BBQ kjúlli og Rice Crispies

Matgæðingarnir Róar og Þuríður
Matgæðingarnir Róar og Þuríður

Róar Örn Hjaltason og Þuríður Valdimarsdóttir voru matgæðingar vikunnar í 27. tbl Feykis 2017. Þau búa á bænum Hamraborg í Hegranesi sem þau keyptu sumarið áður þegar þau fluttu heim frá Noregi. Róar er uppalinn á Sauðárkróki og Þuríður er frá bænum Helguhvammi á Vatnsnesi. Hún er sjúkraliði og vinnur á Dvalarheimilinu á Sauðárkróki og Róar er vélvirki og vinnur á Vélaverkstæði KS. Þau gáfu okkur sýnishorn af uppáhaldsuppskriftunum sínum; skötusel sem er mjög góður sem forréttur, BBQ kjúklingi og Rice Crispies. „Annars á ég mjög erfitt með að fylgja einni uppskrift, ég þarf alltaf að bæta þær eitthvað eða skella tveimur til þremur uppskriftum saman svo ég á ekki margar uppskriftir,“ segir Þuríður. 

RÉTTUR 1
Baconvafinn skötuselur

Skötuselur skorinn í litla bita, kryddaður með salti og pipar (helst sítrónupipar) og vafinn með baconi. Grillaður í stutta stund. Þessi réttur er borinn fram með fersku salati. 

RÉTTUR 2
BBQ kjúlli

2 dl apríkósumarmelaði
2 dl Hunts bbq sósa 
1 dl soyjasósa 
2½ dl rjómi 
2 msk púðursykur 

Aðferð:
Allt sett í pott og suðan látin koma upp. Svo er kjúklingabitum (mega vera hvaða bitar sem er en við notum aðalega vængi og leggi sem við getum nagað af) skellt í eldfast form og inn í ofn í þann tíma sem bitarnir þurft til að eldast. 

RÉTTUR 3
Rice Crispies 
50 g smjör 
100 g suðusúkkulaði
150 g Mars 
150 g lakkrískurl
u.þ.b. 4 msk síróp 
Rice Crispies eins og hver og einn vill 

Aðferð:
Allt sett i skál nema Rice Crispies og hitað yfir vatnsbaði þangað til það er orðið vel bráðið saman. Þá er Rice Crispiesinu skellt sman við. Við setjum þetta yfirleitt í muffinsform og nörtum i eitt og eitt yfir sjónvarpinu þegar nammigrísinn sækir að en þetta hverfur oft fljótt. Annars er líka gott að gera köku úr þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir