu og meðlæti með,“ segir Jón. 
Meira

Rækjur í hunangs- og hvítlaukssósu og döðlukaka | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 38, 2023, voru Sandra Hilmarsdóttir, starfar sem ráðgjafi hjá Vinnumálastofnun, og Birkir Fannar Gunnlaugsson, starfar hjá Steinullinni. Sandra er fædd og uppalin á Króknum en Birkir er innfluttur frá Siglufirði. Sandra og Birkir hafa búið á Króknum síðan 2015 og eiga saman tvo drengi, Hauk Frey og Kára Þór. 
Meira

Siggu pizza og heitur eplaréttur | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl 37, 2023, var Aðalbjörg Þorgrímsdóttir, leikskólakennari. Maðurinn hennar er Óskar Steinsson og eiga þau saman tvo syni. Aðalbjörg eða Alla eins og flestir þekkja hana undir á ættir sínar að rekja í Skagafjörðinn en er fædd í Austur Húnavatnssýslu, móður amma hennar og afi voru Ögmundur Eyþór Svavarsson og María Pétursdóttir.
Meira

Eggjaquesadilla og skyrkaka | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 36, 2023, voru Guðlaugur Skúlason, fæddur og uppalinn á Sauðárkróki, og Sigrún Ólafsdóttir, fædd og uppalin á Krithóli. Guðlaugur starfar í dag hjá SSNV en Sigrún er útibússtjóri hjá Arion banka á Sauðárkróki. Þau hafa búið á Króknum síðan 2016 og eiga saman tvö börn, Darra fæddan 2017, og Dagnýju fædda 2020.
Meira

Gæsasalat og hreindýrasteik | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 44 árið 2023 voru Elvar Örn Birgisson og Elín Petra Gunnarsdóttir. Þau eiga saman fjögur börn: Birgittu Katrínu 9 ára, Þorvald Heiðar 6 ára, Álfheiði Báru 4 ára og Rúrik Örn eins árs. Elvar og Elín búa á bænum Ríp í Hegranesinu þar sem þau eru með sauðfjárbú, ferðaþjónustu og hross í fjölskyldurekstri með foreldrum Elvars og systkinum. 
Meira

Gómsæt listaverk

Um miðjan nóvember kom út Stóra brauðtertubókin og er nokkuð ljóst á titlinum hvað innihald bókarinnar felur í sér. Þarna er á ferðinni 223 blaðsíðna uppskriftarbók með fallegum myndum af þjóðarrétti Íslendinga, brauðtertunni. Feykir hefur lengi verið mikill aðdáandi brauðtertunnar og fylgist grant með Facebook-hópnum Brauðtertufélagið Erla og Erla þar sem áhugafólk brauðtertunnar deilir myndum af listaverkunum sínum sem það hefur dundað við að gera fyrir alls konar tilefni.
Meira

Svangi Mexíkaninn og mangóterta | Feykir mælir með.....

Við kíktum aðeins á matarbloggið hjá Albert eldar og fundum tvær girnilegar uppskriftir til að deila með ykkur ágætu lesendur. Að þessu sinni varð fyrir valinu heitur réttur sem nefnist Svangi Mexíkaninn og væri tilvalið að prufa yfir hátíðarnar sem fram undan eru og svo fylgir með létt og frískandi uppskrift að mangótertu sem þarf ekki að baka og því mjög auðveld í framkvæmd.
Meira